Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 8

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 8
im. Mynd úr Buchenwald 16. apríl 1945. Wiesel er 7.frá vinstri í 2. í nœstneðsta kojuröð. Nei, þeir höfðu ekki hugmynd um það. „Sjáið þið ekki reykháfana? Og logana? Það er ykkar endastöð.“ Nokkrir ungir menn ætluðu að ráðast á verðina. Sumir höfðu enn hnífa á sér. Þeir voni margir sterkir og sögðust ekki ætla að láta fara svona með sig. En þeir eldri sögðu þeim að láta ekki svona. „Við eigum enn von ...“, sögðu þeir. Elía gleymdi aldrei þessari nótt. Hann gleymdi aldrei reyknum. Gleymdi aldrei andlitrmum á litlu bömunum sem breyttust í ösku og reyk undir þöglum himninum. Gleymdi aldrei þögninni sem eyddi lífslönguninni. Gleymdi aldrei þessu andartaki sem myrti sálina og guð og vonina að eilífii. Aldrei. „Manstu eftir frú Scháchter í lestinni?" spurði pabbi hans. Þetta var sífellt verra. Elía breyttist úr Elía í A-77Í3. Eftír það var hann ekki lengur maður heldur númer. Baráttan var að halda sér á lífi. Halda pabbanum á lífi. Þeir vom nógu hraustir til þess að fá að vinna. Það var hægt að nýta vinnuafl. A-77 f 3 var starfskraftur meðan hann hélt heilsu og orku. Hann kláraði fyrsta matarskammtinn á augabragði og var enn svangur. Pabbinn gaf honum sinn skammt. Gull í tönnum gat keypt smávægileg þægindi, en A-7713 missti sitt bótalaust. Það lá þannig á tannlækninum þá. Elía var hýddur þegar hann kom að varðstjóranum með stúlku úr nágrenninu. Tuttugu og fimm svipuhögg fyrir að vera á röngum stað á röngum tíma. Nokkrir vom hengdir að öllum ásjáandi. Allir tóku örlögum sínum með stóískri ró. Sumir hurfu bara. Þeir sem stóðust ekki læknisskoðun vom aldrei aftur skoðaðir. Hurfu bara í reyk og liðu upp til skýja daginn eftir. A-7713 slapp í gegnum skoðun. En um áramót fékk hann ígerð í fótinn. Rússamir færðust nær og nær og loks var ákveðið að flytja allan hópinn. Elía og pabbi hans gátu sloppið í öngþveitinu sem myndaðist í flutningunum. Þeir hefðu getað falið sig og orðið eftir. En þeir ákváðu að fara með. Þeim fannst líklegast að allt yrði sprengt í loft upp áður en Rússamir kæmu. Og fóm með. Löngu seinna frétti Elía að Rússamir komu daginn eftir og björguðu þeim sem vom eftir. En þeir feðgar áttu langa og illa göngu fyrir höndum. Það var veturinn 1945. Stríðið var að styttast í annan endann, en enginn vissi af því. Enginn velti fýrir sér austuríska liðþjálfanum sem gaf skipanir úr byrginu í Berlín. Menn vildu bara komast áfram. Skref fýrir skref. Dag og nótt í kulda og bleytu. Frosti og snjó. Elía var með alvarlega sýkingu í fætinum og gat varla gengið. En hann átti ekkert val. „Ekki sofna, karlinn minn“, sagði pabbi hans. „Það er hættulegt að sofna núna.“ Þeir sem sofnuðu á víðavangi vöknuðu sjaldnast aftur. Sumir vöknuðu ekki heldur þó að þeir væm komnir í skjól. Eina nóttina vom fjölmargir nær dauða en lífi. Allir skynjuðu dauðann. Þá rauf fiðluleikur kyrrðina. Julíek, ungur strákur hafði ákveðið að nota síðustu kraftana til þess að spila fýrir hópinn. Dánarstundin varð bærilegri. Á endanum komust þeir sem luku göngunni miklu til Buchenwald. Reyndar fengu þeir far með lest síðasta spölmn. Hundrað gyðingar fóm inn í lestina. Tólf komust á lífi á leiðarenda. Þeirra á meðal vom Elía og pabbi hans. Kraftamir vom litlir fýrir og nokkrum dögum seinna gat faðir hans ekki meira. Hann hafði nýtt síðustu kraftana til þess að koma syni sínum á lífi á endastöð. Það var engin lyf að fá. Engan mat. Hann dó 28. janúar 1945. Enginn fór með bæn. Elía grét ekki einu sinni. Hann skammaðist sín fýrirþað, en innst inni hugsaði hann: „Loksins frjáls.“ Hvemig gat hann hugsað svona ljótt? í striði er líflöngunin ofar öllu. En hún fjaraði smám saman út. Hann dreymdi sjaldnast, en ef hann dreymdi þá var það um súpu. Loksins slapp hann út í apríl. Enginn hugsaði um hefnd - eða fjölskylduna. Bara mat. Bandamenn komu, en Elía fékk einhvers konar eitrun og lá á spítala í tvær vikur. Þegar hann komst loks á fætur náði hann að staulast á fætur og leit í spegil. í fýrsta sinn síðan í maí 1944. „Eg sá lík sem virti mig fýrir sér. Aldrei mun ég gleyma hvemig augun í því störðu á mig úr speglmum.“ Þeir sem skipulögðu helförina voru ekki ómenntaðir villimenn. Þeir vom Þjóðverjar, af einni mestu menningarþjóð heims. Hatrið og heilaþvotturinn breyttu venjulegu fólki í dýr. Aðstæður geta breytt hópum, jafnvel heilum þjóðum. Það verða ekki allir vondir, en mesta hættan er þegar góða fólkið lætur illskuna óátalda. Þögn og samþykki em þægileg viðbrögð. Það er vesen að bregðast við heimsku og illsku. Súmdum verður það hættulegt. Enn í dag fmnast menn sem segja: „Ef Hitler hefði hrokkið upp af árið 1938 væri hans minnst sem þjóðhe1ju.“ Það versta er að líklega hafa þeir rétt fýrir sér. Q 8 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.