Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 32

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 32
Oddi á Rangárvöllum. Ljósmynd: Samuel Öm Erlingsson. biskup í Skálholti og þeir höfðu þannig skákað Haukdælum. Hins vegar lá leiðin niður þegar kom fram á þrettándu öld. Sæmundur sonur Jóns (d 1222) tók við Odda reyndist mikill effirbátur föður síns. Hann reyndi að fá Langalíf dóttur Haralds jarls Maddaðarsonar í Orkneyjum fyrir konu en það gekk ekki eftir. Haukdælir áttu eftir rísa aftur upp með Gissuri Þorvaldssyni er átti eftir að reynast Oddveijum ofjarl. Arið f273 lét Gissur drepa síðasta ættarhöfðingja þeirra Oddaveija, Andrés Sæmundsson og er ættin þá þrotin að völdum. Þrátt fyrir daður sitt við erlenda kongunga og erlenda siðu studdu Oddaveijar þjóðveldið - eða kannski öllu heldur goðaveldið - með ráðum og dáð og voru með þeim síðustu til þess að sveija Noregskonungi hollustu. Við heimkomu Sæmundar hófst hin islenska gullöld eða sú undarsamlega sameining klassískra mennta og norrænnar menningar sem átti sér stað hérlendis á tólftu og þrettándu öld hérlendis. Hvað varðar fhimleika og þýðingu fyrir heimsbyggðina risu bókmenntir landsmanna hæst á þessum tveimur síðustu öldum þj óðveldisins. í stað þess að kirkja og klassískar menntir eyddu hinum gamla germanska og heiðna menningararfi eins og gerðist í öðmm norðlægum löndum sem snemst til kristni þá má segja að norrænar menntir hafi haldið áfram að þroskast undir handarjaðri kirkjunnar og komust í blað sem bókmenntaverk og/eða heimildarrit. Vitað er að Sæmundur ritaði fyrstu íslensku bókina. Hún var artnað hvort konungasaga eða Veraldarsaga þar sem norræn saga var tímasett miðað við Kristsburð og Evrópska stórviðburði. Ritið var annað hvort á latínu eða íslensku. Það er nú glatað en var velþekkt meðal samtíðarmanna. Víða er vitnað til hans í hinum elstu íslensku sagnfræðiritum og annálum og þá yfirleitt þegar farið er með tölur, stærðir og tímatal. Rit Sæmundar virðist hafa verið sá steinn sem Ari hinn fróði og íslensk sagnaritun áttu eftir að byggja hús sitt á. Það er heldur engin tilviljun að mesti rithöfúndur þjóðarinnar, Snorri Sturluson, var alinn upp frá þriggja ára aldri í Odda, á höfúðbóli Sæmundar og í fóstri hjá bamabami hans. í Odda drakk Snorri í sig þennan sérkennilega blending af latneskum og norrænum menntum er var aðalsmerki íslensku gullaldarinnar. Einhver myndi telja að þetta væri ansi langur listi af afrekum eins manns. En að mati þess sem hér skrifar vantar ennþá stærsta liðinn á ferilskránna en það er setning tíundarlaganna árið 1096 sem skapaði fjárhagslegan gmndvöll fyrir sagnaritun. Sú venja að greiða tíund, eða 10% af tekjum, til kirkjunnar var vitaskuld velþekkt í hinum grónari löndum kristninnar í Evrópu. Hin íslensku tíundarlög vom aftur á móti einstök þar sem þau vom eignarskattur sem var sniðinn að þjóðfélagi án konungs og ríkisvalds. Strangt til tekið var það á móti reglum kirkjunnar að taka gjald af dauðu fé og síðar þurftu Islendingar fá sérstaka undanþágu eða Páfabréf fyrir lögmæti sinnar tíundar. En röksemdarfærsla tíundarlaganna var einföld; Tíundin var 10% fjármagnstekjuskattur. Reiknað var með því að fjármunir gæfú afsér f0%vexti árlegaog 10% fjármagnstekjuskatturjafngiltiþví f% eignaskatti. Sem skattalöggjöf var tíundin hreint meistarastykki er var í gildi hérlendis í rúm 800 ár eða til ársins 1914. Það er ekki ofmælt að á þessum 800 árum hafi ísland verið með