Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 28
Ég er glaðvær að upplagi, mér þykir undurvænt um vini mína og ver miklum tíma í að valdefla aðrar konur í íslenska tónlistarbransanum. Ég á það líka til að vera afar hreinskilin og kaldhæðin en á sama tíma geri ég mitt besta til að jafna það út með eins mikilli blíðu og ég get,“ segir kaliforníska tónlistarkonan og hljóðverkfræðingurinn Zöe Ruth Erwin, spurð hver hún sé, þessi kraftmikla kona sem kom til Íslands upp á sitt einsdæmi til að sefa sorgir og semja lög. Vá, hér mun ég deyja Zöe vissi lítið sem ekkert um Ísland þegar hún keypti sér f lug- miða hingað veturinn 2016. „Þá var faðir minn nýfallinn frá og ég nýhætt í löngu ástarsam- bandi. Sú sára lífsreynsla gerði mig eðlilega dapra en í stað þess að leyfa því að éta mig upp tók ég skyndiákvörðun um að ferðast til lands sem ég hafði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að heimsækja. Það var tilraun til að sjokkera taugakerfið og skrifa heila plötu,“ segir Zöe sem ætlaði sér upphaf- lega að dvelja á Íslandi í þrjár vikur en var hér í þrjá mánuði og samdi um áttatíu lög. „Ég lenti í Keflavík á köldum nóvemberdegi og man enn andar- takið þegar ég steig út úr f lug- vélinni og tók andköf þegar ég fékk ískaldan gustinn framan í mig. Þá hugsaði ég með mér: „Vá, hér mun ég deyja“. Daginn eftir dreif ég mig á kaffihús þar sem fólk sat við kertaljós um hábjartan daginn og las bækur yfir kaffibolla. Þá varð ég gjörsamlega bergnumin og viss um að hér vildi ég vera.“ Það sem gerir Zöe einmitt hvað glaðasta er bóklestur í kertaljósum og með kaffibolla við höndina. Líka að flakka um íslenska náttúru tímunum saman með dásam- lega tónlist í eyrum en við þær aðstæður semur hún flest sín lög. „Náttúran og lestur eru mitt brauð og smjör þegar kemur að tónlistarsköpun. Að taka sér drjúga stund í að stúdera munstur í klaka sem brotnar á frosinni á, að elta æðar á dauðu lauf blaði eða hvert áin fer eftir að hún fellur fram af fossbrún. Ég botna í alvör- unni ekki í fólki sem semur tónlist án þess að lesa bækur. Til að verða góður höfundur verður maður að lesa. Annað er eins og að segjast vera atvinnumaður í fótbolta án þess að hafa nokkurn tímann horft á fótboltaleik,“ segir Zöe. Saknar amerísks tacos Zöe ólst upp í draumaborginni Los Angeles þar sem fræga og ríka fólkið hefur margt fundið sér samastað. „Ég held að það hafi verið eins og hver annar staður að alast upp í LA, maður verður svo vanur borginni að allur stjörnufansinn verður eðlilegur. Þó er varla til jafn streituvaldandi staður til að alast upp á og maður lærði ungur að vera kappsamur og ná sem lengst en það veldur því að maður missir af því að lifa í núinu og njóta umhverfisins,“ segir Zöe sem saknar þess helst frá Los Angeles að fá sér gott taco. „Ég er vön því að geta ráfað á milli úrvals sölustaða á skrýtnum götuhornum og fengið mér besta taco í heimi fyrir aðeins 200 kall!“ Zöe segist frá fyrsta degi hafa fengið hlýjar móttökur hjá Íslendingum. „Ég elska Íslendinga. Ég er svo lánsöm að hafa eignast dásam- legan vinahóp og vera hluti af samfélagi skapandi snillinga. Að vera í andrúmslofti þar sem fólk hefur ekki aðeins þau áhrif á mann að vilja verða enn betri tón- listarmaður og samverkamaður, heldur líka betri manneskja; það er ástæða þess að ég lít á Ísland sem mitt eina heimili. Íslendingar og Kaliforníubúar eiga svo sitthvað sameiginlegt, eins og kaldhæðni og almenna andstyggð á banda- rískum stjórnmálum,“ segir Zöe og hlær. Mikilvægt að vera sjálfbjarga Zöe er menntaður hljóðverk- fræðingur. „Ég held að ég hafi ákveðið að læra hljóðverkfræði vegna þess að þar vantaði konur og það er svo mikilvægt að við konur séum fleiri í tæknigeiranum. Ég hef alltaf haft yndi af stærðfræði, lestri og tækni- legum hlutum og því var verkfræð- in frábær leið til að blanda þeim áhugamálum saman við skapandi verkefnin mín,“ útskýrir Zöe. Hún segir mikilvægt að skara fram úr á sem flestum sviðum tónlistarsköpunar til að viðhalda skapandi sjálfstæði. „Það er frábært að vera góður höfundur en ef maður getur ekki tekið upp eða framleitt sín eigin lög sjálfur er maður alltaf í þeirri stöðu að reiða sig á smekk annars framleiðanda eða hljóðverk- fræðings sem svo setur sinn brag á hljóm manns sem listamanns. En eftir því sem maður er sjálfstæðari og meira sjálf bjarga, því frjálsari verður maður og þeim mun fleiri möguleikar opnast.