Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 20

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 20
SIGURÐUR JÓHANNESSON HAGFRÆÐINGUR LANGLÍF SKYNDILAUSN Nu hyllir undir að gjaldeyrishöftum verði að miklu leyti aflétt. Bann við fjármagnshreyfmgum verður reyndar áfram meginreglan, en nú með rúmum undantekningum. Höftin eru orðin mikiu langvinnari en nokkur gerði ráð fyrir þegar þau voru sett 2008. Astæðan virðist vera óvissa um það sem gæti gerst ef þau yrðu lögð af. Þegar sagan er skoðuð kemur í ljós að oftar er gripið til alls kyns viðskiptahaffa hér á landi en í flestum grannríkjum. I þessari grein verður horft á verðlagshöft. „Verðstöðv- unin“ sem sett var 1970 entist miklu lengur en ráðgert var í byijun, rétt eins og gjaldeyrishöftin 2008. Ráðamenn óttuðust verðbólgugusu ef verðlag yrði gefið fijálst. Þá kunna þeir að hafa verið hræddir um að reyna yrði sársaukafyllri aðgerðir ef þessi leið dygði ekki. Verðlagshöft eru sett á stríðstímum Það er fátt sem hagfræðingar eru á einu máli um. Flestallir eru þó á móti toilum og öðrum viðskiptahindrunum. Langflestir hagfræðingar telja líka að verðstöðvun hafi aðeins áhrif í skamman tíma. Verðstöðvun er stundum líkt við greiðslustöðvun í fyrirtæki. Hún gefur ráðrúm til þess að ieita að lausnum, en hún leysir ekki vandann ein og sér. Oft hafa íslensk stjómvöld þó gripið til hennar. Stundum hefúr það verið gert í neyð, en stundum án þess að sérstök hætta sé á ferðum. Strax í byijun fyrra stríðs voru gefin út bráðabirgðalög sem heimiluðu ráðherra að ákveða verðlag á nauðsynjavöru, en verðlag hafði hækkað mikið vegna ófriðarins. Heimildin hélst í lögum eftir að stríðinu lauk, en frá því snemma á þriðja áratugnum og fram á þann fjórða skiptu stjómvöld sér ekki af verðlagi. En árið 1934 komst sú skipan á verðlagningu búvara, sem enn er í gildi að nokkru leyti. Og skömmu eftir að seinni heimstyijöld hófst vom gefin út bráðabirgðalög um bann við að hækka verslunarálagningu. Aður en langt um leið fóm yfirvöld að ákveða hámarksverð á alls kyns þjónustu og bannað var að hækka verð á nauðsynjavömm. ísland var ekki sér á báti að þessu leyti. í mörgum löndum gripu stjómvöld til verðlagshafta á stríðsámnum. En eftir að ófriðnum lauk skildi leiðir. ...en endast fram yfir ófriðarlok. Effir stríð héldust verðlagshömlur miklu lengur hér á landi en í grannlöndunum. Svipað mátti reyndar segja um annars konar viðskiptahöft. Hámark var jafnan á álagningu kaupmanna.1 Auk þess héldu opinberar nefndir að sjálfsögðu áffam að ákveða verð á búvörum. Stjóm Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, sem mynduð var um mitt ár 1956, setti á verðstöðvun, sem stóð fram á næsta ár. Stjóm Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, Viðreisnarstjómin, sem kom til valda 1959, slakaði fljótlega á innflutningshömlum, sem verið höfðu í þijá áratugi, en áffam var hámark á álagningu kaupmanna. Gylfi Þ. Gíslason, sem var viðskiptaráðherra í stjóminni, segir að til þess hafi einkum borið tvennt. í fyrsta lagi var gengi krónunnar fellt í upphafi Viðreisnar og nauðsynlegt þótti að halda aftur af verðhækkunum eftir það. í öðm lagi var verkalýðshreyfmgin mjög hlynnt verðlagseftirliti.11 Ráðamenn vildu ekki fá hana á móti sér. Þegar Viðreisnarstjómin hafði verið við völd í áratug lagði hún fram ffumvarp um „verðgæzlu og samkeppnishömlur" í anda samkeppnislaga sem flest Vestur- Evrópulönd höfðu tekið upp. Samkvæmt því skyldi verðgæsluráði heimilt að ákveða hámarksverð, hámarksálagningu eða verðstöðvun þegar samkeppni væri ekki nógu virk eða þegar horfur væm á „ósanngjamri" þróun verðlags eða álagningar.111 Hér var gert ráð fyrir að inngrip verðlagsyfirvalda yrðu undantekning ffemur en regla. En ffumvarpið varð ekki að lögum. Það féll á jöfnum atkvæðum í effi deild þings, þar á meðal á mótatkvæði alþýðuflokksráðherrans Eggerts G. Þorsteinssonar. Tæpum áratug síðar samþykkti þingið svipað ffumvarp, en verðlagshömlur héldust þó enn í nokkur ár. 20 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.