Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 23

Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 23
H V Ö T 21 Miðsnmarshátíð í Östhammar. um salinn. Söngur Norðmannanna er kröftugastur. Tveir góðir gestir heiðra okkur með nærveru sinni þetta kvöld: Redaktör Sven Elmgreen og söngv- ari noltkur að nafni Görta Graner. Sven Elmgreen heldur sjö minútna eldheita hvatningarræðu. Hann er funamælskur. Orðin hrjóta sem neistar af vörum lians. Hann mælir á enska tungu. Görta Graner syngur og leikur á gítar. Honum tekst ágæta vel. Söng- ur lians er sérstaklega líflcgur og hressilegur. Tónar lians og látbragð liafa álíka áhrif á sálarlíf okkar og regndropar á hálfskrælnaða blóm- stöngla. Já, þessum laglega náunga tekst sannarlega vel. Eftir söng lians glymur dansmús- íkin í eyrum okkar. Það þarf ekki að dýrka neinn til að fara af stað. Fótamenntin er ekki vanrækt þetta kvöld. Hún er iðkuð af kappi til kl. 1 e. m. Siðasti dagur hins sólríka júni- mánaðar rennnr upp. Það er farið að síga á seinni hluta sæluvikunnar i Östliammar. Þetta er fyrsti morg- uninn, siðan við komum, sem só'lar- geislarnir teygja sig ekki inn um gluggann til okkar. Við Hans erum undarlegir i skapi þennan morgunn og ákveðum að fá okkur sjóbað. Við tökum sund- skýlur okkar, röltum síðan niður að sjó og stingum litlu puttunum í. Það fer hrollur um okkur, sjórinn er kaldur. Hetjurnar hætta við bað- ið og labba til „Gammelhus“. Kl. 9,30 hefst fyrsti og aðalfyrir- lestur dagsins. Sven Elmgren talar

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.