Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 6

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 6
BENEDIKT JÓHANNESSON RITSTJÓRI ILLSKA Elie Wiesel lenti í útrýmingarbúöum nasista árið 1944. Hann lifði af, náði að segja frá því sem gerðist í bókinni Nótt. Hún er ekki löng, vœri líklega kölluð novella á ensku ef hún vceri ekki sönn. Wiesel fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1986. Hann dó um mitt ár 2016. Hér er áhrifamikil saga hans úr útrýmingarbúðunum endursögð. „Sjáið eldinn! Sjáið logana! Logar alls staðar!“ Frú Scháchter hafði misst vitið. Maðurinn hennar og tveir synir höfðu óvart farið með fyrstu lestinni og tíu ára gamall sonur hennar hnipraði sig saman í homi á lestarklefanum. Hinir farþegamir reyndu árangurslaust að leiða vein hennar hjá sér. Þau höfðu byqað ferðina nokkrum dögum íyrr í Sighet, litlum bæ í Rúmeníu. Eða Ungveijalandi - bærinn var undir stjóm Ungveija. Eða eiginlega ekki. Þjóðveijamir komu nokkrum vikum fyrr. Það byijaði sakleysislega. Elía Wiesel og fjölskylda hans vom bara gyðingar - en kannski ekki venjulegir gyðingar. Hann var fimmtán ára og ætlaði að helga líf sitt Jave, fór reglulega að hitta rabbíann í bænum og lærði helga texta. Þó að íbúamir vildu lifa lífmu eins eðlilega og hægt er í miðri heimsstyrjöld, vissu auðvitað allir að eitthvað ógnvænlegt var að gerast. Ekki bara stríð; þorpið þeirra hafði sloppið og var fjarri öllum víglínum. Furðufuglinn í þorpinu hafði horfið í nokkra mánuði og þegar hann kom aftur var hann enn skrítnari en áður. Hann sagði að allir ættu að reyna að flýja meðan enn væri tími til - hann hafði séð hvað var um að vera. Samkvæmt því sem hann sagði hafði hann lent í höndum nasista og átti líf sitt að launa einhverri undarlegri tilviljun þegar hann lifði af þegar hinir fangamir vom skotnir úti í skógi. Það setti að öllum óhugnað, en hann var nú einu sinni furðufugl... Þýski hershöfðinginn var sannkallaður séntihnaður og færði borgarstjórafrúnni blóm. Allir sáu að það var ekkert að óttast. í stríði myndast alltaf kjaftasögur. Svo þurftu allir gyðingar að skrá sig. Ekkert stórmál samt. Næst urðu þeir að bera armband með stjömu. Hvað með það? Armband skaðaði engan. Svo var þeim safnað saman á ákveðinn stað í bænum. Gettó. Fjölskyldumar gátu samt verið saman. Vinnukonan hjá fjölskyldu Elías bauðst til þess að koma þeim í skjól, en pabbinn mátti ekki heyra á það minnst. Þau hjónin yrðu að minnsta kosti eftir með yngstu systurinni. Ekkert þeirra fór. Þegar talað var um að allir yrðu fluttir burt sögðu nokkrir öldunganna að rétt væri að líta á þetta eins og ferðalag í ffíið. Það var vor árið 1944. Elía og fjölskyldan fóm saman í lestarklefa. Dögum saman hélt lestin áfram á óþekktan áfangastað. Nokkrar konur reyndu að róa konuna sem hafði misst vitið. Hún hélt áfram að hrópa: „Gyðingar, sjáið bálið! Logamirumlykja allt.“ Loks missti ernhver þolinmæðina og rotaði hana. Enginn sagði neitt. Ungvetjaland, Tékkóslóvakía,... Allt í einu hægði lestin á sér. Sá við gluggann las á skilti: Auschwitz. Enginn hafði hejrt um þann stað. Úr lestinni vom gyðingamir reknir og inn í móttöku. „Karlar vinstra megin. Konur hægra megin.“ Omerkileg orð þegar þau vom sögð og Elía og pabbi hans leiddust í vinstri röðinni. Honum datt ekki í hug að þetta yrði í síðasta sinn sem hann sæi móður sína og yngri systur. Hann horfði á móður sína stijúka lokka litlu stúlkunnar meðan þær fjarlægðust í röðinni. Svo hurfu þær. Skrásetjarinn missti þolinmæðina þegar skilninginn skorti: „Vissuð þið ekki hvað biði ykkar hér?“ 6 i VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.