skilvirkasta og líklega sanngjamasta skattakerfið í Evrópu þar sem skattbyrðin fór eftir efnahag manna. Þjóðveldið var 166 ára þegar tíundin var samþykkt og í fyrsta skipti skapaðist svigrúm fyrir skrifandi hendur er lifðu á skatttekjum. En tíundin skiptist í ijóra staði; til biskups, presta, kirkna og fátæklinga. En þar sem höfðingjar landsins áttu kirkjumar og réðu presta sem hverja aðra launamenn til þess að messa var svo í reynd að höfðingjamir tóku helming af tekjunum, biskupinn fjórðung og fátæklingar annan fjórðung. Tíundin kom því bæði fótum undir kirkju og höfðingjaveldi hérlendis. Og nú skapaðist efnalegt svigrúm fyrir ffæðiiðkun og ritun bókmennta á klaustrum jafnt sem höfúðbólum höfðingja. Tíund og skinnbækur rötuðu nær samtímis inn í íslenska sögu. Normanni ó biskupsstóli Á fyrstu árum kristni á íslandi léku ýmsir vindar um ísland. Landið heyrði undir erkibiskupinn á Brimum (Bremen) og það var ekki fyrr en rúmlega hálfri öld eftir kristnitöku eða 1056 sem fyrsti Islendingurinn, Isleifúr Gissurarson, var skipaður biskup og íslensk þjóðkirkja verður formlega til. Landið var þó ekki biskupslaust á þessari rúmu hálfú öld. Þetta er myrkt tímabil sem fátt er vitað um en heimildir sýna að hér vom þýskir, enskir, franskir, írskir og jafnvel grískir biskupar. Engum þessara erlendu biskupa hefúr verið skipað sérstakt rúm í Islandssögunni þrátt fyrir að sumir þeirra hafi dvalist hér um áratuga skeið og vom taldir með betri klerkum kaþólsku kirkjunnar. Það er samt athyglisvert hve engilsaxnesk áhrif hafa samt verið rikjandi þrátt fyrir að landið heyrði undir þýskan erkibiskupinn í Brimum. Það sést meðal annars af því að fjölmörg orð í kirkju - og bókmáli em komin vestur þaðan úr engilsaxnesku í íslensku, s.s. klerkur, messa, bók, stafúr, letur og svo framvegis. Islendingar tóku einnig upp engilsaxneskt staffóf og þar með stafma þ og ð svo dæmi sé tekið. Upphaf íslenskrar kirkju má eiginlega rita sem sögu tveggja ætta, Haukdæla í Amesþingi og Oddaveija í Rangárþingi. Eins og kunnugt er var Gissur hvíti Teitsson einn forvígismönnum kristnitökunnar hérlendis. Hann var af ætt Haukdæla og sat í Skálholti. Haukdælir röktu ættir sínar til Noregskonunga og náðu að komast í ffemstu röð höfðingja hérlendis með stuðningi við kirkjuna og með því að gera ættaróðalið í miðju héraðsríkinu að biskupstól. ísland komst undir erkibiskupsstólinn á Brimum (Bremen) sem stendur við mynni árinnar Weser í Saxlandi árið 1020. Strax í kjölfarið ákvað Gissur hvíti að senda Isleif son sinn til mennta í nunnuklaustri aðeins ofar í ánni Weser, til Herfúrðu í Saxlandi (Hervorden in Westphalen) í umsjá abbadísar einnar. ísleifúr var fæddur 1006 og er því fyrsti íslendingurinn sem fer utan í formlegt skólanám. Líklega hefúr ætlun Haukdæla verið sú að ísleifúr yrði brátt biskup í nýju íslensku biskupsdæmi en hins vegar varð nokkur bið á þeim. Því næstu áratugi varþaðnorsk stjómmálaalda sem réði biskupum á íslandi. Svo vildi til að árið 1015 sneri Ólafúr hinn digri Haraldsson Noregskonungur aftur til Noregs eftir að hafa dvalist um árabil við ýmis vígaferli í Englandi. Hann hafði árið áður haft vetursetu í Rúðuborg (Reuen) í Nonnandy í góðu yfirlæti með Rúðujörlum. Nonnandy (Norðmandí samkvæmt íslenskum fomsögum) var í þann tíma norrænt/ffanskt hertogadæmi sem varð til um 911 þegar norðmaðurinn (daninn?) Göngu-Hrólfúr fékk land og jarlstign við 32 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.