Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 34

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 34
fyrir lögtöku Kristni árið 1000. Hafði þá Þorgeir legið undir feldi í nær einn sólarhring til þess að finna málamiðlun sem tryggði að „ver hofum allir ein lög ok einn sið“, samkvæmt Islendingbók Ara ffóða þar sem úrdráttur úr „tölu“ Þorgeirs er birtur. Einnig væri hægt að minnast ræðu Einars Þveræings á Alþingi árið 1024 sem mælti gegn því að Ólafi Haraldssyni Noregskonungi yrði gefinn Grímsey. Þá ræðu þekkjum við í endursögn Snorra Sturlusonar í Heimskringlu sem hefur mjög haldið nafni Einars Þveræings á lofti síðan. Margt bendir þó til þess að heimild Snorra hafi verið vísa er Einar kastaði fram á Alþingi en var færð inn í Heimskringlu með skáldlegu innsæi og pólitískri skírskotun til ásælni Noregskonungs hérlendis á Sturlungaöld. Hins vegar virðist sem ein áhrifamesta þingræða þjóðveldisins hafi fallið í gleymsku og dá, en það er sú tala sem Sæmundur ffóði Sigfússon flutti er hann mælti fyrir lögtöku tíundar árið 1096 (eða 1097 að sumra áliti). Við viúim ekki efni ræðunnar. Aðeins eftir að Sæmundur lauk henni var gengið til atkvæða og tíundin samþykkt. Ari hinn fróði er stuttorður - eins og ávallt - í Islendingabók sinni og segir að landsmenn hafi samþykkt tíundarlögin af „ástsæld" þeirra við Gissur biskup Isleifsson eftir ræðu (,,tölu“) Sæmundar og með „umráði“ Markúsar lögmanns Skeggjasonar. Markús og Sæmundur virðast því hafa skipt með sér verkum þannig að Sæmundur hefur séð um útskýringu laganna fyrir almenningi en Markús séð um pólitískar þreifmgar meðal goðanna. Líklega hefur ræða Sæmundar verið bæði þurrlegri og tæknilegri en hjá þeim norðlendingum Þorgeiri og Einari og því ekki eins til þess fallin að rita niður á bókfell. Sæmundur var líka að útskýra skattalöggjöf og ef til vill hefur lítið farið fýrir fleygum setningum. Og þó Sæmundur hinn fróði hafi fengið hrós fyrir margt um sína daga var hvergi minnst á málsnilld enda var þetta maðurinn sem nær því týndi niður móðurmáli sínu suður á Frakklandi. Það er eilítið sérstakt að það skyldi vera hið konungslausa ísland sem varð fyrst meðal Norðurlanda að taka upp tíundarskatta. Nokkru fyrr hafði Knútur hinn helgi Sveinsson Danakonungur lagt tíundarlög fyrir sína þegna en við afskaplega slæmar undirtektir. Danir álitu slíka skattheimtu ófrelsi og áþján og tíundin varð síðan til þess að Jótar gerðu uppreisn og drápu Knút konung sinn sléttum 10 árum fyrir þingið 1096. A Islandi var engin konungur eða fastaher til þess knýja landsmenn til þess að greiða skatta, líkt og ytra, þeir urðu að samþykkja nýja skatta sjálfviljugir. Og það gerðu þeir 1096. Tæplega tveimur öldum síðar þegar íslendingar höfðu gengið Noregskonungi á hönd lentu landsmenn í deilu við umboðsmann konungs á Alþingi um skatta, verslun og fleira. í þeirri orðasennu lýsti erindreki Noregskonungs því yfir að tíundarlögin brytu gegn lögum kirkjunnar um okur þar sem íslendingar væru að skattleggja „kvensilfur og beltissylgjur“ en við hörð mótmæli landsmanna. Snilld tíundarlaganna fólst í einfaldleikanum og að skattleggja allar eignir fólks. íslenska þjóðveldið varþjóðfélag án framkvæmdavalds eða ríkisvalds í nútímaskilningi. Mun auðveldara er að meta og virða eignir en tekjur og þannig gerði tíundin ekki kröfu um að sérstök stétt skattheimtumanna eða önnur kostnaðarsöm innheimta yrði að koma til. Menn voru látnir virða eignir sínar frammi fyrir nágrönnum sínum á hreppsþingum og höfðu því aðhald til þess að skýra rétt frá. Lögin vom einnig hagkvæm að því leyti að lágir eignaskattar tmfla gang efnahagslífsins mun minna en aðrir skattar, s.s. eins og tollar eða sala á fríðindum eða sláttur (prentun) peninga, er vom svo algeng tekjulind konunga á fyrri tíð. Loks vom lögin réttlát að því leyti að þegnar landsins vom skattlagðir eftir efnahag - hinir ríku greiddu mest. Jafnvel enn í dag em tíundarlög íslenska þjóðveldisins mun hagkvæmari og réttlátari en skattalöggjöf margra nútímaríkja. Huldumaðurinn ííslenskri