“ Zöe segist alltaf hafa verið tón- listarunnandi enda alin upp af foreldrum sem voru tónlistarfólk, á sjöunda og áttunda áratugnum. „Ég ólst því upp við að hlusta á klassískt rokk, þjóðlagatónlist, djass og blús. Ég komst hins vegar ekki í kynni við íslenska tónlist fyrr en eftir 1990 þegar Björk og Sigur Rós birtust á bandaríska markaðnum.“ Svarið verður alltaf já Í vikunni kom út nýtt lag með Zöe sem vinnur að plötu sem hún hyggst gefa út á nýju ári. „Ætli það sé ekki best að skil- greina tónlistina mína sem þunga og djúpa en hún hefur líka í sér fíngerð blæbrigði, sérstaklega nýja efnið mitt. Þar reyni ég að tefla fram fleiri litum, ljósi og gleði á milli dimmu skýjanna til að skapa dýnamíska tónlistarupplifun; ekki bara í gegnum textana heldur líka hljóðheiminn, áferðina og hljóð- færaleikinn,“ segir Zöe. Nýja lagið, Shook, fjallar um umskipti og breytingar. „Til er máltæki sem segir: „Þorst- inn býr innra með mér. Vatnið er þar líka“. Það er stemningin í text- anum og tónverkinu. Að við séum gæslumenn okkar eigin hindrana og lausna. Við höfum alltaf val og búum ávallt yfir kraftinum sem þarf til að velja,“ útskýrir Zöe um innihald nýju lagasmíðinnar. Sjón er sögu ríkari þegar kemur að litríku og skemmtilegu mynd- bandinu við lagið. „Vídeóið er 100 prósent sköpun- arverk hinnar frábæru Birtu Ránar Björgvinsdóttur. Hún kom til mín annan hvern dag með brjálaðar hugmyndir og á endanum sagði ég: „Gerðu það sem þú vilt. Svarið verður alltaf já.“ Ég hef nefnilega þá trú að ef maður leyfir skapandi fólki að gera óhindrað það sem það er best í þá kemur það með allt sitt besta að borðinu.“ Ísland hefur smeygt sér inn í tónsmíðar Zöe. „Það dylst engum hvernig íslensk náttúra hefur haft áhrif á hljóðheim minn, í samanburði við hvernig hann var áður. Raddstíll- inn hefur líka breyst og er miklu frjálsari núna, sem og stíll hljóð- hönnunar minnar sem hefur orðið fyrir íslenskum, loftkenndum áhrifum.“ Líf fullt af ást og sköpun Zöe nýtur þess að lifa á meðal Íslendinga á þessari eyju í norðri. „Sú lífsreynsla sem ég upplifi aftur og aftur og finnst enn svo ótrúlega sjarmerandi og fyndin er að fara í sundlaugina á hverjum morgni og hlusta á tal eldri kvenna sem sitja þar tímunum saman og ræða heimsmálin. Þar sem ég hef ekki enn fullt vald á íslenskunni skil ég bara brot af því sem þær segja en ég fæ mikið út úr því að hlusta á þær, sérstaklega þegar þær eiga í heitum samræðum um pólitíkina vestan hafs,“ segir Zöe og hlær dátt. Hún elskar að fara út úr bænum í langar gönguferðir og vera þar dögum saman. „Það fyllir hjarta mitt og huga og er sá tími sem er mest skapandi þegar kemur að lagasmíðum. Ef ég væri um helgi í Los Angeles færi ég í göngu í gegnum Malibu Canyon og endaði á ströndinni með taco og góða bók,“ segir Zöe sem elskar líka að elda indverskan mat frá grunni. „En ég er afar slöpp í namminu. Ég hef alltaf kostið salt umfram sætt en nýt þess að fá mér sneið af gómsætri súkkulaðiköku sem búið er að skreyta með nafninu mínu úr kökuskrauti,“ segir Zöe sem er morgunhani að eðlisfari en finnst þó gaman að vaka fram eftir um helgar. „Ég get líka horft á bíómynd- irnar The Shining og Beetlejuice milljón sinnum án þess að fá leiða á þeim,“ segir hún kát. „Mitt eina takmark er að lifa lífi sem er fullt af ást og sköpun, og að vera þakklát fyrir hverja einustu lífsins gjöf og kraftaverk í kringum mig.“ Zöe segir Ísland veita sér mikinn innblástur og hafa breytt bæði rödd sinni og tónsmíðum. Hún sækir mikið í náttúruna og bóklestur til að fá hughrif og gefur sér tíma til að nostra við minnstu smáatriði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ég botna í alvöru ekki í fólki sem semur tónlist án þess að lesa bækur. Til að verða góður höfundur verður maður að lesa. Annað er eins og að segjast vera atvinnumaður í fótbolta án þess að hafa nokkurn tímann horft á leik. Framhald af forsíðu ➛ Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.