Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Side 14

Vísbending - 20.12.2016, Side 14
Veiðigjöldin þungur baggi „Veiðigjöldin eru þungur baggi á sjávarútveginum. í morgun var evran á 120 krónur en fyrst eftir hrun var hún á sennilega 190 krónur þegar hún stóð hæst. Þetta ástand er að verða mjög alvarlegt." -Nú hefur þú sennilega kynnst rekstri sjávarútvegsfyrirtækja á þeim tíma sem gengið var fellt með handafli af stjómvöldum til þess að styðja útflutninginn, sérstaklega útgerð og fiskvinnslu. Hvor tíminn er betri? „Það var skelfdegur tími og alls ekki góður fyrir þjóðarbúið. En það er dapurlegt að hlusta á það hvemig fólk er búið að sannfæra sjálft sig um að til sjávarútvegsins sé alltaf hægt að sækja fé. Þetta em ekki einhveijir sem ekki ættu að vita betur heldur fara þar fremstir háskólaborgarar sem hafa haft hvað mest upp úr því að sjávarútvegurinn hefur gengið vel og hér hefur verið byggt upp sterkt og öflugt háskólanám. Þetta er fólkið sem gengur hvað harðast fram í áróðri gegn sjávarútvegnum." -Þú nefndir að veiðigjöldin væm þungur baggi á sjávarútveginum og enginn vafi er á að greinin er sennilega umdeildari en hún hefur áður verið. Hvemig getum við náð sátt í samfélaginu um framlag sjávarútvegsins til sameiginlegra sjóða? „Sjávarútvegurinn á að greiða skatta og gjöld á sömu forsendum og aðrar atvinnugreinar. I dag ber hann þunga aukaskatta í formi veiðigjalda sem með réttu ættu að hverfa og greinin að sitja við sama borð og aðrir. Ég efast um að aðrar greinar séu eins kostnaðarsamar og sjávar- útvegurinn. Ef einhvers staðar er til aukapeningur þá er listinn yfir það sem þarf að ffamkvæma og kaupa langur.“ -Þú þekkir rekstur sjávarútvegsfyrirtækja fyrir og eftir kvótakerfi. Erum við betur sett eftir að kvótakerfið var sett á? „Okkur tókst að minnsta kosti að stöðva ofVeiði með setningu kvótakerfisins og það eitt og sér réttlætir innleiðingu þess. Ég ætla ekki að halda því ffam að kvótakerfið sé hafið yfir gagnrýni og margt sem hefur verið ákveðið heflir ekki reynst hafa þau áhrif sem ætlað var. En það er auðvelt að vera vitur eftir á og eflaust hefúr mönnum gengið gott eitt til.“ Hefur enga trú á uppboðsleiðinni -Meðan við erum að tala saman hér í Fossvoginum þá em menn einhvers staðar á fundi að reyna að mynda ríkisstjóm. Þeir gætu verið að tala um að setja eitthvað af kvótanum á uppboð til þess að auka tekjur ríkissjóðs. Hvað viltu segja um þau áform? „Þetta er eitthvað sem menn kasta ffam og virðast ekkert vita hvað þetta gæti haft í för með sér. Að minnsta kosti hef ég ekki séð neina útreikninga á afleiðingunum. Vissulega em sjávarútvegsfyrirtæki misjaffdega stödd. Fyrirtæki með fjölbreyttan rekstur em ágætlega stödd og það er himinn og haf milli þeirra og lítilla fýrirtækja úti á landi. Það hefur margt verið reynt til þess að koma á sáttum um sjávarútveginn hvort sem það heitir krókaleyfi, fymmgarleiðir, byggðakvóti eða eitthvað annað en ekkert af þessu hefúr dugað og ég hef ekki neina trú á að uppboðsleiðin hafi þau áhrif heldur. Ég á erfitt með að skilja hvers vegna fólk sem ég hef talið ágætlega vel gefið lætur ffá sér fara annað eins og þetta. Uppboðsleiðin myndi leiða til þess að hinir stóm yrðu stærri og ef menn vilja halda landinu áffam í byggð þá ættu þeir íhuga þær alvarlegu afleiðingar sem uppboð á kvótanum hefði í för með sér fyrir landsbyggðina." Ekkert Evrópusamband -Annar málaflokkur sem áreiðanlega er ræddur við fundarborðið í stjómarmyndunarviðræðum em Evrópumál. Hvert eigum við að stefna í þeim efhum? „Sjávarútvegurinn hefúr verið andvígur inngöngu í Evrópu- sambandið og ég er líka á móti því ef það er spumingin. Við myndum tapa yfirráðum yfir auðlindum okkar og ekki stjóma umgengni um miðin eins og við gerum í dag.