Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 18

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 18
sönnu stórmerkilegar, en að bókmenntalegu gildi væri mjög farið að slá fölva á þessa sögu; án umræddra snilldarverka væru án efa mun færri listunnendur um allan heim að dást að okkar bókmenntaarfi. Það þarf ekki að fjölyrða að um megnið af okkar fomu bókum gildir að höfundar þeirra em óþekktir. Það höfum við einnig talið um sum af þeim sex snilldarverkum sem hér hafa verið talin upp. Og þó; kannski yrðu litlar deilur um nokkur þeirra: við þykjumst vita að Snorri samdi Edduna sína og Heimskringlu. Og æ færri efast um að sama gildi um Egilssögu Skallagrímssonar, enda hafa virtir fræðimenn fært fram um það sannfærandi rök. Að sama skapi er ekki deilt um lengsta og mikilvægasta part Sturlungu, sem hefur verið kallaður „íslendingasaga" og var saminn af Sturlu. Og, hér kemur aðalerindið með pistlinum: ég hef sannfærst betur og betur um að hann hljóti að hafa átt drýgstan þátt í samningu þeirra tveggja af þessum sex bókum sem þá standa eftir. Tengsl Sturlu Þórðarsonar við Grettissögu eru reyndar gömul saga og ný; það hafa meiri fræðimenn en undirritaður séð samhengið þar á milli, og má þar kannski frægastan telja Sigurð Nordal sem skrifaði langa grein um það mál sem birtist í ritröðinni Studia Islandica. Og er röksemdafærsla Sigurðar heitins mjög sannfærandi eins og við er að búast. Þó er nokkuð víst að síðari tíma ritstjóm og viðbætur hafi fært okkur söguna eins og við þekkjum hana úr handritum, og hefiir m.a. Ömólfur Thorsson rökstutt það með ágætum. Að auki má þar líka vísa til orða sjálfs Áma Magnússonar handritasafnara og -fræðings, sem segir á einum stað í minnisgrein að Grettissaga eins og við þekkjum hana sé „interpóleruð úr einhveijum ópus eftir Sturlu“ og bætir við að hann minnist þess að hafa séð fragment af þeirri bók - en þau blöð hafa síðan tapast. Vísbendingar um hlut Sturlu má líka sjá í Grettissögu sjálffi, enda á þremur stöðum vísað beint til hans, og þá sem helstu heimildar okkar um Gretti sterka Ásmundarson. Athyglisverð er til dæmis athugasemd aftan við lýsingu sögunnar um spjót sem útlaginn Grettir kastaði, en kastið geigaði svo að spjótið týndist á tilteknum stað; síðan er því bætt við að spjótið hafi ekki Snorri Sturluson. fimdist íyrr en á „ofanverðum dögum Sturlu lögmanns“ - með öðrum orðum eftir að hann setti hana á blað, og heitir þar síðan Spjótsmýri. Mér finnst sennilegast að kjami sögunnar sé frá hendi Sturlu, enda er allur textablær lykilkaflanna mjög 1 hans anda. meðal annars með tilheyrandi „understatemenf ‘ eða úrdráttarhúmor. Og sagan er sjálf tilbrigði við ráðgátu sem var Sturlu mjög hugleikin, og er hvergi orðuð betur en í Grettissögu, semsé þetta með að það sé sitthvað gæfa og gjörvileiki; sama ráðgáta er kjami sagnanna um Sturlu Sighvatsson og Gunnar á Hlíðarenda. Um Snorra Sturluson vitum við auðvitað að hann að hann var tekinn sem bam í fóstur af Jóni Loftssyni á Odda á Rangárvöllum, því mikla fræðasetri sem afi Jóns, Sæmundur fróði hafði þar stofnað. Og þar lærði Snorri heimsvísindin, eins og skáldskaparfræði og brag, auk þess að sjálfsögðu að læra að lesa og skrifa, en vert er að hafa í huga að það er engin sérstök ástæða til að ætla að foreldrar Snorra eða eldri bræður hans tveir hafi kunnað að lesa og skrifa á norræna tungu. Sem fullorðinn maður reisti Snorri álíka fræðasetur í Reykholti í Borgarfirði, og þangað kom á bamsaldri Sturla, óskilgetinn sonur Þórðar bróður Snorra; bamið kom þar í fóstri Guðnýjar ömmu sinnar, sem sinnti einhveijum búsforráðum fýrir Snorra son sinn í Reykholti. Og þar sem bam og ungur maður lærði Sturla sömu vísindi og Snorri, og varð að ýmsu leyti hans arftaki, jafnt sem skáld, embættismaður og einn helsti tengiliður okkar við konungsvaldið norska. Um tengsl Sturlu og Njálssögu er það fýrst að segja að ýmsir fræðimenn og glöggir lesarar höfðu tekið eflir mörgum merkilegum hliðstæðum og samsvörunum á milli Njálu og eins af höfuðritum Sturlu, þess kjama úr Sturlungu sem við köllum „íslendingasögu." Þetta á við um orðalag, uppröðun atburða, efnishliðstæður, fjölda lykilmanna og lykilfólks í stærstu viðburðum og hvemig skipt er á milli sjónarhoma og sögusviða og svo ífamvegis. Svo gerði undirritaður uppgötvun sem, þrátt fyrir eftirgrennslan mér ffóðari manna, aðrir virtust ekki hafa gert áður, og snertir efni og formgerð þessara tveggja bóka. En þannig er að „íslendingasaga“ Sturlu skiptist í þrjá afmarkaða hluta, sem reyndar blasir kannski ekki við í fljótu bragði þar sem menn þekkja hana helst þar sem henni hefur verið fléttað saman við aðrar bækur Sturhmgu, en þannig varðveittist hún í handritum. En íslendingasaga hefur einnig verið gefin út sem 18 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.