Fréttablaðið - 29.08.2020, Síða 69

Fréttablaðið - 29.08.2020, Síða 69
Tækniþróunarsjóður tths.isÞrír milljarðar til nýsköpunar Þú nærð lengra með Tækniþróunarsjóði Tækniþróunarsjóður úthlutar um þremur milljörðum króna til nýsköpunar á árinu. Sjóðnum bárust nærri 900 umsóknir, sem er um 40% aukning milli ára. Yfir 130 fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar eru að fá nýja styrki auk þeirra sem þiggja framhaldsstyrki frá fyrra ári. Tækniþróunarsjóður er mikilvægur stuðningsaðili nýsköpunar í íslensku atvinnulífi. Nánari upplýsingar eru á tths.is Þorbjörg Jensdóttir er fram- kvæmdastjóri IceMedico. Þrjár konur í ábyrgðarstöðum: Sigríður V. Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri, Hélène L. Lauzon framkvæmdastjóri og Guðný Kristjánsdóttir gæðastjóri. Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir er stjórnarformaður Laka Power. stjóri framleiðslu- og gæðasviðs hjá Kerecis. Hún segir afar mikilvægt að skapa umhverfi sem hvetur og styður við nýsköpun. „Í því samhengi er gaman að tala um að við erum náttúrulega fiskveiðiþjóð sem hefur lifað af fiskveiðum árum saman. Nú í dag erum við virkilega farin að huga að því að nýta allar þær afurðir sem við fáum frá sjónum og erum farin að nýta þessar aukaafurðir mun betur. Rekstur okkar byggir á því að nýta fiskafurðir sem ekki hafa verið nýttar og koma þeim í verð með íslensku hugviti,“ segir Klara. Afurðir Kerecis eru affrumað þorskroð, sem er notað til með- höndlunar á þrálátum sárum og brunasárum, einkum hjá fólki með sykursýki um allan heim. „Það er okkur afar mikilvægt að taka þátt í uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs á Íslandi. Styrkur Tækniþróunarsjóðs var lykilatriði þess að hægt var að þróa fyrstu skref vinnslunnar á Ísafirði, og í kjölfar styrksins vaknaði áhugi fjárfesta og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfesti í fyrirtæk- inu, vegna gæðastimpils Tækni- þróunarsjóðs. Fjárfesting Nýsköp- unarsjóðs varð svo til þess að tvö öflug fiskverkunarfyrirtæki á Vestfjörðum fjárfestu í fyrirtækinu og svo hefur umfang rekstursins aukist ár frá ári og nýjasti fjárfestir fyrirtækisins er leiðandi tækni- fjárfestir í Sílikondalnum í Banda- ríkjunum. Nú starfa vel yfir 100 manns hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík, Sviss og Bandaríkj- unum og við eigum yfir 50 útgefin einkaleyfi og markaðsleyfi í Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu.“ Nýsköpun efst í huga Frá árinu 1999 hefur fyrir- tækið Primex framleitt kítósan úr rækjuskel og hlaut árið 2012 Nýsköpunar verðlaun fyrir að breyta úrgangi í verðmæti. Í vís- indaheiminum er talað um kítósan sem undraefni, því það hefur margvíslega eiginleika og þar með óteljandi notkunarmöguleika. Nýsköpun hefur alla tíð verið efst í huga stjórnenda og starfs- manna fyrirtækisins og hefur Primex fest sig í sessi sem leiðandi framleiðandi á heimsvísu og ein- blínt á þróun og tækni til að fram- leiða hágæða kítósan. „Okkar hráefnismarkaðir eru aðallega sárameðferðir, fæðu- bótarefni og snyrtivörur,“ upp- lýsir Hélène Liette Lauzon, framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunar hjá Primex. „Til að ná árangri höfum við tekið þátt í nýsköpunarumhverf- inu hér heima og sótt um styrki til Átaks til atvinnusköpunar og Tækniþróunarsjóð, en einnig í öðrum innlendum og ESB-sjóðum, ráðið til okkar sumarnema, auk þess að vera í samstarfi við rann- sóknaraðila og háskóla hérlendis sem erlendis. Slíkir styrkir eru mikilvægir til að tryggja hrað- ari vöruþróun,“ segir Hélène. „Tækniþróunarsjóður hefur verið hvatning til rannsókna og þróunar nýrra vara hjá Primex og stuðlað að jákvæðri og sjálfbærri byggðaþró- un. Ávinningurinn er enn fremur aukin þekking, nýting auðlinda, verðmætasköpun og atvinnu- sköpun fyrir íslenskt samfélag.“ Uppskorið eins og sáð er Nýsköpunarferlar í öllum geirum efnahagslífs eru undirstaða áfram- haldandi þroska og vaxtar innan hvers geira fyrir sig, að mati Þor- bjargar Jensdóttur, framkvæmda- stjóra IceMedico, sem framleiðir Happ+ mola. „Það hefur margsannað sig að lönd sem hafa forgangsraðað nýsköpun og rannsóknum í sam- drætti, hafa uppskorið samkvæmt því með tímanum, en nýsköpun tekur tíma og er þolinmæðis- verk. Þannig, að eins freistandi og það kann að vera að skera niður nýsköpunarferla þegar það harðnar á dalnum, er jafnframt mikil áhætta fólgin í því að missa af dýrmætum tækifærum fram- tíðar fyrir land og þjóð,“ segir Þorbjörg. Ein helsta ógn nýsköpunar, að mati Þorbjargar, er skortur á þolin- móðu fjármagni. „Ég finn það í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi, en einnig sést það vel á markvissri aukningu umsókna til Tækniþró- unarsjóðs á milli umsóknarfresta. Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er því gríðarlegt fyrir uppbyggingu nútímaþjóðfélags,“ segir Þorbjörg. „Styrkir sem IceMedico hefur hlotið frá Tækniþróunarsjóði í gegnum tíðina, hafa alltaf skipt sköpum í verkefnum sem sótt var um. Bæði hafa styrkirnir náð að verja mikilvæg störf hjá félaginu, sem og að leyfa félaginu að hreyfa tiltekin verkefni hraðar en annars hefði verið hægt og það hefur styrkt samkeppnistöðu félagsins, ekki síst erlendis. Styrkirnir hafa einnig, og munu halda áfram með nýveittum styrk, nært samstarf við önnur fyrirtæki og Háskóla Íslands í okkar tilviki.“ Vantar umsóknir frá konum Í þjóðfélagsumræðunni er gjarnan talað um að halli á konur og lands- byggðina þegar kemur að stuðn- ingi við nýsköpun. „Ég er harður talsmaður jafn- réttis og réttlætis á öllum sviðum. Að því sögðu tel ég ekki að lausnin á þeim vanda sem í því felst að lægri hluti fjármagns Tækniþróun- arsjóðs fari út á land, eða til verk- efna sem leidd eru af konum, sé að líta öðruvísi til þeirra verkefna. Þvert á móti held ég að mikilvægt sé að horfa til allra verkefna út frá gæðum þeirra, óháð því hvaðan þau koma, enda skilst mér þegar litið er á gögnin að komi í ljós að hlutfall verkefna sem hljóta styrk og koma frá þessum hópum sé sambærilegt við önnur verkefni,“ segir Hjálmar hjá Grid Vandinn sé að ekki berist nógu margar umsóknir af landsbyggð- inni, eða konum. „Lausnin hlýtur að felast í að finna orsök þess og ráðast að henni, hvort sem það felst í að hvetja konur og fólk á landsbyggð- inni enn frekar til að sækja um, eða – það sem mér finnst líklegra – að það sé eitthvað í umhverfi þessara hópa sem dragi úr nýsköpunar- starfi á meðal þeirra. Þetta þarf að greina og ráðast að rótum vandans þar,“ segir Hjálmar. Ásta Sóllilja hjá Laka Power segir mikilvægt fyrir sprotafyrirtæki með lítil fjárráð að velja hæfustu einstaklingana til starfa, óháð kyni. „Á sama tíma þarf að hafa í huga að fjölbreytni skiptir máli fyrir nýsköpun. Það er mikilvægt að Tækniþróunarsjóður styrki bestu verkefnin, óháð kyni verkefna- stjóra. Það má hins vegar velta því fyrir sér hvað sé hægt að gera til að kveikja áhuga fleiri öflugra kvenna á nýsköpun. Þar skipta sterkar fyrirmyndir án efa mjög miklu máli. Stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi er að miklu leyti stýrt af konum og við eigum nýsköpunarráðherra sem er kona. Svo gott sem jafnmargar konur og karlar stýra fjárfestingum vísi- sjóða á Íslandi, og það er einstakt í þeim geira. En eflaust má gera enn betur til að auka hlut kvenna í nýsköpun á Íslandi,“ segir Ásta Sóllilja. Landsbyggðin stendur sig vel Brýnt er að átta sig á að nýsköpun af landsbyggðinni er mikilvæg. Mörg sterk fyrirtæki úti á landi standa framarlega á sínum markaði á heimsvísu eins og Primex, Kerec- is, Genís og Skaginn/3X. Sem dæmi hefur Primex verið brautryðjandi í verðmætasköpun í fullnýtingu sjávarafurða á síðastliðnum árum og lagt áherslu á kynjasjónarmið, þar sem yfir helmingur stjórn- enda félagsins eru konur. Þar starfa tvær konur með doktorsgráðu og sumarnemar hafa verið ríkjandi kvenkyns á undanförnum árum. Þorbjörg hjá IceMedico hefur orðið: „Kynjahlutföll hafa lengi verið viðkvæmt mál. Ég hefði sjálf viljað sjá f leiri konur í forsvari fyrir stórum styrkumsóknum hjá meðal annars Tækniþróunar- sjóði. Ég hjó eftir því í nýafstaðinni úthlutun, að ég var eini kvenkyns verkefnastjórinn í styrktarflokkn- um Vöxtur sem hlaut styrk og mér fannst það furðulegt í fyrstu, þar sem ég veit að við eigum flotta kvenkyns framkvæmdastjóra hjá öflugum nýsköpunarfyrirtækjum hér á landi og sem ættu fullt erindi að sækja í sjóðinn. En þegar tölurnar eru skoðaðar virðist vera samhengi milli hlutfalls kvenkyns verkefnastjóra sem fá veitingu og hlutfalls innsendra umsókna heilt yfir hjá sjóðnum. Af hverju eru ekki f leiri konur að sækja um?“ veltir Þorbjörg fyrir sér. „Mín skoðun er einfaldlega sú að vandamálið byrjar annars staðar. Konur veigra sér gjarnan við að sækja um út af alls konar ástæðum og mögulega eru verkefni kvenna þannig skrúfuð saman að þau henta ekki viðmiðum sjóðsins. Ástæðan getur verið margþætt, en hér mætti leggja vinnu í að greina betur hvað verður til þess að konur nái ekki almennilegu flugi í styrkumhverfinu á Íslandi og hvað sé hægt að gera til að bæta það.“ Klara, framkvæmdastjóri fram- leiðslu -og gæðasviðs Kerecis. Í íslensku sam- hengi er nýsköpun einfaldlega nauðsynleg til að auka fjölbreytni atvinnu- og efnahagslífs- ins. Hjálmar Gíslason XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 11 L AU G A R DAG U R 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 NÝSKÖPUN Á ÍSLANDI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.