Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 28

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 28
Arnason, var víðjorull kaupmaður og lagði mikla áherslu á að kaupa ogflytja til landsins nytsama og smekklega vöru frá réttum stað og með réttu verði. Þannig fengwn við oft hinar prýðilegustu vörurfráýmsum löndum, svo sem frá Austurríki, Frakklandi, Italíu, Norðurlöndunum og víðar að. I þá daga var hœgt að gera öll innkaup til landsins frá þeim löndum, sem buðu bestan varning og með hagkvœmasta verði. Þá var verslunarfrelsi, en nú er öldin önnur; nú eru viðskiptahöft og þvingandi vöruskiptasamningar á verslun landsmanna. Verslunarólag þetta ... hefur leitt til þess, að mörg gömul verslunarsambönd hafa rofiiað og mörgfrœg vönimerki hafa ekki sést hér lengi. Kristján lét þess jafnframt getið að „kvíði vegna vöruskorts“ skyggði á jólaverslunina, því að verslunarfólki væri í blóð borið að gera viðskiptavinum sínum til hæfis og margt fólk treysti beinlínis á afgreiðslufólk verslana að fmna réttu gjöfma handa sínum nánustu. Hann kvað öfluga bókaútgáfii þó bót í máli. Arum saman hefði verið „lítið úrval af vörum hentugum til jólagjafa gagnstætt því sem var fyrir aldarfjórðungi“ en athafnasamir bókaútgefendur hefðu fyllt það skarð að nokkru og nú væri svo komið að íslendingar eyddu „hlutfallslega meiru fé til að kaupa bækur til jólagjafa en annan vaming“. Innflutningsverslunin beindist ekki lengur þangað sem hægt var að fá ódýmstu og bestu vörumar heldur urðu kaupmenn og heildsalar að sætta sig við að kaupa inn „annars flokks vörur“ frá til dæmis ýmsum löndum Austur-Evrópu sem stjómvöld höfðu samið við um vömskipti í tengslum við I v- ^ ''-V ' Nr. 1 ... | ÖMMTIIS ARBÖK. S^Vbe^.1948 i- ' ......... nato els*nd,) ^ (HelmlU. -a i ' i ■ ’ , .f' <■■" I ,., • •« , ■■; .. . . >- v.. skömmtunarbótóna^vandlega- Hún má etk1 £ ^ a f rúgmjc\\ sI;*turgerSar Ci‘d>r til 31. de«. 194A 1 kg af rúgmjöli til sijforgerSar Ciltfir til 31, Je,. !94« 1 kg af rugmjöli tll slárurgeríar aidir >" 31. des. 1948 Sýnishom afskömmtunarbók og skömmtunarreitunum. fisksölusamninga. Auk þess þreifst margvísleg innlend framleiðsla í skjóli haftanna og bætti úr vömskortinum á ýmsum sviðum, þótt gæði varanna væri stundum ekki upp á marga fiska. Mest var skömmtunin á árunum 1947-1950. Er óhætt að segja að hún hafi tekið á sig fáránlegar myndir eins og lesa má í ársskýrslum Landsbanka Islands, en þar er að finna greinargott yfirlit um gang mála á skömmtunarárunum. Síðla sumars 1947 var tekin upp skömmtun á byggingarvörum og skófatnaði, auk þess sem sala bensíns var takmörkuð. Styrktist þá orðrómur urn að víðtæk skönrmtun á almennum neysluvamingi væri í aðsigi. Greip um sig mikið kaupæði. „Fólk í Reykjavík og sums staðar úti á landi þyrptist í verslanir og keypti þar allt sem hönd á festi,“ skrifuðu Landsbankamenn. Eftir stóðu auðar hillur í búðunum og kom fyrir lítið þótt stjómvöld tækju skjótt við sér og settu reglur „um takmörkun á tollafgreiðslu, sölu og dreifmgu vefnaðarvöru, búsáhalda, hreinlætisvöm og komvöru“ og sérstakri nefnd væri „veitt heimild til að banna smásöluverslunum að selja nema tiltekið magn eða verðmæti af þessum vörum“. Takmörkun á bensínsölu fólst til að byija með í því að bannað var að afgreiða bensín umfram það sem bensíngeymar ökutækja tóku, en seint í september var farið að skammta bensínið og settar reglur „um takmörkun á akstri bifreiða“. Landsbankamenn segja að almennt hafi verið farið „í kringum bensínskömmtunina“ en útskýra það ekki frekar. Eftirtaldar nauðsynjar vom skammtaðar: Komvörur og brauð, kaffi, sykur, erlent smjör, hreinlætisvörur, vefnaðarvörur, búsáhöld og fatnaður. Matvælaskömmtunin var miðuð við 3 mánuði í senn. Aukaskammtar vom veittir til bamshafandi kvenna og fólks sem var að stofna heimili, en auk þess vom veittir sérstakir aukaskammtar af matvöm vegna risnu, fermingar o.fl. Gefm var út sérstök skömmtunarbók með flokkuðum reitum sem hægt var að rífa út úr bókinni. Verðgildi skömmtunarreitanna var misjafnt eftir vömtegundum. Reitimir vom ýmist litlir eða stórir og höfðu bæði stafa- og tölugildi. Var ekki fyrir hvem sem er að kunna skil á notkun skömmtunarbókanna. Reitir A1 til A15 giltu til dæmis fýrir komvörur og brauð, hver reitur fýrir 1 kg. En litlu reitimir A11 til A15 giltu aðeins fýrir 200. gr. af komvöm og brauði. Reitir J1 til J8 giltu fýrir kaffi, hver reitur fýrir 125 gr. af brenndu og möluðu kaffi eða 150 gr. af óbrenndu kafft. Reitir K1 til K9 giltu aðeins til sykurkaupa, 500 gr. fýrir hvem reit, en sykurskammturinn nam 1.500 gr. á mann á mánuði. Reitimir M1 til M4 giltu aðeins fýrir hreinlætisvömr. Fyrir hvem M-reit mátti kaupa eitthvað af þessu femu: 1/2 kg. af blautsápu, 1 stykki af „stangarsápu“, 2 pakka afþvottaefni eða 1 stk. af handsápu. Um skömmtun á vefnaðarvömm og búsáhöldum giltu illskiljanlegar reglur sem skömmtunarstjóri rikisins útskýrði svo fýrir almenningi: Til grundvallarþessari vöru er lagt smásöluverð varanna, og er mönnurn heimilt að kaupa þessar vörur fyrir kr. 100,00 til nœstu áramóta. Hver B-reitur gildir sem innkaupaheimild fyrir kr. 2,00 miðað við útsöluverð, þó þannig að verðmœti innan við b: 1,00 er sleppt við seðlasblin en kr. 1,00 eða meir er hœkkað upp í h: 2,00. Til frekari glögg\nmar á þessu nýmœli skulu tilfœrð dæmi: Efkeyptar eni vefnaðarvörur og búsáhöld fyrir kr. 36,80 þarf að sbla 18 tveggja króna B-reitum. En sé keypt fyrirkr. 37,05þarf áðsbla 19B-reitum. Eins ogsjá má ernú 28 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.