Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 4
BENEDIKT JÓHANNESSON RITSTJÓRI JÓLASTEMNING Fáir hafa verið jafheindregnir andstæðingar langs jólahalds og höílmdur Mér fannst það af og ífá að skreyta jólatréð fyrr en á Þorláksmessu og jólaljós átti alls ekki að setja upp fyrr en 12. desember þegar fyrsti jólasveinninn kom til byggða. Eg hafði vanist þessu í foreldrahúsum. Jólatréð var skreytt á Þorláksmessu, ekki degi fyrr. Þetta er svosem ekkert merkilegt, því að þannig var þetta um allt land til skamms tíma. Nú er öldin önnur. Kaupmenn em famir að auglýsa jólin í október og seríur komnar á hús um allan bæ í lok nóvember. Ég hefði mátt vita að á þessu væri von, því að svona var það í Bandaríkjunum þar sem ég bjó í mörg ár. Islendingar taka allt það bjánalegasta eftir útlendingum, sérstaklega Ameríkönum. Þegar ég fór til útlanda árið 1975 sögðu jólasveinar: „Krakkar minir komiði sæl.“ Þegar ég kom til baka sjö ámm seinna sögðu þeir: „Hó, hó, hóen höfðu þó ekki réttan íslenskan smalaframburð. Smám saman hef ég sjálfur verið að gefa eftir. Nú skreytum við jólatréð yfírleitt 22. desember, en jólaskrautið fer að sjást strax í byrjun mánaðar. Við eigum mikið af jólaskrauti, það hefur verið sameiginlegt áhugamál okkar hjóna að kaupa fallegt skraut hér og þar. Þrátt fyrir hávær mótmæli mín em jólaseríur settar á tré í garðinum, þó að aðventan sé varla byrjuð. Aðventa er líka nýtt fyrirbæri hjá almenningi, ég man ekki eftir því að hún hafi notið mikilla vinsælda almennings í mínu ungdæmi, þó að ég viti að kirkjan hafi lengi haldið hana í heiðri. í gamla daga, nánar tiltekið árið 1912 vom póstkassar tæmdir í síðasta sinn á hádegi á aðfangadag. Þau bréf sem merkt vom , jólakvöld“ vom borin út frá póststofunni kl. 6 á aðfangadagskveldið. Þetta ætti Islandspóstur að taka til athugunar. Hvemig var þetta í gamla daga? Lítið var talað um jólasveina í tímaritum frá 19. öld. Ég fann enga fyrr en í lok 19. aldar, nánar tiltekið í Heimskringlu árið 1893, en hún kom sem kunnugt er út í Islendingabyggðum í Kanada. Þar er þess getið í „minnisblöðum" að jólasveinar komi 1. sunnudag í aðventu en fari á þrettándanum. Það var svosem auðvitað að í Ameríku vildu menn hafa jólasveinana lengi og ekki láta þá vera að tínast inn, einn og einn. Ég læt þess getið í framhjáhlaupi að það var mikill menningarauki að því að íslenskujólasveinamir fóm að ganga í íslenskum fótum fyrir nokkmm árum. í íslandi kom eftirfarandi frétt í 52. tbl. milli jóla og nýjárs árið 1897: Nú er jólahátíðin liðin, en jólin sjálf era ekki úti jyr en 7. janúar, áþrettándanum, eins og allir vita. Allir menn eiga að vera góðir og glaðir á jólunum, því þá gá einglamir svo vel að öllu, sem gerist hjer ájörðunni. Og stundum koma þeir niður a jólanóttina og líta inn í húsin til manna; þess vegna eiga alstaðar að vera Ijós á jólanóttina. Ef skugga ber á einhverstaðar í húsunum, þá jyllist þar af jólasveinum. En jólasveinar eru Grýluböm og lœðast inn, þegar þeirfmna steikaralyktina á bcejunum, standa í skotum og stela kleinum og laufabrauði. Þessir eru verstir af öllum jólasveinum: Gluggagœgir, Gáttarþejur, Pönnusleikir og Pottaskefill. 1 jólanóttina eiga lika öll börn að gá að þegar heilagt verður, en það er kl. 6 — nákvœmlega á slaginu kl. 6. Þá verður heilagt á allri jörðunni. En það sjá ekki nemaþeir, sem góðir eru og aldrei hata syndgað. Þess vegna eiga krakkamir að taka eftir því og ajþví má sjá, hvort þau hafa syndgað eða ekki, því ef þau hafa gert það, þá sjá þau ekki hvernig allt breytist um leið og heilagt verður a jólanóttinni, Veðrið hefur ekki verið jólalegt, hitamollur og rigningarsúldrur, 5—7 stiga hiti bœði nætur og daga, þangað til a mánudagsnótt; þá, jrysti dálítið og þornaði. En þá þykir best jólaveður, þegar hjam er og hreinviðri, tunglskin og stjömubjart á kvöldin. Þrátt fyrir allt sem að framan er sagt hef ég alltaf tekið eftir því þegar allt breytist klukkan sex á aðfangadag. A slaginu. K9 4 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.