Fréttablaðið - 29.08.2020, Síða 30

Fréttablaðið - 29.08.2020, Síða 30
Niðurstöðurnar voru í senn svekkj- andi og uppörvandi. Tölfræðin hefði kannski ekki átt að koma á óvart í ljósi skýrslu Hagstof- unnar. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Úrval af gíturum og bössum Fiðlur Heyrnartól Míkrafónar í úrvali Þráðlaus míkrafónn GÍTARINN Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S. 552 2125 • gitarinn@gitarinn.is • www.gitarinn.is Hljómborð MEDELI MC37A Trommusett Söngkerfi í úrvali Fermingargjafir Magnarar Rannsóknin snerist um að varpa ljósi á stöðu kvenna í íslenskum kvikmynda- iðnaði, eða að minnsta kosti að taka fyrstu skrefin í því, að sögn Guðrúnar Elsu. „Fyrir tæpum tveimur árum hafði Fríða Rós Valdimarsdóttir samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að skrifa grein fyrir alþjóðlegt greinasafn um stöðu kvenna í kvikmyndaiðnað- inum í ólíkum löndum. Mér fannst það strax mjög spennandi og ákvað að senda ritstjóranum, írsku fræðikonunni og aktívistanum Susan Liddy, lýsingu á kaflanum sem ég myndi skrifa. Henni leist vel á, en þegar að því kom að hefj- ast handa þá rann upp fyrir mér að afar takmarkaðar upplýsingar lágu fyrir um stöðu kvenna innan kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi,“ útskýrir hún. „Hagstofan birti skýrslu árið 2018 sem sýndi að karlmenn höfðu leik- stýrt 90 prósentum allra íslenskra frásagnarmynda og Kvikmynda- miðstöðin birtir upplýsingar um styrkúthlutanir og árangurshlutfall kvenna frá 2013 á heimasíðu sinni, en umfram þessar tölur, sem því miður voru hvergi nærri tæmandi, fann ég lítið sem ekkert.“ Þetta varð til þess að Guðrún sjálf réðst í að búa til tölfræði- legan gagnagrunn um hlut kvenna í íslenskri kvikmyndagerð. Hún segir reyndar rétt að taka fram að aðeins gafst rými til að fjalla um frásagnarmyndir í þessari rann- sókn. „En þá lít ég líka aftur til tíma- bilsins eftir lýðveldisstofnun, þegar fyrstu leiknu, íslensku myndirnar í fullri lengd litu dagsins ljós. Heimildamyndir, sjónvarpsmyndir, stuttmyndir og aðrar tegundir kvikmyndagerðar verða því að bíða betri tíma. Hins vegar er hefð fyrir því að frá- sagnarmyndin sé í öndvegi þegar að kvikmyndamenningu þjóða kemur og því var ekki annað hægt en að byrja á þeim.“ Guðrún segir að líta megi á frásagnarmyndir sem eins konar loftvog um stöðuna almennt innan kvikmyndaiðnaðarins. Til við- bótar við úrvinnslu gagna tók hún viðtöl við kvikmyndagerðarkonur, WIFT á Íslandi, sem eru samtök kvenna í kvikmyndum og sjón- varpi, Kvikmyndamiðstöðina og fleiri, til að fá ríkari innsýn í stöðu kvenna í iðnaðinum, vandamálin sem staðið er frammi fyrir þegar kemur að jafnrétti í kvikmynda- gerð og loks þær leiðir til úrbóta sem farnar hafa verið. „Niðurstöðurnar voru í senn svekkjandi og uppörvandi. Töl- fræðin hefði kannski ekki átt að koma á óvart í ljósi skýrslu Hag- stofunnar. Ég komst í raun að því Niðurstöðurnar bæði svekkjandi og uppörvandi Um síðustu helgi kom út alþjóðleg bók um stöðu kvenna í kvikmyndaiðnaði í ólíkum löndum. Í bókinni birtist grein eftir Guðrúnu Elsu Bragadóttur, þar sem hún segir frá rannsókn sem hún gerði á stöðu kvenna í íslenskum kvikmyndaiðnaði. Niðurstöðurnar komu henni nokkuð á óvart. Guðrún Elsa segir að afar takmarkaðar upplýsingar um stöðu kvenna innan kvik- myndaiðnaðar- ins á Íslandi hafi legið fyrir þegar vinnan við greinina hófst. