Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 14

Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 14
H V Ö T i‘> Hátíðasalurinn í Kvarngarden. fleira, sem of langt yrði hér upp a'ð telj a. Eftir þessar ræður skemmtu menn sér við söng, kvikmyndasýn- ingu og samræður frant eftir kvöldi. Við Hans Jacob vöknuðum kl. 7,30 næsta morgun. Við geispuðum óskaplega. Menn hö'fðu yfirleitt gengið seinna til rekju kvöldið áð- ur en æskilegt var. Við þvoðunt okkur, tíndum á okkur tuskurnar i flýti og fórum út. Veðrið var ágætt. Sólargeislarnir kysstu grænt laufið, sem bærðist létt í blænum. Við litum yfir bæinn. Nærliggj- andi bús standa dreifð í skjóli trjánna, vel hirtir garðar umlykja þau öll. Þetta eru gömul timburliús, vel birt og snotur. Niðri í hjarta bæjarins eru nokkur ný steinhús. Engir sandliólar eða grjóturðir sjást. Holt og bæðir, jafnt sem slétt- ur, eru grasi grónar eða skógi vaxn- ar. Skammt undan liggur spegil- sléttur sjórinn. Við röltum til góðtemplarahúss- ins „Kvarngárden", öðru nafni „Gammelhus“. Þar átti mótið að fara 'fram. Eftir 5 mínútur erum við á staðnum. „Kvarngárden“ er stórt timbur- bús, byggt í gömlum stíl. Það er ekki sérlega tilkomumikið að utan, en laglegt og viðkunnanlegt að inn- an, og afar sérkennilegt. Mér fannst hátíðasalurinn sérlega skemmtilegur. Þar hlustuðum við á fyrirlestra á daginn og skemmtum okkur þar á kvöldin meðan mótið stóð yfir.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.