Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 19
sjálfstætt rit, meðal annars í hátíðarútgáfu frá 1974, og þá blasir þessi
þrískipting betur við. Og þegar að er gáð þá fylgir þríbyggingin
nákvæmlega sömu línum og þrír affnarkaðir partar Njálu.
Það sem meira er, sé efni hvers hluta í Njálu endursagt, raunar
niður í ýmis smáatriði, þá gildir sú endursögn einnig fyrir samsvarandi
hluta íslendingasögu Stuilu. í fáum orðum mætti endursegja fyrsta
hluta beggja bóka einhvemveginn á þennan hátt: eftir að greint hefur
verið írá sögusviði og helstu persónum fer sagan að hverfast um
einn karlmann sem ber af öðrum fyrir fiiðleik og líkamlegt atgervi.
Eftir sigursæla fór til útlanda snýr hann heim til Islands og verður
bæði dáður og öfundaður. En umræddur maður gerir sig sekan
um ofdirfsku og ofdramb, á eftimiinnilegan hátt fylgir hann ekki
ráðleggingum eldri og vitrari manna, hann kemur sér upp of mörgum
og of öflugum andstæðingum sem á endanum taka höndum saman og
ráðast gegn honum og fella.
Svona, og raunar í miklu meiri smátriðum, mætti segja sögumar
um Gunnar á Hlíðarenda í fyrsta hluta Njálu, og Sturlu Sighvatsson í
fyrsta hluta íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar.
Annar hluti beggja bóka hverfast um að fjandmannaher ræðst á
íslenskt stórbýli. Það er varist af hörku úr dyrum og gættum uns
árásarmenn eiga aðeins tvo kosti, að hverfa frá eða leggja eld að
húsunum. Það er gert, „og tóku nú öll húsin að loga,“ segir nokkum-
veginn í báðum bókum. í báðum bókum er ætlun árásarmanna að
fella fjóra nafngreinda menn, þijá bræður og einn til. í báðum sögum
sleppur einn hinna fjögurra lifandi úr eldhafinu.
Þriðji hluti beggja bóka segir svo frá hefnd þess sem slapp úr
eldinum, hvemig brennumenn em hundeltir, og á báðum stöðum em
átta þeirra felldir í fyrri hefhdarleiðangri, en fimm í hinum seirrni.
Hér hefirr aðeins verið stiklað á því stærsta sem telja má upp af
hliðstæðum þessara tveggja íslensku höfuðrita frá miðöldum; Njálu og
íslendingasögu. Eiginlega má segja að þetta sé eins og með númemðu
myndimar sem margir þekkja úr bamæsku; maður átti að fylla með
tilteknum lit í reitina eftir því hvaða tölustaf þeir vom merktir með
- munurinn á íslendingasögu og Njálu væri þá sá að reitimir em
fylltir með ólíkum litum. Og í raunirmi er engin sennileg skýring á
samsvörun þessara tveggja bóka önnur að um sama höfund hljóti að
vera að ræða. Tilgátur um textatengslin sem ganga út frá að höfundur
annarar bókarinnar hafi verið undh svo miklum áhrifum ffá hinni
ganga eiginlega ekki upp - á þessum tíma var ekki um bókaútgáfu að
ræða, verkin em skrifuð á svipuðum tíma, og það hafa til að mynda
engin íslendingasöguhandrit varðveist frá þrettándu öld. Líklega hefur
handrit Sturlu ekki yfirgefið ritstofu hans fyrr en eftir að hann var allur.
Og trúlega er Njálssaga einhverskonar útlegging á þeim dramatísku
atburðum sem Sturla Þórðarson upplifði um sína daga.
Það er að sama skapi mjög auðvelt að færa fyrir því sannfærandi
rök að Sturla hafi einnig samið Eyrbyggju og sömuleiðis Fóstbræðra-
sögu, þótt það verði ekki gert hér. Enda óþarft: við höfum þegar séð
hversu mikilvægir þessir tveir náffændur em fyrir helstu snilldarverk
íslenskra gullaldarbókmennta - án þeirra væri þetta saga um litla
lúsiðna þjóð sem skrifaði ffóðlegar og skrýtnar bækur á óvenjulegum
tímum. ra
VÍSBENDING I 19