Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 16

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 16
„Oftast voru þessir menn aldir upp í þorpunum og nánast aldrei langskólagengnir og höföu snemma tekið til hendinni. Svo höíðu þeir tök á að ná til sín góðu fólki og virkjaþað, voru áræðnir og duglegir og tóku ábyrgð á samfélaginu sem þeir störfuðu í. Þessir menn tilheyrðu flestir öðrum tíma, þeim tíma sem ég ólst upp í og finnst að ég tilheyri enn og geti vel verið „ein“ af þeim. Það sem við tölum ekki um Orðalagið sem notað er í dag er „samfélagsleg ábyrgð“ og fer alveg sérstaklega í taugamar á mér,“ segir Rakel. Sjálf hefur Rakel gefið til baka til samfélagsins í Stykkishólmi með margvíslegum hætti. Hún hefur sýnt endurbyggingu og varðveislu gamalla húsa sérstakan áhuga og hafa fleiri en eitt hús í hinum foma kaupstað notið góðs af þessum áhuga hennar og gengið í endumýjun lífdaganna. Mig langar til þess að vita hvort fleiri málaflokkar hafi notið þess örlætis sem margir vita að Rakel býr yfir en hún gerir lítið úr öllu tali um það. „Eg skal segja þér að það er eitt prinsíp sem ég og mín fjölskylda höfum haldið. Við tölum ekki um það sem við höfum látið af hendi rakna hvorki fyrr né síðar. Þess vegna vil ég ekki ræða það. Gömlu húsin hafa verið mitt sérstaka áhugamál og eflaust hefur það mótast mikið á mínum fyrstu árum í Stykkishólmi þegar ég bjó með manninum minum og tengdaforeldrum í Clausenshúsi sem var byggt 1874 og þau áttu gamalgróið heimili þar sem hver hlutur átti langa sögu,“ segir Rakel. Ohætt er að fúllyrða að sú fýrirmynd sem Rakel var á þessu sviði í Stykkishólmi hefúr orðið mörgum húseigendum hvati til dáða og allir sem koma í Stykkishólm í dag heillast af hinu fagra bæjarstæði við höfnina þar sem gamli tíminn lifnar við í fagurlega endurgerðum húsum. Ekki vill Rakel samt gangast við neinu sérstöku frumkvöðlastarfl á þessu sviði. „Þetta hefúr bara gerst, eitt leiðir af öðm og margt af þessu gerðist fyrir hrun þegar fólk átti pening sem það vildi setja í svona verkefni. Agúst heitinn sagði alltaf að Stykkishólmur væri byggður á sjö hæðum eins og Rómaborg og fannst þetta fallegasti staður á Islandi. Ég er ekki alin upp í Stykkishólmi en þar hef ég dvalið stærsta hluta minnar ævi og vil hvergi annars staðar vera.Við Agúst áttum lengi skútuna Buslu, sem við geymdum í Danmörku og sigldum þar á milli þorpa og þar sá ég hvemig Danir varðveita gömlu húsin sín og eflaust hefúr það líka haft áhrif á mig. Þeir fóm aldrei út í að eyðileggja húsin með því að forskala þau og augnstinga eins og við og við höfum þurft að eyða stórum fjárhæðum í að laga aftur.“ Við fáum okkur aftur kaffi í bollana og Rakel fer að segja mér fiá endurgerð og uppbyggingu Frúarhússins svokallaða í Stykkishólmi. Það fallega hús var byggt 1870 og hefúr verið endurgert af mikilli vandvirkni. Við ferðumst saman aftur í tímann og fólk sem lifði og dó í Stykkishólmi og átti líf og hamingju innan veggja hússins flögrar í kringum okkur án þess að við sjáum það. Þannig er sagan. Hún lifir í minningum og alúð fólks að mestu leyti en að hluta til í varðveislu hluta sem tilheyra fomum tíma. Rakel segist hafa verið hætt að gera upp gömul hús en svo kom að því að hún gerði Stykkishólmsbæ tilboð um að kaupa Frúarhúsið, láta gera það upp og þá myndi bærinn kaupa húsið aftur á kostnaðarverði. Þetta varð að veruleika, bærinn nýtti samt ekki kaupréttinn, og í dag er Frúarhúsið eitt þeirra sem gera Stykkishólm að Rómaborg Snæfellsness og vekja gleði og aðdáun í hjörtum allra sem sjá. K9 Styrking krónunnar er útflutningsgreinunum mjög etjið ekki síst sjávarútveginum. En það talar enginn um það heldur bara um auknar álögur á greinina. 16 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.