Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 10

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 10
PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON BLAÐAMAÐUR SKÁTASTÚLKAN SEM VARÐ ÚTGERÐARMAÐUR Rakel Olsen í Stykkishólmí hefur lifað tímana tvenna í margvíslegum skilningi. Hún ólst upp í Keflavík en kynntist ungum athafnamanni úr Stykkishólmi gegnum skátastarfið og fluffi vestur. Hún hefur verið ein fárra kvenna í framvarðasveit útgerðar og fiskvinnslu og er orðlagður stjórnandi og gcetinn. Rakel Olsen fæddist í Keflavík árið 1942 og er því nálægt því að verða 7 5 ára gömul þegar þetta er ritað. Hún er hálfur íslendingur og hálfur Færeyingur, önnur í röð flögurra bama sem Ole Olsen frá Tóftum á Austurey í Færeyjum og Þóra Gísladóttir, kona hans, frá Eskifírði eignuðust saman. Rakel ólst upp á hefðbundnu íslensku heimili í Keflavík en faðir hennar var sjómaður. Hún lauk námi í bamaskóla og gagnfræðaskóla í Keflavík og tók virkan þátt í blómlegu skátastarfi sem skátafélagið Heiðabúar hélt úti í Keflavík á þessum ámm. Árið 1960 þegar Rakel var 18 ára gömul má segja að örlög hennar hafi ráðist. Þá fór hún ásamt félögum sínum í Heiðabúum á svokallaðan Gilwellskóla austur að Úlfljótsvatm. Þetta er nám eða námskeið ætlað skátum, 18 ára og eldri, sem vilja taka að sér leiðbeinendastörf innan hreyfingarinnar. Á þessu sama námskeiði var einnig ungur maður vestan úr Stykkishólmi, skátaforingi þeirra, í sömu erindagjörðum. Þetta var Ágúst Sigurðsson, einkasonur Sigurðar Ágústssonar þingmanns og athafnamanns í Stykkishólmi og Ingibjargar Helga- dóttur. Ágúst var átta árum eldri en Rakel en þau felldu hugi saman og þremur árum seinna, árið 1963, flutti Rakel vestur í Stykkishólm, giftist Ágústi og þau áttu samleið þar til hann féll frá 8. mars 1993. lengst af sinnar starfsævi. Ágúst þessi var ættaður austan úr Hreppum, bróðir hins landsfræga klerks, Ama Þórarinssonar. Sá varð ódauðlegur þegar Þórbergur Þórðarson rithöfundur skráði ævisögu hans sem er einstök í sinni röð. Á sínum tíma var sagt að þar hefði lygnasti maður landsins sagt frá en sá trúgjamasti fært í letur. í þeirri ódauðlegu bók em skemmtilegar sögur af „Gústa bróður“ sem var sérlega orðheppinn og lífsglaður maður. Sigurður Ágústsson, tengdafaðir Rakelar, byijaði ungur að fást við eigin rekstur m.a. loðdýrarækt og útgerð. Þann 18. febrúar 1933 kaupir hann á uppboði þrotabú Tang&Riis, sem var hefð- bundin bændaverslun, sem gat rakið sögu sína aftur til dönsku einokunarverslunarinnar og Clausensverslunar. Þrátt fyrir að við miðum stofnun fyrirtækisins við árið 1933 má með góðum vilja halda því fram að fýrirtækið sé í rauninni enn eldra. Meðan Sigurðar naut við var íyrirtækið rekið í hans nafni en árið 1976 var því breytt í hlutafélag í eigu íjölskyldunnar og þannig er eignarhaldið enn í dag. „Það em sjálfsagt ekki mörg fyrirtæki íslensk sem hafa verið með óbreytt eignarhald svo lengi. Ætli við séum ekki eitt af fáum fyrrrtækjum sem hefur haldið saman í rekstri svo lengi án utanaðkomandi hluthafa,“ segir Rakel. Erfðaprinsinn í Hólminum Ágúst var á þessum tíma einn af efnilegustu sonum Stykkishólms, gróinn heimamaður, einkabam foreldra sinna sem voru atkvæðamikil í atvinnulífi og félagsmálum síns héraðs. Sigurður faðir hans var fæddur 1897, sonur Ágústs Þórarinssonar kaupmanns og verslunarstjóra sem stýrt hafði verslun í Hólminum Með mörg járn í eldinum Sigurður fékkst við marga ólíka þætti í rekstri sínum. Hann rak frystihús, refa- og minkarækt, sláturhús, bakarí, bifreiðastöð, bænda- verslun og hóf að frysta bolfisk 1942. Bændaverslunin var rekin nákvæmlega eins og kaupfélag og reyndar með líku sniði og danskir kaupmenn höfðu gert á íslandi um aldir. Bændur lögðu inn afurðir 10 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.