sögu Haukdælir höfðu fengið biskupdæmið en með því komu fáir tekjustofnar aðrir en greiðslur fyrir embættisverk. ísleifúr Gunnarsson bjó ætíð við erfiðan fjárhag sem biskup og það blasti við syni hans og eftirmanni að finna tekjustofn fyrir kirkjuna. Það varð aðeins gert í bandalagi við stjómmálastéttina. íslandi var stjómað af goðum - eða goðorðsmönnum - sem hittust á lögþingum og fóm sameiginlega með löggjafar- og dómsvald í þjóðveldinu. Vald þeirra - goðorðið - var uppmnnið í heiðninni þegar goðamir höfðu upprunalega séð um fómir og blótveislur og þegið hoftolla fyrir. Með kristninni höfðu þeir aflagt hofm en byggt Guðshús í staðinn með því loforði að þeir kæmu jafnmörgum til himna og komist gætu fyrir í kirkjunni. Goðavaldið stóð aftur á móti óhaggað í hinum nýju guðshúsum. Sumir goðanna höfðu sjálfir tekið prestvígslu en aðrir einfaldlega réðu presta, líkt og önnur vinnuhjú, til þess að sjá um helgihaldið. Samkvæmt lögunum áttu tekjur af tíundinni að skiptast í fjóra staði. Einn hlutur til kirkjunnar (biskupstíund), annar til presta (prestatíund), þriðji til kirkna (kirkjutíund) og sjá fjórði til fátækra (fátækra tíund). En þar sem goðamir áttu jafhframt kirkjumar og vom með prestana í vinnu, mátti í raun segja að helmingur tíundarinnar rynni í þeirra vasa. Aukinheldur vom kirkjueignir undanþegnar tíundiimi sem fól í sér skattfrelsi fyrir goðana. Þeir stofnuðu jafnframt eignarhaldsfélög í kringum kirkjumar og færðu þangað eignir sínar til þess að þurfa ekki að greiða skatt af þeim. Þó aðeins fjórðungur tíundarinnar rynni til biskups „hefúr eigi annarr slíkur gmndvöllur verið auðræða og hæginda í Skálaholti sem tíundargjaldið“ segir í Hungurvöku. Aðeins 10 árum eftir samþykkt tíundarlaganna árið 1106 var talið svigrúm til þess að stofna annan biskupsstól á Hólum í Hjaltadal með tíundargreiðslum úr Norðlendingafjórðungi. Og Hólabiskup var þrátt fyrir það svo vel haldinn að árið 1112 gat hann séð af tíundargreiðslum á milli Vatnsdalsár og Hrútafjarðarár til þess að stofna klaustur að Þingeyrum. Þannig kom tíundin fótum undir íslenska klerkastétt á fremur skömmum tíma. Kirkjan reyndi vitaskuld að drýgja tekjumar enn ffekar með fijálsum ffamlögum og áheitum á helga menn. Fyrst var notast við helga menn í útlöndum, s.s. eins og Olaf helga (digra) Noregskonung sem hafði þó verið mjög fjarri því að hegða sér sem helgur maður í lifanda lifi. Brátt leið þó að því að íslenskir menn væm grafnir upp. Siðar áttu kirkjunnar þjónar eftir að gerast enn fjárffekari og hirða eignir af mönnum með nauðung, en það er önnur saga. Samkvæmt heimildum ffá þrettándu öld virðist biskupstíund Skálliolts (sem var þá fjórðungur af heildartíundargreiðslunum) hafa verið 200-250 kýrverð á ári. Heildarskattgjaldið af tíundinni var því á bilinu 800 til 1000 kýrverð og heildarvirði eignastofnsins í landinu 80-100 þúsund kýrverð samkvæmt þessu. Hægt er að bera þetta saman við að prestlaun vom á bilinu 1,5 til 4,5 kýrverð. Biskupstíundin ein og sér dugði því fyrir launum 50 til 150 kennimanna eftir því hvaða launastiga Skálholtsbiskup notaði. Til samanburðar má geta þess að ef nútíma Islendingar myndu greiða tíund - 1% eignaskatt - af sinni eign í fasteignum væm það um 63 milljarðar króna ef miðað er við fasteignamat fyrir árið 2017 en líklega all miklu lægri fjárhæð ef miðað væri við hreina eign eða eigið fé fasteigna og skuldimar væm dregnar frá. Sæmundur hinn fróði er hálfgerður huldumaður í íslenskri sögu þar sem hann er viðriðinn nær alla helstu atburði landsins á sinni tíð, án þess þó að hans þáttur sé að fullu skýrður. Flest bendir til þess að hann hafi verið guðfaðir tíundarlaganna - sá sem hannaði skattheimtu sem hentaði fyrir land án konungs og ffamkvæmdavalds. Það var hans eigin sköpunarverk er hann talaði fyrir á Alþingi 1096. Með því hófst einn frjóasti en einnig ofbeldisfyllsti tíminn í íslenskri sögu. Affek Sæmundar fólst þess vegna í því að semja réttlátar og einfaldar reglur skattheimtu. Q 34 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.