Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 15

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 15
Gömlu húsin hafa verið mitt sérstaka áhugamál. -Myndir þú leggja fyrir þig rekstur ef þú værir ung í dag? „Ég hef alltaf haft mikla aðlögunarhæfileika og haft gaman af því sem ég er að fást við svo svarið er líklega já. Ef gott skipulag og regla er á hlutunum þá er ég alltaf sátt við vinnuna. Svo er gott starfsfólk afskaplega mikilvægt og brýnt að hafa gott samband við það.“ Er ekki femínisti -Rakel hefur verið ein örfárra kvenna sem stýrt hafa sjávarútvegs- fyrirtækjum. Fann hún einhvem tímann fyrir því að vera í þeirri stöðu og fann hún fyrir feðraveldinu í sjávarútveginum? „Nei aldrei nokkum tímann. Ég átti mann sem dró mig alltaf með í það sem hann var að gera og vakti áhuga hans meðan aðrir vildu helst að konan væri heima bakvið eldavélina. Þetta gerði tengdafaðir minn líka og ég fór fljótlega að sækja allskonar fúndi og kynntist þessum körlum vel sem á margan hátt vom brautryðjendur í íslenskum sjávarútvegi á síðustu öld. Ég er ekki kvenréttindakona í femínískum skilningi orðsins og er alls ekki alltaf sammála kynsystrum mínum. Mér fannst það til dæmis fráleitt þegar þeim tókst að drösla því gegnum Alþingi að 40% stjómarmanna fyrirtækja skyldu vera konur. Ekki heíði ég viljað vera kjörin í stjóm vegna þess eins að vera kona. Ég vil að allir njóti eigin verðleika og konur og karlar takist saman á við sem flesta hluti.„ -Hvemig er þessu háttað í stjóm Sigurðar Ágústssonar ehf.? ,d>ar sitja tvær konur og einn karlmaður. Stjómarmönnum var fækkað úr funm í þqa en ég held að lengst af hafi verið tvær konur þar svo við náðum 40% hlutfallinu án allra lagasetninga.“ Horfnir snillingar Rakel hefúr á löngum ferli sínum kynnst helstu útgerðarmönnum og athafnaskáldum þessa lands. Hún nefnir sérstaklega af mikilli hlýju nöfn Alla ríka eins og Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði var alltaf kallaður, Guðfmns Einarssonar í Bolungarvík, Jóns Páls Halldórssonar á Isafirði, Sigurðar Einarssonar í Vestmannaeyjum og Elíasar Þorsteinssonar. Rakel og Alli ríki vom sérstakir vinir því Rakel er ættuð ffá Eskifirði. Auk þess var lykilstarfsmaður hjá Sigurði Ágústssyni sem var jafhaldri Alla og vinur frá Eskifirði. Sagt er að þegar Kjartan Jóhannsson var sjávarútvegsráðherra ákvað hinn hvatvísi Aðalsteinn Jónsson ffá Eskifirði, þá staddur í höfúðborginni, að ganga á fúnd nýja ráðherrans og vita hvemig honum gengi að átta sig á verkefninu. Eitthvað hefur Kjartani sjálfsagt fundist Alli tala kunnuglega um atvinnuveginn því eftir góða stund spurði hann: „Hefur þú fengist eitthvað við útgerð góði.“ Þessa sögu og fleiri rifjar Rakel upp þegar talið berst að horfhum litríkum persónuleikum í hópi útgerðarmanna. ,A.lh sagði mér að það hefði verið þrennt sem hann missti þegar hann hætti að drekka. Eitt var að hann missti taktinn til þess að geta dansað og svo missti hann hæfileikann til þess að geta talað erlendar tungur en það hafði reynst honum auðvelt áður. Ég man ekki hvert þriðja atriðið var,“ segir Rakel og brosir að endurminningunum um litrikan félaga. „Margir em horfhir og farið að hægjast ofúrlítið á öðrum eins og ég fmn vel á sjálffi mér,“ segir Rakel. VÍSBENDING i 15

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.