Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 28

Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 28
26 I H V ö T Sváfnir Sveinbjarnarson, Háskólanum: 1. Ég tel, að haga beri útbreiðslu- starfsemi S. B. S. eins og gert hefur verið undanfarið: með blaðaútgá'fu og fyrirlestrum um bindindismál þann 1. febr. og lielzt oftar. Nýjar, betri leiðir get ég ekki séð í fljótu bragði. 2. Aðflutningsbann á áfengum drykkjum myndi vafalaust bæta mikið úr á'fengisbölinu, þannig að mildu færri myndu neyta áfengis en áður, og sérstaklega lield ég, að færri unglingar mvndu þá bvrja á neyzlu áfengis. Tæplega yrði svo strangri löggæzlu koinið við, að ekki Iæki einhvers staðar. 3. Þessi spurning krefst mikillar ihugunar. Því miður virðist kristin trú eiea svo lítinn hljómgrunn í hjörtum unglinganna að vafasamt er, bvort kristindómsfræðsla í fram- baldsskólum myndi bera iákvæðan eða neikvæðan árangur. Þó beld ég, að hjá 'flestum levnist frækorn kristindómsins undir trúleysisklak- anum. Ef bægt er að koma því við, að þráðurinn slitni ekki milli kristin dómsfræðslunnar i barnaskólum og svo í frambaldsskólum. t"l ég krist- indómsfræðslu í framhaldsskólum æskilega. Sváfnir Sveinbjarnarson. Örn Gunnarsson, Kennaraskólanum: 1. Tvimælalaust ber að keppa að bví að baga star'fsemi Sambandsins jiannig, að bún veki álniga og hrifni og nái til sem flestra. Félagssamtök þessi þurfa að eignast víðari starfs- grundvöll og fleiri verkefni til að vinna að. Það má ekki einskorða síg við það eitt að fordæma áfengi og neyzlu þess. Prédikanir, sem allir eru búnir að fá leið á fyrir löngu? Nei, það þarf að vekja unga fólkið til trúar á sjálft sig, og sýna þvi, að hugsjónir séu f}7rir hendi, sem það geti Iagt fram krafta sína til að starfa fyrir. Að markmið sé framundan, sem hægt sé að ná og tilvinnandi sé að ná. Unga fólkið vill fá að starfa og vill taka þátt í framkvæmdum, sem sýnilegt er, að beri einhvern árangur. En hverjar eru framkvæmdir S. B. S., og hver er árangur a'f starfi þess, eða hvað starfar það yfirleitt? Framkvæmdirnar held ég að séu mjög litlar, árangurinn einnig, og starfið, að halda þeim félögum á- fram í Sambandinu, sem eru þar, og bvetja fleiri til að ganga í það. En hvert er markmið félagsins? Markmið félagsins á að vera og hlvtur að vera það að ná til sem flests skóla'fólks á landinu. Efla hiá bví áhuga fvrir félagsstarfsemi. bóf- semi, broskun líkama og sálar og að verða nýtir og góðir borgarar í þjóðfélaginu. Til að efla S. B. S. og auka því fvlgi eru vafalaust margar leiðir. or> skal ég nefna nokkrar, sem ég tel æskilegar. Sambandið gefur út blað, en jiað er ekki nóg. Það þarf að fá aðgang að útvarpinu. Mætti það ekki vera sjaldnar en einu sinni í mánuði.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.