Fréttablaðið - 29.08.2020, Síða 30
Niðurstöðurnar
voru í senn svekkj-
andi og uppörvandi.
Tölfræðin hefði kannski
ekki átt að koma á óvart
í ljósi skýrslu Hagstof-
unnar.
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Úrval af gíturum og bössum
Fiðlur
Heyrnartól
Míkrafónar
í úrvali
Þráðlaus
míkrafónn
GÍTARINN
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S. 552 2125 • gitarinn@gitarinn.is • www.gitarinn.is
Hljómborð
MEDELI MC37A
Trommusett
Söngkerfi
í úrvali
Fermingargjafir
Magnarar
Rannsóknin snerist um að varpa ljósi á stöðu kvenna í íslenskum kvikmynda-
iðnaði, eða að minnsta kosti að
taka fyrstu skrefin í því, að sögn
Guðrúnar Elsu.
„Fyrir tæpum tveimur árum
hafði Fríða Rós Valdimarsdóttir
samband við mig og spurði hvort
ég hefði áhuga á að skrifa grein
fyrir alþjóðlegt greinasafn um
stöðu kvenna í kvikmyndaiðnað-
inum í ólíkum löndum. Mér fannst
það strax mjög spennandi og
ákvað að senda ritstjóranum, írsku
fræðikonunni og aktívistanum
Susan Liddy, lýsingu á kaflanum
sem ég myndi skrifa. Henni leist
vel á, en þegar að því kom að hefj-
ast handa þá rann upp fyrir mér
að afar takmarkaðar upplýsingar
lágu fyrir um stöðu kvenna innan
kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi,“
útskýrir hún.
„Hagstofan birti skýrslu árið 2018
sem sýndi að karlmenn höfðu leik-
stýrt 90 prósentum allra íslenskra
frásagnarmynda og Kvikmynda-
miðstöðin birtir upplýsingar um
styrkúthlutanir og árangurshlutfall
kvenna frá 2013 á heimasíðu sinni,
en umfram þessar tölur, sem því
miður voru hvergi nærri tæmandi,
fann ég lítið sem ekkert.“
Þetta varð til þess að Guðrún
sjálf réðst í að búa til tölfræði-
legan gagnagrunn um hlut kvenna
í íslenskri kvikmyndagerð. Hún
segir reyndar rétt að taka fram að
aðeins gafst rými til að fjalla um
frásagnarmyndir í þessari rann-
sókn.
„En þá lít ég líka aftur til tíma-
bilsins eftir lýðveldisstofnun,
þegar fyrstu leiknu, íslensku
myndirnar í fullri lengd litu
dagsins ljós. Heimildamyndir,
sjónvarpsmyndir, stuttmyndir og
aðrar tegundir kvikmyndagerðar
verða því að bíða betri tíma. Hins
vegar er hefð fyrir því að frá-
sagnarmyndin sé í öndvegi þegar
að kvikmyndamenningu þjóða
kemur og því var ekki annað hægt
en að byrja á þeim.“
Guðrún segir að líta megi á
frásagnarmyndir sem eins konar
loftvog um stöðuna almennt innan
kvikmyndaiðnaðarins. Til við-
bótar við úrvinnslu gagna tók hún
viðtöl við kvikmyndagerðarkonur,
WIFT á Íslandi, sem eru samtök
kvenna í kvikmyndum og sjón-
varpi, Kvikmyndamiðstöðina og
fleiri, til að fá ríkari innsýn í stöðu
kvenna í iðnaðinum, vandamálin
sem staðið er frammi fyrir þegar
kemur að jafnrétti í kvikmynda-
gerð og loks þær leiðir til úrbóta
sem farnar hafa verið.
„Niðurstöðurnar voru í senn
svekkjandi og uppörvandi. Töl-
fræðin hefði kannski ekki átt að
koma á óvart í ljósi skýrslu Hag-
stofunnar. Ég komst í raun að því
Niðurstöðurnar bæði
svekkjandi og uppörvandi
Um síðustu helgi kom út alþjóðleg bók um stöðu kvenna í kvikmyndaiðnaði í ólíkum löndum.
Í bókinni birtist grein eftir Guðrúnu Elsu Bragadóttur, þar sem hún segir frá rannsókn sem hún
gerði á stöðu kvenna í íslenskum kvikmyndaiðnaði. Niðurstöðurnar komu henni nokkuð á óvart.
