Fréttablaðið - 29.08.2020, Page 70
Trackwell hefur verið starf-andi í tæpan aldarfjórðung og sérhæft sig í hugbúnaðar-
lausnum sem auka hagkvæmni
í rekstri fyrirtækja. Áherslan
er á lausnir sem tengja saman
mannauð og notkun tækja og
búnaðar við starfsemi fyrirtækja
og stofnana.
Lækkaður rekstrarkostnaður
með Trackwell
Lausnir Trackwell eru aðallega
sniðnar að stærstu atvinnugrein-
um Íslands, sjávarútvegi, bygg-
ingariðnaði, verslun, þjónustu og
ferðaþjónustu. Helstu viðskipta-
vinir eru framsækin fyrirtæki sem
hafa lagt áherslu á að einfalda ferla
og lækka rekstrarkostnað með nýj-
ustu aðferðum upplýsingatækni.
Þá er lögð áhersla á að bjóða upp á
lausnir sem henta öllum gerðum
og stærðum fyrirtækja. Trackwell
er með yfir 600 viðskiptavini.
Kerfi frá Trackwell sjá daglega
um tíma- og verkskráningar 40
þúsund starfsmanna, rauntíma-
vöktun staðsetninga og ferla um
1.500 farartækja og yfir 10 þúsund
skipa.
Fjórar vörur
„Vörurnar sem við bjóðum upp
á eru fjórar í grunninn. Það eru
mannauðslausnir Tímon, Floti,
sem snýr að almennri vöktun á far-
artækjum, Hafsýn er með lausnir
fyrir útgerðarfyrirtæki og fjórða
varan, Trackwell VMS, er þróuð
út frá samstarfi við fiskveiðiyfir-
völd og Landhelgisgæsluna,“ segir
Þórunn K. Sigfúsdóttir, yfirmaður
mannauðslausna hjá Trackwell.
Sérstaðan er samþætting
gagna í samþætt kerfi
Trackwell gerir stjórnendum
fyrirtækja kleift að nýta raun-
tímagögn úr daglegum rekstri til
að taka betri rekstrarákvarðanir.
„Sérstaðan sem Trackwell býður
upp á er söfnun upplýsinga um alla
rekstrarþætti, samþætt í gagna-
grunnskerfi. Kosturinn við að hafa
allar upplýsingar á einum stað
er sá að fyrirtækið öðlast betri
yfirsýn yfir reksturinn en ella. Auk
þess felast heilmikil verðmæti í
sögulegum gögnum, sem meðal
annars hjálpa stjórnendum að
greina frávik og koma í veg fyrir
þau í framtíðinni. Einnig gefa
söguleg gögn vísbendingar um
hvort reksturinn sé á réttri leið og
hvað má bæta“ segir Steingrímur
Gunnarsson, sölustjóri Hafsýnar.
Sprottið úr þörf markaðarins
Meirihluti viðskiptavina Track-
well eru innlend fyrirtæki, en þó
kemur tæpur helmingur af tekjum
Trackwell erlendis frá. „Nýsköpun
okkar er sprottin úr þörfum
íslensks markaðar og hafa lausnir
okkar verið þróaðar í samstarfi
við, og fyrir, kröfuharðan, inn-
lendan markað. Íslensk fyrirtæki
eru smá með dreifða starfsemi um
allt land. Þau gera jafnframt kröfu
um góða þjónustu og sveigjanleika
og það höfum við haft í huga. Við
höfum byggt upp mikla þekkingu
á íslensku atvinnulífi og umhverf-
inu sem þau búa við. Þar má nefna
kjarasamninga, reglugerðir og
persónuverndarlög. Útkoman er
hugbúnaðarlausnir í fremstu röð
í heiminum,“ segir Guðjón Ýmir
Lárusson, viðskiptastjóri f lota-
lausna.
„Okkur hefur gengið mjög vel að
selja lausnir okkar til fiskveiðiyfir-
valda úti í heimi, meðal annars í
Ástralíu og á Kyrrahafssvæðinu.
Þetta sýnir að Trackwell lausnirn-
ar eiga fullt erindi á f leiri markaði
en Ísland. Lausnirnar frá okkur
eru alla jafna það vel hannaðar að
þær henta flestum fyrirtækjum
í staðlaðri útgáfu. Annars erum
við í beinum viðskiptum við við-
skiptavini okkar án tilkomu þriðja
aðila. Því getum við boðið upp á
sérsniðnar lausnir ef þarf,“ segir
Steingrímur.
Kynntu þér lausnina á trackwell.
com Sími: 5100 600 Tölvupóstur:
info@trackwell.com
Íslenskur markaður leggur línurnar
Trackwell byggir á íslensku hugviti og samstarfi við fyrirtækin í landinu. Fyrstu árin einkenndust
af vöruþróun og sprotastarfsemi og naut fyrirtækið aðstoðar íslenskra rannsóknasjóða.
Á myndinni frá vinstri til hægri eru þau: Guðjón Ýmir Lárusson, viðskiptastjóri flotalausna, Þórunn K. Sigfúsdóttir,
yfirmaður mannauðslausna hjá Trackwell og Steingrímur Gunnarsson, sölustjóri Hafsýnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI.
FLOTA- OG FORÐASTÝRINGARLAUSNIR
www.timon.is www.floti.is www.hafsyn.iswww.trackwell.is
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
frettabladid_tw_ad.pdf 1 28/08/2020 11:04
12 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RNÝSKÖPUN Á ÍSLANDI