Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 38

Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 38
36 H V ö T Ef við lítum á skemmtanalífið í Reykjavík í dag, komumst við að raun um, að því fer alls fjarri, að það sé yfirleitt fagurt og heilbrigt. Þeir opinberu skemmtistaðir, sem hér eru, eru flestir mjög óheppilegir fyrir ungt fólk, og margir beinlínis gróðrarstíur auðnuleysis og drykkju skapar. Þeir ha'fa lítið upp á að hjóða annað en dansleiki, og þá oft mjög lélega, eða kvikmyndir, sem oftast eru af lélegra taginu, og liafa heinlínis spillandi áhrif á ungling- ana. Það væri vissulega til mikilla þjóðþrifa að banna annan eins ó- fagnað og sumar kvikmvndir, sem vekja til méðvitundar ýmsar lágar, duldar hvatir unglinganna og leiða þannig til afbrota þeirra og óspekta. Það er ekki við því að búast, að upp úr slíkum illgresisreit, sem skemmtanalífið er, vaxi fagurt mannlí'f. I þessari borg er ekki einn ein- asti skemnitistaður, sem fullkom- inn getur talizt, skemmtistaður, sem kalla mætti reglulega menningar- stöð, þar sem ungt fólk getur í rík- um mæli iðkað tómstundastörf og eflt þroska sinn. Það þýðir lítið að hrópa um holl- ar skemmtanir og heilbrigðara lif, þegar flest ytri skilyrði skortir, til að svo geti orðið. Nú virðist þó nokkuð vera að rofa til i þessu efni, á ég þar við þá á- kvörðun að gera drauminn um æskulýðshöll að veruleika. En það er vissulega ekki vegna aðgerða stjórnarvaldanna, heldur vegna þess að forystusveitir æskunnar hafa tek- Aðalstjórn S.B.S. skipa Formaður: Ingólfur A. Þorkelsson, Varaformaður: Finnbogi Júliusson, Iðnskólanum. Meðstjórnendur: Jón Bjarnason, Samvinnuskólanum. Sæmundur Kjartansson, Háskólanum. Jón Norðdahl. Ritnefnd Hvatar skipa: Þorvarður Ornólfsson, Háskólanum. Guðbjartur Gunnarsson, Kennaraskólanum. Jón Bjarnason, Samvinnuskólanum. ið málið í sínar hendur og ákveðið að Itrinda þvi í 'framkvæmd. Æskufólkið er mjög einhuga í þessu máli. Það knýr nú fast á og krefst hetri skilyrða til handa sér og lieilla þjóðinni. Styðjum hana því drengilega í þessu og breytum þann- ig hrópunum um spillingu og refs- ingar í jákvætt starf. Sköpum æskunni holl og þroska- vænleg skilyrði, og þá mun liún vissulega ekki valda okkur von- brigðum með því að hníga að fótum hins geigvænlega fjanda menning- ar og mannsæmandi lífs, áfengisins. Minnumst þess, að lieilbrigt um- hverfi og gott uppeldi skapar góða hjóð'félagsþegna, en góðir þjóðfé- lagsþegnar eru skilyrði fyrir blóm- legri menningu og fögru lífi.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.