Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 31

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 31
ÁSGEIR JÓNSSON HAGFRÆÐINGUR VAR TÍUNDIN HELSTA AFREK SÆMUNDAR FRÓÐA? r Aþeim dögum kom Sæmundur Sigfússon sunnan af Frakklandi hingað til lands ok lét síðan vígjast til prests." Svo segir Ari hinn fróði í íslendingabók sinni um lögsögu Sighvats Surtssonar 1076-1083. Ari var ekki gefinn fyrir að eyða kálfskinni að óþörfu. íslendingabók hans er ákaflega stutt og gagnorð og þar hefur hver einasta setning gullvægi. Heimkoma Sæmundar var ekki aðeins mikilvægasti atburðurinn á átta ára lögsögutíma Sighvats heldur einn af örfáum atburðum á síðari hluta elleftu aldar sem Ara fannst verður til þess að festa á bókfell og er þannig á borð við biskupsvígslu svo dæmi sé tekið. Utkoma Sæmundar var ef til vill svo fréttnæm vegna þess að hann hafði eiginlega týnst í útlöndum en ekkert hafði spurst til hans í langan tíma írá því hann fór bamungur utan. Ættmenni hans í Rangárþingi höfðu þess vegna gert út sérstakan mann til að „spyija hann uppi“ í Frakklandi. Það var jafnaldri hans, leikfélagi og frændi Jón Ögmundsson, síðar biskup á Hólum í Hjaltadal og enn síðar dýrlingur Norðlendinga. Jón gekk til „Róms“ sem pílagrímur en leitaði uppi Sæmund á bakaleiðinni. í sögu Jóns biskups er því svo lýst að hann hafi spurt Sæmund uppi þar sem hann „var með nokkurum ágætum meistara, nemandi þar ókunniga fræði, svá at hann týndi allri því er hann hafði á æskualdri numið og jafnvel skímamafni sínu“. Gekk Sæmundur þá undir nafninu „K.ollur“. Hafa verður í huga að Jóns saga hins helga var upphaflega rituð á latínu og síðan þýdd á íslensku en aðeins þýðingin er varðveitt. Mannsnafnið „Kolluf ’ er því einhver afbökun á latnesku nafhi. Helgi Guðmundsson hefur komið með tilgátu að hér sé um ræða gælunafið Col sem sé stytting á nafninu Nicholas. Hafi þá Sæmundur tekið nafn eftir vemdardýrlingi sínum, en síðar átti hann eftir að reisa kirkju í Odda og helga hana heilögum Nikulási. Saga Jóns biskups kallar þau ókunnugu fræði sem Sæmundur lærði „astronomiam - þat er stjömuíþrótt". Jón gat vakið minni Sæmundar og látið hann kannast við „sig og ætt sína“. Það fyrsta sem kom upp í huga Sæmundar var hóll sá hjá Odda er hann lék sér í æsku (sem heitir Gammabrekka) og síðan komu æskuminningar og móðurmál brátt til baka. Sæmundur var þó ekkert sérstaklega á þvi að yfirgefa meistara sinn og snúa aftur til Islands, en Jón fékk hann þó til þess með fortölum. í sögu Jóns biskups er það síðan talið með helstu afrekum Jóns hins helga að hafa „spanað” Sæmund með sér heim aftur. Saman komu þeir félagamir þó heim til íslands - líklega um 1076 - en Ari nefnir aðeins útkomu Sæmundar en ekki Jóns í Islendingabók sinni. Samkvæmt þessu var Sæmundur fróði fyrsti Norðurlandabúinn til þess að stunda formlegt skólanám í Frakklandi er þá var leiðandi í skólahaldi í vestrænni kristni. Það fór heldur ekki á milli mála að Sæmundur flutti dýrmæta þekkingu til landsins er kom aftur til sinnar fóstuijarðar árið 1076 og auknefhið „fróði“ kom ekki til af engu. Samtímaheimildir em einróma um Sæmund. Hungurvaka kallar hann „forvitri og lærður allra manna best“. í Kristni sögu er hann kallaður „bestur klerkur sem verið hefur á íslandi“. í Jóns biskups sögu hins helga er Sæmundur kallaður „mestur nytjamaður Guðs kristni á þessu landi“. Þrátt fyrir það er litið vitað um Sæmund fróða. Hann sprettur ffam í íslandssögunni sem fyrsti höfðingi Oddaveija. Hann var goðorðs- maður og prestur og stóð sem slíkur nær jafnfætis Skálholtsbiskupi. Með sína frönsku menntun í farteskinu heppnaðist Sæmundi hinum ffóða að gera Odda að öðrum pól á Suðurlandi andspænis Skálholti og Haukdælum - hvort sem miðað er við völd eða menntir. Oddaveijar urðu síðan um stund áhrifamestir af höfðingjaættum þjóðveldisins - og öfugt við Sturlunga virðast þeir hafa haft stöðugleika í fýrirrúmi. Sonur Sæmundar, Loftur kvæntist Þóm laundóttur Magnúsar Noregskonungs berfætts. Sonur þeirra, Jón (d. 1197), hefur oft verið nefndur hinn ókrýndi konungur landsins - svo áhrifamikill var hann um sína daga. Viðhorf Oddaverja til sjálfs sín og Sæmundar hins ffóða endurspeglast í orðum Jón Loftssonar þegar Þorlákur biskup hinn helgi birti honum bréf erkibiskupsins í Noregi um kirkjujarðir á Islandi: Jón sagði „Heyra má ég erkibiskups boðskap en ráðinn er ég í að halda hann að engu, - og eigi hygg ég, að hann vilji betur né að viti en mínir foreldrar, Sæmundur hinn fróði og synir hans.“ Hámarki náði veldi Oddaveija er Páll sonur Jóns Loftssonar (d. 1211) varð VÍSBENDING I 31

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.