Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 5

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 5
Jólakort Einu sinni sendu allir vinum sínum jólakort. Algengt var að senda kannski 50 til 100 kort. Fyrirtæki sendu líka góðum viðskiptavinum kveðju og í flestum fyrirtækjum mátti sjá hillur með kortum frá ýmsum vildarvinum. Oftast voru þetta prentuð kort, jafnvel með skannaðri undirskrift forstjóra. Kannski hafa einstaka forstjórar skrifað undir með eigin hendi, en það heföi verið ærinn starfi hjá Landsvirkjun eða Eimskipafélaginu, svo dæmi séu tekin. Sumir skrifa enn Jólakort en það er deyjandi siður. Bráðum fer hann í þjóðháttabækur líkt og sláturgerð eða ffímerkjasöfhun. í raun og veru er það listgrein að skrifa gott jólakort. Umslagið gefur auðvitað forsmekkinn að kortinu sjálfu. Það er greinilegt að fólk leggur mjög mismikla vinnu og hugsun í kortin. Sumir eyða greinilega mestum hluta nóvembermánaðar í að viða að sér efni. Bæði texta og myndum. Þetta er fólk sem veit til hvers jólakort em. Ljósmyndir af bömum em klassískar. Maður horfir á myndimar og hugsar með sér: Hvaða böm em þetta? Svo kíkir maður á kortið og sér að þetta em Súsí, Billi og Jarpur. Svo horfir maður aftur á myndina og hugsar: Hvaða böm em þetta? Þeir sem giftust á árinu senda myndir af sjálfum sér. Yfirleitt er maður alveg klár á þeim. Þeir sem hafa skrifað upp gjafalista þakka manni fyrir brauðristina. Það er hugulsamt, ég man hvort sem er ekkert hvað ég gaf þeim. Mér finnst brauðrist fin gjöf og vænti þess að hjónabandið verði gæfuríkt með fínu ristinni frá okkur Vigdísi. Sumir kaupa bara fjölrituð kort og setja nöfhin sín undir prentaða kveðju. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Pála og Kobbi. Eða stendur Páll og Karen? Breytir engu, ég þekki ekkert fólk sem heitir þessum nöfnum. Það er ekki fyrr en ég finn gleraugun mín að ég átta mig á því hvað fólkið heitir í alvöru og að þetta em okkar bestu vinir. Að minnsta kosti fólk sem heldur að það sé svo náið að það spilli ekki vinskapnum að senda fjölritaða kveðju. Þeir sem em alvöru fagmenn í jólakortaskrifhm senda vísur. Þeir allra bestu setja sér vísu í öll kort. En það er mikil vinna og ekki nema fyrir fagmenn. Vísur sem em hnoð em verri en prentuð jólakort. Til dæmis: Núna nálgast jólin, Nœstum hveifur sólin. Heims um bólin. Hér kemur rímorðabókin á netinu sér vel. Ekki em mörg ár síðan ritstjóri Vísbendingar lét orðið alkóhólunum ríma á móti jólunum. I ár er ekkert jólalag og má þar kenna um önnum ritstjóra við önnur og ómerkari störf. Jólavísbendingin sjálf er sem fyrr jólakort til vildarvina Talnakönnunar og Útgáfhfélagsins Heims. Gleðileg jól! Benedikt Jóhannesson heimur Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimurhf., Borgartúni 23,105 Reykjavík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is Umbrot og hðnnun: Ágústa Ragnarsdóttir, agustaragnarsdottir@gmail.com Prentun: Oddi. Forsíðumynd: Páll Stefánsson. Myndir af höíundum: Páll Kjartansson og Geir Ólafsson. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. VÍSBENDING I 5

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.