Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 17

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 17
EINAR KÁRASON RITHÖFUNDUR ER RAÐGATAN UM GULLOLD ÍSLENSKRA MIÐALDABÓKMENNTA EKKI EINS FLÓKIN OG VIÐ HÖLDUM? að þarf ekki að fjölyrða urn það að gullöld íslenskra miðaldabókmennta er einhverskonar furðulegt kraftaverk. Fámenn, frumstæð og afskekkt þjóð, nýkomin með nothæft ritmál, tekur upp á því sem aldrei hafði tíðkast í okkar parti heimsins, að skrifa bækur á þjóðtungunni; á þrettándu öld voru hér skrifaðar meira en þijúhundruð rit, full af allskyns fróðleik sem ella væri okkur ókunnugur. Látum það nú vera. En hitt er svo algert met, að sum af þessum ritum eru háþróuð og snilldarleg bókmenntaverk, á við það besta sem heimsbókmenntasagan hefur annars að geyma. Hversu furðulegt er það? Bara til að setja þetta í samhengi: Þær norður-evrópsku og ger- mönsku þjóðir sem við erum runnir upp úr, og deildum í þá daga með tungumáli að miklu eða jafnvel öllu leyti, þær höfðu ekki tíðkað að skrifa bækur á eigin tungu. Það var að vísu löng hefð fyrir bundnu máli, ljóðtextum af ýmsu tagi, sem menn mundu og fóm með mann ffarn af manni, en bækur og lausamál var varla skrifað, nema þá á latínu og mest tengt helgihaldi. Danir og Svíar skrifúðu ekki að heitið getur veraldlegar bækur á sinni tungu á þrettándu öld; ein er þó fræg og dönsk ffá þessum tíma, Danmerkurkrónika Saxó málspaka, en hún var skrifuð á latínu; ffá Noregi þekkja menn helst Konungsskuggsjá, þótt ekki sé útilokað að það leiðbeiningarrit fyrir konungboma sé líka sett saman af íslendingi. Og síðan er hitt jafh merkilegt að þessum blómatíma veraldlegra lausamálsbókmennta lauk svo hér á landi næstum eins snögglega og hann hófst, svo að ffá miðöldum og ffam á þá nítjándu vom varla samin prósaverk á íslensku með stóm bókmenntalegu gildi. Nú er ég ekki að rifja þetta upp af þeim sökum að við þurfum endalaust að vera að monta okkur yfir þessu, heldur vegna þess að þar sem ég sökkti mér ofan í þessa tíma ámm saman, og þá helst þann part þrettándu aldar sem við kennum við Sturlunga, skrifaði meðal annars fjórar skáldsögur um tímabilið og að auki greinar fyrir tímarit, þá fannst mér ég fá annan skilning á þessum málum en að minnsta kosti ég sjálfur hafði haft. Og að auki gerði ég bókmenntalega uppgötvun sem mér fannst útskýra gamlan leyndardóm, svo að smám saman hefúr það hugboð mitt verið að styrkjast æ meir að uppruni þeirra stórbrotnu listaverka sem hér í fásinninu urðu til sé sú að hér hafi þá lifað tveir rithöfundar af sjaldgæfu heimsformati. Tveir hvorki meira né minna, og þá er ég að tala um þá frændur Snorra Sturluson, 1189- 1241 og Sturlu Þórðarson 1214-1284. Skoðum þetta aðeins nánar. Við höfúm nefnt að á þrettándu öld vom hér skrifuð meira en þijúhundruð rit. En því fer fjarri, þótt hvert og eitt sé á sinn hátt eða á einhvem hátt merkilegt, að þau séu öll einhver bókmenntasnilld. Öðm nær í rauninni; aðeins sárafá af öllum þessum fjölda flokkast í þá deild. Þessi mikli korpus skiptist í ýmsa flokka: íslendingasögur og -þætti, biskupasögur, konungasögur, heilagramannasögur og svo framvegis. Ef einhver færi að staðhæfa hvaða einstök verk af öllu þessu flokkist undir bókmenntasnilld, þá er mjög hæpið að allir yrðu á eitt sáttir við það mat, og að sama skapi þá yrði fjöldi slíkra verka sömuleiðis umdeilanlegur: sumir myndu kannski telja upp svona tíu þannig verk, aðrir kannski tólf eða frmmtán, og ég ætla ekki að hætta mér úti einhveija persónulega upptalningu hér. Hitt held ég að sé alveg ömggt að nokkur lausamálsverk mun enginn deila um að flokkist sem snilldarverk, og í fljótu bragði læt ég mér nægja að telja upp sex slík: Njála, Egilssaga, Grettissaga, Sturlunga, Heimskringla og Snorra-Edda. Höldum okkur í bili við þessar þessar bækur. En um þær má segja að án þeirra væm okkar miðaldabókmenntir áfram að VÍSBENDING I 17

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.