Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 12

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 12
og tóku út afiirðir í hagkeríi sem byggði á vöruskiptum en ekki beinliörðum peningum. A sama tíma og Sigurður, sem var yfirlýstur Sjálfstæðismaður, fékkst við þennan rekstur var rekið heíðbundið kaupfélag í Stykkishólmi. Þeir sem tóku stjómmál alvarlega skiptust í fylkingar eftir því hvar þeir áttu viðskipti sín og mátti auðveldlega greina flokkslinur í þeim viðskiptum því Framsóknarmenn skiptu við kaupfélagið en þeir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn voru í viðskiptum við þá sem stjómuðu fyrirtækjum í einkaeigu. Þetta var auðvitað ekkert einhlítt en þekktist í Stykkishólmi eins og annars staðar. Tehúsið var iokað ó messutíma Þetta gróna samfélag þar sem fyrirtæki kepptu um vinnuafl og viðskipti og íbúamir skiptust eftir flokkslínum milli fyrirtækja varð heimkynni hinnar ungu Rakelar úr Keflavík árið 1963. Ágúst, eiginmaður hennar, hafði forfhamast erlendis, við nám í Bandaríkjunum og störf fyrir Coldwater Seafood þar í landi. Þegar hann kom heim um 195S setti hann á stofn kvikmyndahús og veitingastað í Stykkishólmi og flutti þannig hinn frjálsa ameríska anda eftirstríðsáranna með rokki og brilljantíni inn í þunglamalegt samfélagið í Hólminum þar sem oft hafði verið sagt að menn töluðu dönsku á sunnudögum. Veitingastaðurinn sem Ágúst setti á stofh hét Tehúsið og þótti nútímalegt. Þar var vissulega hægt að fá tebolla en meiri áhersla lögð á kaffi, hamborgara og sælgæti. Á þessum árum var verið að sýna vinsæla kvikmynd sem hét Tehús ágústmánans eftir samnefndri skáldsögu Somerset Maugham og menn voru fljótir að sjá ákveðna samlíkingu. Sem dæmi um fastheldni og formfestu samfélagsins í Stykkishólmi má nefna að hart var gengið eftir því að Tehúsið væri lokað á sunnu- dögum meðan messað var. Til em sögur af sóknarprestinum sem gekk skrýddur til kirkju eftir aðalgötunni í hempu með pípuhatt og sá ljós í Tehúsinu og leit við þar áður en hann hélt lengra til að tryggja að Drottinn allsherjar fengi ekki samkeppni ffá vershmareigendum á sunnudegi. Fyrstu árin eftir að Rakel flutti vestur vann hún ásamt eiginmanni sínum við reksturinn á Tehúsinu og bíóinu. Þau bjuggu ásamt foreldram Ágústs í svonefndu Clausenshúsi sem er gamall kaup- mannsbústaður í hjarta bæjarins, byggður 1874. Húsið hafði fylgt með í kaupunum þegar Sigurður Ágústsson keypti eignir Tang&Riis og þar bjó stórfjölskyldan lengst af undir einu þaki. Þar fæddust öll fjögur böm Ágústs og Rakelar og ólust upp undir handarjaðri foreldra sinna, afa og ömmu. Þess má geta að þegar þetta gamla og virðulega hús var reist á sínum tíma árið 1874. Var það að hluta til reist úr viðum enn eldra kaupmannshúss sem byggt var árið 1764, tuttugu árum fyrir Móðu- harðindi. Mikið af þessum upprunalegu viðum era enn í burðarvirki hússins og það er því undir yfirborðinu elsta húsið í Stykkishólmi. Ágúst og Rakel taka við Eftir því sem Sigurður, faðir Ágústs, eltist tóku þau Ágúst og Rakel í auknum mæli við rekstrinum og alfarið við stjómtaumum í fýrirtækinu 1968. Þeir feðgar Sigurður og Ágúst vora samhentir og unnu vel saman þótt áherslur þeirra væra um sumt ólíkar. Sigurður var kjörinn á þing 1949 og eftir því sem árin liðu tók Ágúst yfir stjóm fýrirtækisins þótt hann stæði jafhframt í eigin atvinnurekstri. I árslok 1966 selur fyrirtækið verslunarrekstur sinn en við þá breytingu byrjar Rakel að vinna fyrir Sigurð Ágústsson en fram að því hafði hún aðeins unnið fýrir Tehúsið sem Ágúst átti. Fyrsta stóra ákvörðunin sem ungu