Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 7

Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 7
H V ö T 5 Útsýni frá Skansinum. heim til Gunnillu Borgström. Þar var mér tekið forkunnarvel, raunir mínar voru á enda. Síðar um daginn skoðaði ég mig örlítið um ásamt Gísla Kolbeins, guðfræðinema. Hann var fulltrúi Stórstúku íslands á mótinu í Öst- hammar. og kom á undan mér til Stokkhólms. Við 'fórum m. a. á Skansinn. Þar var allt og allir í hátíðabúningi, karlar og konur, börn og gamal- menni, og náttúran sjálf. Ég var frá mér numinn og hálfruglaður, allt var svo nýtt, fagurt og tilkomumik- ið. Mannhafið var geysilegt, hver og einn var scm dropi í vitsæ. Um sama leyti daginn áður sat ég gneyptur á Hovedbanegaarden í Kaupmannahöfn. Hvílíkur munur, að sitja hér og sleikja sólina, anda að sér angan blómanna, hlusta á glaðværa tónlist og hrynjandi þjóð- dansanna. Mikið var um dýrðir. Á stóru og skrautlegu leiksviði fóru fram margs konar skemmtiatriði. Hljóm- sveit úr hinum konunglega sænska flota lék ýmis lög. Söngflokkar, leik- flokkar og dansflokkar komu fram og auk þess allmargir einstaklingar. Mér virtist skemmtiatriðin takast ágæta vel, ef dæma átti eftir lófa- klappinu og hinum mörgu blóm- sveigum, sem bárust til sviðsins. Mér fannst söngurinn framúr- skarandi góður, en ekkert jafnaðist þó á við þjóðdansana. Hrynjandin marglitir búningarnir, hin björtu bros dansaranna, léttar og líflegar hreyfingar þeirra, hin mikla tign og gleði, allt var þetta svo áhrifaríkt,

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.