“ -Nú segja sumir að sjávarútvegurinn njóti þegar kostanna af Evrópusamstarfi með því t.d. að gera upp í evrum og sitji þannig ekki við sama borð og alþýða manna. „Við gerum upp í íslenskum krónum og ég skil ekki ávinninginn af því að gera upp í evmm nema ef fyrirtækin em í flóknu alþjóðlegu umhverfi. Reksturinn er annað hvort í jafnvægi eða ekki og bókhaldið verður að stemma í hvaða mynt sem gert er upp. Menn apa þetta hver eftir öðrum en ég hef aldrei skilið ávinninginn.“ Atvinnugrein milli tannanna á fólki -Eigum við þá að halda óbreyttu ástandi í sjávarútveginum eða viltu benda á einhveija sáttaleið? „Það er ekki uppörvandi að starfa í atvinnugrein sem ár eftir ár er milli tannanna á fólki. Að liggja stöðugt undir ásökunum um að það sé verið að hafa af stórum hluta þjóðarinnar eitthvað sem er eign hennar. Þetta er ekki skemmtilegt og þetta var ekki svona áður en kvótakerfið var sett á. Þá vom allir glaðir þegar skipin komu að landi, með fúllfermi, og vel gekk svo menn gátu borgað laun, fengið laun og borgað skatta og skyldur. Ég hef upplifað tíma í sjávarútvegi þegar þurfti að snapa saman pening til þess að geta borgað út laun og grafa enn dýpra eftir sköttunum. Þetta hefúr ekki alltaf verið dans á rósum þótt nú séu þokkalega góðir tímar. Ég hef áhyggjur af umræðunni um greinina og viðhorfi fólks og ég hef áhyggjur af styrkingu krónunnar. En ég vil samt ekki að ríkisvaldið felli gengið. Ein ástæðan fyrir því ámæli sem sjávarútvegurinn liggur undir er áreiðanlega fféttir af því þegar kvótaeigendur hafa selt fyrirtæki sín, farið brott af staðnum og flutt fjármagnið í aðra starfsemi. Þetta er ekki ólöglegt athæfi og í samræmi við þær reglur sem atvinnugreinin starfar eftir en þetta hefúr orðið til þess að kalla ffam harða gagnrýni. Okkur sem aldrei hefúr dottið í hug að selja kvótann eða gera neitt þessu líkt finnst ansi hart að sitja undir því illa umtali sem athæfi þessara manna hefúr kallað ffamsegir Rakel og kveður fast að. Lœrði stjórnun í skátunum -Á okkar tímum er ofl talað um rekstur fyrirtækja sem sérstaka vísindagrein sem þarfnist einstæðra hæfileika. Menn sækja dýra skóla og stunda látlausa endurmenntun en Rakel naut aldrei sérstakrar skólagöngu á þessu sviði. Hvar lærðir þú að reka fyrirtæki? ,3g lærði að stjóma fólki í skátunum og hef litlu bætt við það. Ég fór ung að vinna og lærði það sem ég kann í rekstri af manninum mínum, fólki sem ég hef unnið með, endurskoðandanum mínum og fleirum. Þetta fólk kenndi mér að gera hlutina rétt en margt í þessum efhum er „common sense“ eins og sagt er. Það má vel kalla mína stjómunarstefhu „common sense“ en það verður að temja sér reglusemi, góða dómgreind og hafa röð og reglu á hlutunum og vaka yfir rekstrinum. Excel er ágætt en það er vel hægt að gera mistök í því. Ég ætla ekki að segja að þetta sé eins og reka meðalstórt heimili en að mörgu leyti gilda sömu lögmál í þessu eins og góðum heimilisrekstri. Ég ætla ekki að gera lítið úr góðri menntun en reynslan er ekki síður góður skóli.“ 14 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.