hjónin tóku eftir það má segja að hafi verið kaup á fýrirtæki í Rifi sem fékkst við saltfiskverkun. Merkasta og afdrifaríkasta nýjungin sem þau tókust á hendur var samt að hefja vinnslu hörpudisks á vegum Sigurðar Ágústssonar árið 1970. Áratugum saman var hörpudiskavinnslan undirstaða fýrirtækisins og stærsta fýrirtæki landsins á því sviði. Með þessu var unnið mikið brautryðjendastarf sem segja má að hafi reynst íbúum Stykkishólms vel. I nærmynd sem tímaritið Ftjáls verslun skrifaði um Rakel árið 1998 er stjómunarstíl og samstarfi þeirra hjóna lýst með eftirfarandi orðum: ,Ágúst og Rakel vora ólík að því leyti að hann var iðulega ótrauðari við að taka þátt í nýjungum á ýmsum sviðum meðan hún var varkárari. Það er mat flestra sem til þekkja að þau hafi verið samhent við rekstur fýrirtækisins og deilt með sér þeim þáttum i stjóm þess sem hvora fýrir sig hentaði betur. Þó segja sumir að Rakel hafi alltaf ráðið því sem hún vildi ráða og fýlgst með rekstrinum af sama áhuga og Ágúst. Þessu til staðfestingar segja gárungar að hún hafi verið með labbrabb tæki með sér á fæðingardeildinni þegar yngri bömin fæddust. Þetta var fýrir tíma GSM og farsíma og Rakel vildi ekki missa af neinu.“ Árið 1976 var fýrirtækið gert að hlutafélagi en það breytti engu um eignarhaldið því hvorki fýrr né síðar hefúr eignarhaldið verið utan ljölskyldunnar sem á fýrirtækið 100% til þessa dags. Fyrirtækið hefiir alltaf haldið sig við sína starfsgrein sem er veiðar og vinnsla sjávarafurða. Þegar hörpudiskurinn sýktist Árið 2002 varð fýrirtækið og allir sem fengust við veiðar og vinnslu á hörpudiski í Breiðafirði fýrir gríðarlegu áfalli þegar sýking kom upp í hörpudiskstofninum í Breiðafirði og í kjölfarið vora veiðar stöðvaðar og því allri vinnslu sjálfhætt. „Það er stærsta áfall sem fýrirtækið hefur orðið fýrir,“ segir Rakel. -Er ekkert að sjá til lands með ástand hörpudisksins í firðinum? „Áður en lmmið varð hafði verið dregið úr veiðunum jafnt og þétt því menn héldu hugsanlega að sóknin væri heldur mikil. Svo kom í ljós að það var sýking sem hafði breiðst út í stofninum en ekki áhrif veiðarfæra, hitinn í sjónum, of mikil sókn eða neitt annað. Það voru vísindamenn á Keldum sem fundu svarið. Það var gríðarlegt áfall fýrir fýrirtækið þegar veiðamar stöðvuðust og þótt við fengjum bætur í þorskígildistonnum í staðinn sem ætlað var að draga úr áfallinu þá hafa þær verið skertar töluvert síðan. Við voram með 40% af skelfiskkvótanum í Breiðafirði og vorum að veiða rúm 4000 tonn þegar mest var. Nú virðist stofninn vera að rétta dálítið við og tilraunaveiðar era stundaðar í litlum mæli. Við höfum annast allar veiðar og vinnslu meðan það ástand varir í samvinnu við hin fýrirtækin sem eiga kvótann og í samvinnu höfum við styrkt rannsóknir Haíró á svæðinu og unnið með þeim. Veiðamar eru enn á tilraunastigi og enn hefur ekki verið gefið formlegt leyfi til þess að hefja þær á ný. Enginn hefur meiri hagsmuni en við af því að fara varlega í þessum efiium en við erum sæmilega bjartsýn á ástandið." í víking tii Danmerkur Árið 2002 keypti Sigurður Ágústsson danskt fýrirtæki, Maran Seafood A/S,sem fékkst einkum við að leggja skelfisk af ýmsu tagi niður í saltlög (brine) sem er velþekkt vinnsluaðferð. Síðan árið 2005 keypti Maran Seafood danska fýrirtækið Hevico A/S sem sérhæfði sig í framleiðslu á heitreyktum silungi og var hið stærsta á sínu sviði í Evrópu. Það var staðsett í Vejle í Danmörku og hafði verið í rekstri undir stjóm reynslubolta á þessu sviði frá stofnun árið 1992. 12 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.