Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 22

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 22
í kosningabaráttunni sem í hönd fór var klifað á hrollvekjunni sem vofði yftr. Teygist úr verðstöðvun Stjómarflokkamir töpuðu fýlgi í kosningunum 1971 og stjómin féll. Nýir valdhafar höfðu meiri trú á afskiptum hins opinbera af mörkuðum. Þrátt fyrir fullyrðingar þingmanna úr mörgum flokkum um gagnsleysi verðstöðvunar til langframa dróst hún á langinn í þetta skiptið. Fyrst voru lög um verðstöðvun framlengd í nokkra mánuði, en áður en framlengingin rann út var samþykkt breyting á lögum um verðlagsmál með „bráðabirgðaákvæði“ þar sem allar hækkanir frá verði 1. nóvember 1970 vom bannaðar „nema með samþykki hlutaðeigandi yfrrvalda, og mega þau ekki leyfa neina hækkun á vömverði, nema þau telji hana óhjákvæmilega." Leyfi til slíkrar hækkunar skyldi vera háð samþykki ríkisstjómarinnar.I II III IV „Verðstöðvunin" stóð á annan áratug. Eins og sjá má á myndinni fór því þó fjarri að verðlag héldist stöðugt. Stundum var bmgðist við verðhækkunum með sérstakri „hertri verðstöðvun“. Þegar það bar ekki árangur var reynt að beita fortölum. „Vilji er allt sem þarf‘, sagði Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra í áramótaávarpi 1980. „Það veltur á ykkur öllum, skilningi ykkar á þessum aðgerðum, vilja ykkar til þess að draga úr verðbólgunni, hvort þessi tilraun tekst.“ Ef hægt væri að kveða verðbólgu niður með orðum hefði það sjálfsagt tekist þama. En hvatningin dugði ekki til og verðlag hélt áfram að hækka af miklum krafti. Þegar myndin er skoðuð sést að verðbólga minnkar töluvert fyrst eftir að verðstöðvun hefst. En áhrifm vara ekki lengi. Verðbólga hefur aldrei verið jafhmikil hér á landi og á verðstöðvunarárunum á 8. og 9. áratug 20. aldar. Skaðleg höft Með verðlagshöftum er frjáls verðmyndun tekin úr sambandi. A fijálsum markaði gegnir verð mikilvægu hlutverki. Þegar eftirspum eykst eftir vöm verður hún allajafna dýrari. Verðhækkun er merki um að hagnast megi á að framleiða þessa vöm. Framboð eykst og verðið lækkar aftur. En þegar verðstöðvun er í gildi má ekki hækka verð nema kostnaður hafi aukist. Þá er hætt við að skortur verði á eftirsóttum vörum. Reglur um hámarksálagningu vinna líka tjón, því að þær draga úr ábata kaupmanna af hagstæðum innkaupum. Af þessu sést að ekki er nóg með að verðlagshöft komi ekki að miklu gagni við að hemja verðbólguna, heldur em þau beinlínis skaðleg. Af hverju entust verðlagshöftin svona lengi? Vinstristjómin, sem tók við 1971, var hallari undir opinber afskipti af mörkuðum en Viðreisnarstjómin. En Vinstristjómin féll 1974 og verðlagshömlur vömðu lengi eftir það. Vafalaust hafa ráðamenn úr öllum flokkum trúað því að höftin hefðu áhrif. Á meðan vom litlar líkur á að gripið yrði til raunhæfra aðgerða gegn verðbólgunni. Sársaukafullt getur verið að beijast gegn verðbólgu með öðrum ráðum og eðlilegt að menn haldi í von um að þessi „þægilega leið“ virki. Önnur skýring á langlífi haftanna kann að liggja í því að verðhækkunarþörf hleðst upp í nokkum tíma eftir að verðstöðvun hefst. Benjamín Eiríksson hagfiæðingur líkti höftum við stíflugarða á floti. Fljótandi stíflugarðar gera ekki mikið gagn til lengdar en gusast getur úr þeim þegar þeir em teknir í burtu. Þama er komin hrollvekjan sem Ólafur Bjömsson talaði um 1971. Jafnvcegi - um sinn Ótti við að verðbólga ryki upp að lokinni verðstöðvun reyndist ástæðulaus. Töluvert dró reyndar úr verðbólgu fljótlega eftir að verðlagshömlum var að mestu aflétt á árunum 1984 og 1985, en það stafaði sennilega einkum af inngripum stjómvalda í kjarasamninga. Áfrarn var mikið um verðhækkanir og allt kerfið var óstöðugt. Verðbólguógnin minnkaði ekki fyrir alvöm fyrr en raunvextir hækkuðu, hægt var á falli krónunnar og þensla minnkaði í hagkerfmu undir lok níunda áratugarins. Það gekk ekki þrautalaust. Gjaldþrotum fjölgaði og um tíma varð atvinnuleysi meira en menn höfðu vanist hér á landi. En sennilega er þetta eina ráðið sem stoðar gegn verðbólgunni. Á árunum upp úr 1990 vom verðhækkanir hér á landi í fyrsta sinn í áratugi svipaðar og í viðskiptalöndum Islendinga. Jafnvægi virtist komið á í íslensku hagkerfi, að minnsta kosti í bili. □ I Greinargerð með frumvarpi til laga um verðgæzlu og samkeppnishömlur, lagt fyrir alþingi 1969. II Gylfí Þ. Gíslason, 1993, Viðreisnarárin. III Frumvarp til laga um verðgæzlu og samkeppnishömlur. IV Frumvarp til laga um breyting á lögum um verðlagsmál, nr. 54 frá 14. júní 1960, eftir 2. umr. í Nd. 17. des. 1971. Valitor óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar ó nýju óri. VRLITOR Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld ó nýju óri. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. & heimur 22 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.