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI að á undanförnum áratug hefur konum farið fækkandi á öllum þeim sviðum kvikmyndagerðar sem þær hafa helst starfað á, síðan kvikmyndagerð komst á f lug hér á landi á 9. áratugnum, að undan- skildum framleiðendum, sem hefur fjölgað,“ segir Guðrún. Guðrún telur þetta mikið áhyggjuefni þegar kvikmynda- bransinn sjálfur hefur þanist mjög mikið út á sama tíma. Mikill vilji til að jafna hlut kynjanna „Því sem ég komst að og var gleði- efni, er að mikill vilji er fyrir því að jafna hlut kynjanna. Það á bæði við um konur í kvikmyndagerð, sem ætla að breyta kúltúrnum í þessum mjög svo karlmiðaða iðn- aði og Kvikmyndamiðstöð Íslands, sem er mikilvægasti styrktaraðili íslenskra kvikmynda.“ Vandamálið er að hluta til skortur á konum sem sækja um styrki til kvikmyndamiðstöðvar, að sögn Guðrúnar. „Þótt árangurshlutfall kvenna sem sækja um styrki hjá Kvik- myndamiðstöðinni sé hærra en karlumsækjenda, berast mun færri umsóknir frá konum,“ útskýrir hún. WIFT á Íslandi hefur brugðist við þessu með því að hvetja stúlkur og ungar konur til þess að nýta sér kvikmyndamiðilinn til að segja sögur sínar. Árið 2015 kom félagið í því skyni á fót sumarnám- skeiði í kvikmyndun fyrir stelpur á framhaldsskólaaldri, undir yfir- skriftinni Stelpur skjóta. „Framtakið er ótrúlega spenn- andi og hefur vaxið á undan- förnum árum, námskeið hafa verið haldin fyrir konur á aldrinum þrettán til þrjátíu ára og komið á fót samstarfi við konur á hinum Norðurlöndunum,“ segir Guðrún. Kvikmyndamiðstöðin hefur hins vegar lagt áherslu á breyt- ingar í stefnumörkun, til að hvetja konur til þess að sækja frekar um. Að auki hefur Kvikmyndamiðstöð lagt fram tillögur um aðgerðir og kostnað við að bæta hlut kvenna í greininni, þar er meðal annars gert ráð fyrir að verkefni þar sem kona er leikstjóri, handritshöfundur eða framleiðandi fái 20% aukalega í styrk. Mennta- og menningar- málaráðuneytið hefur hins vegar enn ekki brugðist við tillögunum, að sögn Guðrúnar. „En þegar ég hafði samband við ráðuneytið í maí 2019 fengust þau svör að drög að reglugerðarbreyt- ingum, sem hugsanlega myndu taka á þessum málum, lægju fyrir og að áfram yrði unnið úr þeim á næstunni. Að mínu mati er lykilat- riði að þessu máli sé siglt í höfn.“ Guðrún segir að niðurstöður rannsóknarinnar hafi komið henni á óvart að sumu leyti. Þrátt fyrir að Hagstofan hafi bent á að kvenleikstjórar hefðu hlutfalls- lega leikstýrt færri myndum á nýliðnum áratug en þeim á undan, þá bjóst hún ekki endilega við því að staða kvenna hefði líka veikst á öðrum sviðum iðnaðarins. Guðrúnu gafst ekki tími til þess í grein sinni að bera saman Ísland við önnur lönd. En bókin, sem kom út um síðustu helgi hjá Palg- rave Macmillan og heitir Women in the International Film Industry: Policy, Practice, Power, hefur að geyma kafla eftir konur frá sautján löndum. „Það verður afskaplega forvitni- legt að lesa hinar greinarnar og sjá snertifletina við umhverfið hér heima.“ 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.