Fréttablaðið - 29.08.2020, Síða 43
hms.is
Vilt þú taka þátt í að byggja upp
framsækinn vinnustað sem leggur
áherslu á nýsköpun, aðgengi
upplýsinga og stafrænar lausnir?
Sérfræðingar óskast
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leitar að öflugum liðsauka til að taka þátt í uppbyggingu stofnunarinnar á sviði húsnæðis- og
mannvirkjamála á Íslandi. Hlutverk okkar er að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði í þágu almennings auk þess að tryggja
faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og hafa virkt eftirlit með gæðum, öryggi og heilnæmi.
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum til að bætast í hóp öflugra sérfræðinga á sviði öryggis mannvirkja. Öryggi mannvirkja hefur
yfirumsjón með samræmingu byggingarmála, framkvæmd markaðseftirlits með byggingarvörum og rafmagnsöryggismálum á Íslandi.
Sérfræðingur í eftirliti með gæðakerfum
í mannvirkjagerð
Hæfnikröfur
• Verkfræði, tæknifræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði
• Þekking og reynsla af gæðastjórnunarkerfum er kostur
• Reynsla af byggingarframkvæmdum og hönnun er kostur
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
• Mjög góð almenn tölvu- og gagnavinnsluþekking er kostur
• Góð samskipta- og samstarfshæfni er skilyrði
• Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi er skilyrði
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Dagleg samskipti við fagaðila í byggingariðnaði
• Eftirlit og umsjón með gæðakerfum í byggingariðnaði
• Ráðgjöf og fræðsla við fagaðila í byggingariðnaði
• Samskipti við skoðunarstofur vegna framkvæmdar eftirlits á sviði
byggingaframkvæmda
• Móttaka, úrvinnsla og svörun fyrirspurna
Sérfræðingur á sviði markaðseftirlits
Hæfnikröfur
• Verkfræði, tæknifræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist
í starfi er skilyrði
• Reynsla af byggingarframkvæmdum og hönnun er kostur
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
• Mjög góð almenn tölvu- og gagnavinnsluþekking er kostur
• Góð samskipta- og samstarfshæfni er skilyrði
• Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi er skilyrði
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Markaðseftirlit með byggingarvörum
• Ráðgjöf og fræðsla um byggingarvörur
• Samskipti við skoðunarstofur er sinna eftirliti
• Móttaka, úrvinnsla og svörun fyrirspurna
• Gerð og miðlun fræðsluefnis um byggingarvörur
• Vinna við reglugerðarbreytingar og leiðbeiningar
Sérfræðingur á sviði samræmingar
byggingareftirlits sveitarfélaga
Hæfnikröfur
• Verkfræði, tæknifræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði
• Reynsla af byggingarframkvæmdum og hönnun er skilyrði
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
• Mjög góð almenn tölvu- og gagnavinnsluþekking er kostur
• Góð samskipta- og samstarfshæfni er skilyrði
• Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi er skilyrði
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Dagleg samskipti við byggingarfulltrúa sveitarfélaga
• Samræming framkvæmdar byggingareftirlits á landsvísu
• Ráðgjöf og fræðsla um reglur á sviði mannvirkja
• Móttaka, úrvinnsla og svörun fyrirspurna
• Gerð og miðlun fræðsluefnis um mannvirkjagerð
• Vinna við reglugerðarbreytingar og leiðbeiningar
• Úrlausn álitamála
Sérfræðingur í eftirliti með löggiltum
rafverktökum og neysluveitum
Hæfnikröfur
• Verkfræði, tæknifræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist
í starfi er skilyrði
• Reynsla af hönnun og/eða vinnu við raflagnir er skilyrði
• Þekking og reynsla af gæðastjórnunarkerfum er kostur
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
• Mjög góð almenn tölvu- og gagnavinnsluþekking er kostur
• Góð samskipta- og samstarfshæfni er skilyrði
• Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi er skilyrði
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Tæknileg ráðgjöf um reglur er varða rafmagnsöryggismál
• Framkvæmd eftirlits með löggiltum rafverktökum og neysluveitum
• Samskipti við skoðunarstofur vegna eftirlits á rafmagnsöryggissviði
• Samskipti við innlenda aðila á rafmagnsöryggissviði
• Móttaka, úrvinnsla og svörun fyrirspurna
• Gerð og miðlun fræðsluefnis um rafmagnsöryggismál
Nánari upplýsingar
Um framtíðarstörf er að ræða og fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf.
Umsóknir skulu sendar á netfangið starfsumsokn@hms.is
Upplýsingar um starfskjör og umsóknarferlið er að finna inni á starfatorg.is
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hvetur alla hæfa einstaklinga til að sækja um starfið, óháð kyni.
Umsóknarfrestur er til og með 18. september 2020.
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Ólafsson, framkvæmdastjóri öryggis mannvirkja
johann.olafsson@hms.is - s: 440 6400