Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Síða 30

Vísbending - 20.12.2016, Síða 30
Hér hefur í stuttu málið verið stillt upp tveimur andstæðum myndum af verslunarháttum á Islandi á 20. öld - annars vegar fijálsri verslun og hins vegar haftaverslun. Ekld þarf að fjölyrða um hvort hugnast fólki betur. A hafiatímanum (1930-1960) voru verslunarfjötramir vissulega afsprengi alþjóðlegrar haftasteínu á kreppuárunum (1930-1940), auk þess sem einhvers konar höft em jafnan óhjákvæmileg þegar heimsstyrjöld geisar (1940-1945). En þegar vestrænar þjóðir brmdust samtökum um að afnema hömlur í alþjóðaviðskiptum eftir að heimsstyijöldinni síðari lauk, neyttum við allra bragða til að hamla á móti, hertum höftin og vom þau hér við lýði a.m.k. áratug lengur en hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Að sumu leyti má segja að fyrir okkur hafi farið eins og hesti sem hefur verið svo lengi í hafti að hann þekkir ekki annað og hoppar áffam eins og hann sé enn í haftinu þótt hann hafi verið leystur úr hnappheldunni. Ennffemur kunnu ýmsir mætavel við sig í haftakerfmu eftir að þeir höfðu aðlagast því og lært að notfæra sér það, ekki síst voldug hagsmunaöfl, og vom af þeim sökum ekki áfjáðir í að aflétta höftunum. Eins og kunnugt er hefur stjóm íslenskra eihahagsmála löngum einkennst af því að hægri höndin virðist ekki vita hvað sú vinstri gerir. Stjómvöld ákváðu fast gengi krónunnar en grófu síðan blygðunarlaust undan því með taumlausri þenslu í ríkisútgjöldum. Jaíhffamt ríkti stjómleysi á vinnumarkaði. Pólitísk verkfoll vom tíð og iðulega samið um 30-40% kauphækkanir þótt fyrir þeim væri engin innistæða. I ofanálag ívilnaði ranglát kjördæmaskipun mjög þeim stjómmálaflokkum sem aðhylltust höft og áætlunarbúskap á kostnað þess flokks sem barðist fyrir verslunarfrelsi. Istöðulaus peningamálastjóm og innistæðulausar kauphækkanir leiddu til mun meiri verðbólgu á Islandi en raunin var í viðskiptalöndum okkar. Af því hlaust óhjákvæmileg rýmun á raungengi krónunnar þótt nafngengi hennar héldist óbreytt. Þar sem ekki var pólitísk samstaða um að leiðrétta gengið, þ.e. færa hina opinberu gengisskráningu að rarmgildi krónunnar, blasti ekki aðeins við gjaldeyrisskortur heldur stöðvun útflutningsatvinnuvegarins, sjávarútvegsins, sem aflaði þjóðinni nauðsynlegs gjaldeyris til innkaupa fyrir þjóðarbúið. Þar sem verkalýðshreyfmgin og vinstri flokkamir máttu ekki heyra á gengisfellingu minnst fólust viðbrögð stjómvalda við fallandi raungengi krónunnar í dulbúnum gengisfellingum af ýmsu tagi - viðamiklum gjaldeyris-, innflutnings- og fjárfestingarhöftum og flóknu millifærslukerfi til að halda sjávarútvegnum gangandi. En þessar aðferðir dugðu ekki til langffama, á endanum var óhjákvæmilegt að horfast í augu við staðreyndir og færa hið opinbera gengi krónunnar að raungildi hennar. Gengisfellingar íslenskra stjómvalda á haftaámnum vom af þessum rótum runnar, þ.e. þær vom nauðsynleg aðlögun að breyttu raungengi en ekki eiginleg hagstjómaraðgerð til að bregðast við áföllum í efhahagslífinu. I landi nrikillar utanríkisverslunar skiptir mestu að þeir atvinnuvegir sem afla gjaldeyris séu öflugir og verslunin fijáls. Forsenda hvors tveggja er raunhœf gengisskráning. Mikil verðbólga er til vitnis um sjúkt efnahagslíf, en hún stofnar í sjálfii sér ekki verslunarffelsinu í hættu, eins og við höfum re)nt allt ffá því höftunum var aflétt, svo ffemi sem þess er gætt að láta það ekki dragast úr hömlu að leiðrétta hina opinbem gengisskráningu. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að loka augunum fyrir staðreyndum. Fölsk gengisskráning og dulbúnar gengisfellingar leiða aðeins til ófamaðar. Mikilvægt er að standa ávallt vörð um verslunarffelsið - á hveiju sem gengur. Sagan kennir okkur nefnilega að fijáls verslun leiðir ekki aðeins til bættra lífskjara heldur til lifandi og fjölbreytilegs mannlífs, aukins víðsýnis og meiri þekkingar. Q Hclstu hcimildir: Jakob F. Asgeirsson: Þjóð í hafti. Saga verslunarfiötra á Islandi 1930-1960. 2. útg. Reykjavík 1988 (1. útg. 1988). Ársskýrslur Landsbanka íslands 1947-1950. Reykjavík 1947-1950. Frjáls verslun. Mánaðarrit. Reykjavík 1938-1962. Ymis blöð og tímarit á www.timarit.is. 30 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.