Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 21

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 21
Kosningaverðstöðvun? Myndin sýnir verðbólgu á Islandi á árunum 1960 til 1995. Verðstöðvunartímabil eru auðkennd með dökkum bakgrunni. Tvö eru stutt. Annað er írá 1966 til 1967 og hitt írá 1988 til 1989. En eitt tímabilið er miklu lengra. Það nær frá hausti 1970 og fram undir miðjan níunda áratuginn. Árin 1966 og 1970 var verðstöðvun ákveðin í aðdraganda kosninga. Það hentar þeim sem eru í stjóm að verðhækkanir séu í lágmarki mánuðina áður en kosið er. Vinsælt er til dæmis að niðurgreiða matvömr þegar kosningar nálgast. í verðstöðvunarfrumvarpinu sem lagt var fram haustið 1970 var kveðið á um niðurgreiðslur á vömverði sem fjármagna skyldi með sérstökum launaskatti. Þingmönnum var vel ljóst að aðgerðimar mundu ekki breyta miklu um verðlag til langframa. Ólafur Bjömsson hagfræðiprófessor sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem var enn við völd ásamt Alþýðuflokknum. Ólafur mælti með tillögunni en viðurkenndi að verðstöðvun í þeirri mynd, sem hér væri um að ræða, gæti ekki verið annað en ráðstöfun til bráðabirgða. Enginn héldi öðm fram. Framsóknarmaðurinn Jón Skaftason sagðist líta á frumvarpið sem lið í undirbúningi stjómarflokkanna fyrir kosningar: „Þetta er tafl, eins og teflt var fýrir seinustu kosningar, þegar verðstöðvunarfJumvarp var flutt ...nokkrum mánuðum fýrir kosningar.... Ég held, að það sé óyggjandi og raunar óumdeilanlegt, að með frumvarpinu er ekki höggvið að rótum þeirra meinsemda, sem orsakað hafa verðbólguna í landinu. Hún mun halda áfram með auknum krafti, þegar verðstöðvunartímabilinu lýkur, og gera ýmis þau vandamál, sem fýrir em, jafhvel enn erfiðari viðureignar en þau em þó nú.“ Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambandsins, sem sat nú á þingi fyrir nýstofnuð Samtök frjálslyndra og vinstri manna, var ekki heldur vongóður: „Hvað kom eftir að verðstöðvunartímabilinu 1967 lauk? Það vom þrot hjá atvinnulífmu, það var nýtt dýrtíðarflóð, upp úr því atvinnuleysi, og svo komu aðgerðimar, tvær gengislækkanir. Ekki ein gengislækkun, heldur tvær á 11 mánuðum. Ég vildi vona, að eitthvað yrðu nú afleiðingamar af þessu tiltæki mildari, en þær gætu verið nógu sárar og viðkvæmar samt.“ Hrollvekjan Nokkm síðar kom fram að skoðanir Ólafs Bjömssonar vom ekki langt frá viðhorfum Jóns og Hannibals. Snemma árs 1971 mælti Ólafur fyrir ffumvarpi um hagstofnun launþegasamtaka. Nú skyldi kenna launþegum hagffæði - væntanlega til þess að þeir fæm síður fram á launahækkanir sem ekki væri innistæða fyrir. í flutningsræðu kom Ólafur inn á efnahagsmálin: „Hvað á að taka við að loknu verðstöðvunartímabilinu? A að halda verðstöðvuninni áfram og ef svo er, hvemig á að afla fjár til þess, þar sem fýrir því hefur ekki verið séð nema til 1. september? Eða á að reka ríkissjóð með stórfelldum halla á tímabilinu og láta hann taka lán í Seðlabankanum? Vera má, að einhveijir líti þá lausn hým auga, en hagffæði hefur það ekki verið talin hingað til. Ef verðstöðvuninni verður hætt, þá yrði það spuming, sem vissulega snertir mjög hagsmuni almennings, hvemig leysa eigi þann vanda, sem leiðir af þeim verðhækkunum, sem þá hljóta að verða þegar í stað. Nú em kjarasamningar lausir, eins og kunnugt er, á hausti komanda og enginn gerir öðm skóna en að einhveijar talsverðar kaupgjaldshækkanir eigi sér þá stað. Að vísu er verð á útflutningsafurðum hagstætt sem stendur, en hin langvarandi og erfiða kaupdeila á togaraflotanum bendir þó til þess, að útgerðin telji sig ekki geta tekið á sig miklar kostnaðarhækkanir. Já, það er hrollvekja að hugsa til þeirra vandamála, sem blasa við, þó að sennilega verði eftir föngum reynt að taka upp léttara hjal í þeim efnum, a.m.k. ffam að kosningum.“ Hér var fast kveðið að orði af stjómarþingmanni. Andstæðingar stjómarinnar hentu orðin á lofti og ----3 mánaða verðbólga í prósentum VÍSBENDING I 21

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.