Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 13

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 13
Ég vil að allir njóti eigin verðleika og konur og karlar takist saman á við sem flesta hluti. Það kaupir silunginn í 25-30 kílómetra radíus, slátrar og heitreykir og svo er afurðunum ekið á markað í Evrópu. Helstu kaupendumir eru í Þýskalandi. Þessi tvö dönsku fyrirtæki voru svo sameinuð og hefur rekstur þeirra gengið alveg piýðilega og veltan mun meiri en hjá íslenska móðurfyrirtækinu. Með í kaupunum fylgdi verksmiðja eða verksmiðjuhúsnæði sem hætt var að nota og í þetta húsnæði var flutt kavíarverksmiðja sem Sigurður Ágústsson ehf. hafði rekið í Stykkishólmi í allmörg ár. Framkvæmdastjórinn heitir Esben Andersen og var áður starfs- maður Maran Seafood í Hirtshals og má segja að hann hafi fylgt með í kaupunum þegar Sigurður Ágústsson eignaðist það. Esben fylgdi fyrirtækinu í gegnum ferlið þegar verið var að byggja upp fyrirtækin í Danmörku og er framkvæmdastjóri í náinni samviimu með Sigurði Ágústssyni jr. Rakel tekur við Eflir fráfall Ágústs árið 1993 tók Rakel við stjóm fyrirtækis fjöl- skyldunnar og hefur vakað yfir því síðan. Rakel hefur stýrt þessu gamalgróna fjölskyldufyrirtæki gegnum miklar breytingar og má segja að hún hafi marga fjöruna sopið á þeim vettvangi. Hún hefur alltaf vakið athygli fýrir stefnufestu, íhaldssemi og ráðdeild i rekstrinum. Fyrir utan að stjóma hefur hún tekið virkan þátt í starfi ýmissa samtaka sem tengjast sjávarútveginum og má segja að hún hafi látið að sér kveða á félagslegum vettvangi innan greinarinnar. Á fyrsta áratug 21. aldarinnar fóm mörg útgerðarfyrirtæki með himinskautum í ýmsum útrásarævintýrum og hlutafjárútboðum en hinir varkám Hólmarar létu sér fátt um finnast og héldu áfram að gera það sem þeir vom vanir að gera. Árin eftir hrun þau bestu fyrir sjávarútveginn -En hvað með bankahrunið? Hvemig kom það við þetta gamalgróna fj ölskyldufyrirtæki? „Bankahrunið kom illa við okkur öll. Við megum þó þakka fýrir að við erum enn ein með eigirarhaldið á fyrirtækinu en það vom allir þolendur í hruninu. -Kom hrunið þér jafn mikið á óvart og öðrum? „Algerlega. Ég var í útlöndum og horfði bara á Geir Haarde segja: Guð blessi ísland og vissi jafhmikið og hver annar um það sem var að gerast. Ég átti ágætar vinkonur í bankageiranum og ég held að þetta hafi komið flatt upp á alla og það vildi enginn trúa þessu.“ -Er það sanngjamt mat að árin eftir hrun vegna falls krónunnar hafi verið sjávarútveginum sérlega góð og jafnvel þau bestu ffá upphafi? „Það er ekki fjarri lagi. Það hefur gengið alveg ágætlega í nokkur ár en nú er ástandið að breytast mjög hratt til hins verra. Styrking krónunnar er útflutningsgreinunum mjög erfið ekki síst sjávarútveginum. En það talar enginn um það heldur bara um auknar álögur á greinina. Það vom fengnir spekúlantar á sínum tírna til þess að reikna út hveijar álögumar ættu að vera á sjávarútveginn og þeir reiknuðu út hvað greinin þyldi. En það talar enginn um að veiðigjöldin ættu að lækka nú þegar staðan er að versna.“ VÍSBENDING I 13

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.