Guðrún Elsa
segir að afar
takmarkaðar
upplýsingar um
stöðu kvenna
innan kvik-
myndaiðnaðar-
ins á Íslandi
hafi legið fyrir
þegar vinnan
við greinina
hófst.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
að á undanförnum áratug hefur
konum farið fækkandi á öllum
þeim sviðum kvikmyndagerðar
sem þær hafa helst starfað á, síðan
kvikmyndagerð komst á f lug hér
á landi á 9. áratugnum, að undan-
skildum framleiðendum, sem
hefur fjölgað,“ segir Guðrún.
Guðrún telur þetta mikið
áhyggjuefni þegar kvikmynda-
bransinn sjálfur hefur þanist mjög
mikið út á sama tíma.
Mikill vilji til að
jafna hlut kynjanna
„Því sem ég komst að og var gleði-
efni, er að mikill vilji er fyrir því
að jafna hlut kynjanna. Það á bæði
við um konur í kvikmyndagerð,
sem ætla að breyta kúltúrnum í
þessum mjög svo karlmiðaða iðn-
aði og Kvikmyndamiðstöð Íslands,
sem er mikilvægasti styrktaraðili
íslenskra kvikmynda.“
Vandamálið er að hluta til
skortur á konum sem sækja um
styrki til kvikmyndamiðstöðvar,
að sögn Guðrúnar.
„Þótt árangurshlutfall kvenna
sem sækja um styrki hjá Kvik-
myndamiðstöðinni sé hærra en
karlumsækjenda, berast mun færri
umsóknir frá konum,“ útskýrir
hún.
WIFT á Íslandi hefur brugðist
við þessu með því að hvetja
stúlkur og ungar konur til þess að
nýta sér kvikmyndamiðilinn til að
segja sögur sínar. Árið 2015 kom
félagið í því skyni á fót sumarnám-
skeiði í kvikmyndun fyrir stelpur
á framhaldsskólaaldri, undir yfir-
skriftinni Stelpur skjóta.
„Framtakið er ótrúlega spenn-
andi og hefur vaxið á undan-
förnum árum, námskeið hafa verið
haldin fyrir konur á aldrinum
þrettán til þrjátíu ára og komið á
fót samstarfi við konur á hinum
Norðurlöndunum,“ segir Guðrún.
Kvikmyndamiðstöðin hefur
hins vegar lagt áherslu á breyt-
ingar í stefnumörkun, til að hvetja
konur til þess að sækja frekar um.
Að auki hefur Kvikmyndamiðstöð
lagt fram tillögur um aðgerðir og
kostnað við að bæta hlut kvenna í
greininni, þar er meðal annars gert
ráð fyrir að verkefni þar sem kona
er leikstjóri, handritshöfundur
eða framleiðandi fái 20% aukalega
í styrk. Mennta- og menningar-
málaráðuneytið hefur hins vegar
enn ekki brugðist við tillögunum,
að sögn Guðrúnar.
„En þegar ég hafði samband við
ráðuneytið í maí 2019 fengust þau
svör að drög að reglugerðarbreyt-
ingum, sem hugsanlega myndu
taka á þessum málum, lægju fyrir
og að áfram yrði unnið úr þeim á
næstunni. Að mínu mati er lykilat-
riði að þessu máli sé siglt í höfn.“
Guðrún segir að niðurstöður
rannsóknarinnar hafi komið
henni á óvart að sumu leyti. Þrátt
fyrir að Hagstofan hafi bent á að
kvenleikstjórar hefðu hlutfalls-
lega leikstýrt færri myndum á
nýliðnum áratug en þeim á undan,
þá bjóst hún ekki endilega við því
að staða kvenna hefði líka veikst á
öðrum sviðum iðnaðarins.
Guðrúnu gafst ekki tími til þess
í grein sinni að bera saman Ísland
við önnur lönd. En bókin, sem
kom út um síðustu helgi hjá Palg-
rave Macmillan og heitir Women
in the International Film Industry:
Policy, Practice, Power, hefur að
geyma kafla eftir konur frá sautján
löndum.
„Það verður afskaplega forvitni-
legt að lesa hinar greinarnar og sjá
snertifletina við umhverfið hér
heima.“
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R