Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 33

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 33
mynni Signu í skiptum fyrir halda uppi landvöm gegn víkingum. Norrænir menn mynduðu upphaflega yfirstétt í héraðinu - Normanna - en runnu brátt saman við innfædda og tóku upp íranska mállýsku héraðsins. En þó þeir Rúðujarlar gættu þess að víkingar heijuðu ekki á Frakkland höfðu þeir fátt á móti því að veita þessum sömu víkingum friðland til þess að heqa á önnur lönd, s.s. á England hinum megin við Ermasundið. Það var þennan vetur sem Ólafur tók kristni og var skírður af erkibiskupnum sjálfum í dómkirkjunni í Rúðuborg. Ólafur hinn digri sneri því aftur til Noregs með 4 biskupa sem áttu koma skikk á kristnina í Noregi sem enn var hálfheiðið land. Tveir þeirra áttu eftir að dvelja á Islandi. Sá fyrri, Bjamharður (Bemard) Vilráðsson hinn bókvísi var sendur til íslands árið 1018. Hann var engilsaxi og virðist hafa dvalist hér í fmim ár. Sá seinni, Rúðólfur (Rudolph), kom hingað 1030 og dvaldist í 19 ár eða til 1049. Rúðólfur var normanni frá Rúðuborg og frændi þeirra Rúðujarla. Hann var líklega prestur við téða dómkirkju þar í borg. I kjölfarið á skím Ólafs var hann vígður sem biskup og sendur með til Noregs - væntanlega til þess að vera höfuð norskrar kirkju. Rúðólfur tók síðan við Maríukirkju þeirri er Ólafúr lét reisa í Sarpsborg í Noregi. Rúðólfúr fékk þó skamman starfsfrið í Noregi þar sem Ólafúr hraktist frá völdum árið 1028. í kjölfarið leitaði Rúðólfúr ásjár hjá Brimabiskupi er sendi hann rakleitt til íslands. Þannig endaði hinn tigni normanni á Bæ í Borgarfrrði sem biskup íslendinga um það leyti sem ísleifúr Gissurarson var 22 ára gamall. Skipan Rúðólfs hefúr líklega lokað leiðinni fyrir Haukdæli að stofna sérstakt íslenskt biskupsdæmi um tveggja áratuga skeið. Rúðólfúr var hinn merkasti maður þó næsta fátt sé vitað um 19 ára vem hans hérlendis. Rúðólfúr virðist hafa haldið skóla á Bæ í Borgarfirði og menntað þar fyrstu kynslóð íslenskra kennimanna og þar með talinn Sigfus Loðmundarson frá Odda á Rangárvöllum, foður Sæmundar ffóða. Svo virðist sem kynnin við Rúðólf hafi opnað leið vestur um haf til fremdar og lærdóms, því allir helstu kirkjumenn af fjölskyldu eða fóstri Oddaveija áttu síðar eftir að mennta sig i Englandi og Frakklandi. Hægt er að líta á það sem svar Oddaverja við upphefð Haukdæla í Saxlandi. Rúðólfúr sjálfúr fékk þó uppreisn æm eftir 19 ár á íslandi þegar frændi hans, Játvarður hinn góði varð Englandskonungur (móðir Játvarðs Emma var af ætt Rúðujarla). Rúðólfur fór til Englands árið 1049 og var skipaður ábóti í klaustrinu í Abingdon ári síðar sem var mikil virðingarstaða. Hann hefur þá verið hniginn að aldri og lést 1052. Kristnisaga segir að Rúðólfúr hafi skilið eftir þrjá munka í Borgarfirði er hann hélt af landi brott. Við brotthvarf Rúðólfs opnaðist loks leiðin fyrir ísleif að stofna biskupsdæmi hérlendis. Að vísu kom smá babb í bátinn við valdatöku Haralds harðráða í Noregi 1047 er sendi nýj an flóttabiskup til landsins. En Bjamharður hinn saxneski Noregsbiskup sem sá sér þann kost vænstan að forða sér undan Haraldi til íslands árið 1048. Hann sat í Vatnsdal á Norðurlandi í ein nítján ár eða þar til þess að Haraldur konungur féll og konungaskipti urðu aftur í Noregi. En vígslubarátta Haukdæla komst samt vel á skrið. Árið 1055 fékk ísleifiir sig kjörinn biskup á Alþingi og fór síðan utan til Þýskalandskeisara með hvítabjöm að gjöf. Keisarinn tók honum vel og sendi hann áfram til Páfagarðs með vemdarbréf. Þar syðra fékk ísleifur veitingu sem biskup og var síðan vígður á Brimum 1056. ísleifúr sat sem biskup á eignarjörð sinni i Skálholti. Fyrstu tíu árin af biskupstíð hans sat Bjamharður einnig fyrir norðan og því vom tveir biskupar í landinu. (Líklega hafa Norðlendingar vísað til þess síðar þegar fóm fram á að fá sinn eigin biskupstól settan i Skagafirði.) Eftir ísleif var Gissur sonur hans biskup og í framhaldi var biskupstólinn settur niður í Skálholti í umsjá Haukdæla langt fram eftir tólftu öld. Sæmundur hinn fróði fæddist sama ár og ísleifúr var vígður biskup eða 1056 (1054 samkvæmt sumum heimildum). Svo virðist sem svar Oddaveija og Rangæinga hafi falist í því að senda Sæmund út og reyna að slá nágrönnum sínum í Ámesþingi við í bókviti og kennimennsku. Síðar áttu Oddaverjar einnig eftir að ná þeim einstæða árangri að kvænast inn í norsku konungsfjölskylduna og sóknin í upphefð að utan átti einnig eftir að sýna sig í þeirri nýlundu að skýra böm sín eftir erlendum konungum líkt og Filippus, Kristófer, Karlamagnús og svo framvegis. Magnús Agnarr Andrésson af ætt Oddaveija er einnig fyrsti maðurinn hérlendis er var skírður tveimur nöfnum að erlendum sið. Allt ber þetta að sama bmnni - hér vom Oddaveijar að reyna að skáka hinum konungbomu og kristhollu Haukdælum. Meistarastykki Sœmundar Islandssagan greinn- frá nokkrum ffægum ræðum á Alþingi sem vom fluttar við tímamótaákvarðanir þjóðveldisins. Þekktasta þingræðan er líklega sú sem flutt var af Þorgeiri Ljósvetningagoða er hann mælti VÍSBENDING I 33

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.