Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 31

Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 31
HVÖT 29 CjuÍbjCit'lur Cjí, unnaróáon. } JC bolai ennaraónolanLun. Einstaklingurinn og fxjóðfélagið. Lögmál er nauðsynlegt öllu lífi, ekki sízt lifi mannsins. Þelta lögmál mannsins er upp- haflega ytra lögmál, en með aukn- um þroska og skilningi, þróast það með einstaklingnum hið innra, og beygir hann til virðingar og hlýðni. Þegar einstaklingurinn hefur náð þeim þroska, að geta skilið og við- urkennt lögmál lífsins, þá er hann fyrst fær um að geta hagnýtt sér það frelsi á réttan hátt, sem heimurinn veitir lionum. Frelsið er dýrmæt g'jöf. Það er tvíeggjað vopn í höndum einstaklingsins, og staðreyndir veru- leikans sanna, að bezt er það notað með ldýðni við innra lögmál. Þetta lögmál er livorki geðþótti valdhaf- anna né duttlungar múgsins, lieldur er það ópersónulegur og göfugur mælikvarði, sem stjórnendurnir verða fyrstir að lúta. En stjórnendur eru ekki aðeins þeir, sem fara með æðstu vöMin í þjóðfélaginu. Hver einasti einstaklingur er liáð- ur því lögmáli, að vera siðferðislegur stjórnandi sjálfs sín. Hann má aldrei missa sjónar af liinu eiginlega og raunverulega takmarki sínu, því „að vcra liann sjálfur“. Svo framarlega, sem lífið liefur einhvern lilgang, þá er þetta tak- mark bundið æðstu lífsskyldu mannsins. Guðbjartur Gunnarsson. En o'ft virðist vanta mikið á, að menn geri sér það ljóst, að þeir eru skynsemi gæddar verur, sem lifa eiga skipulögðu menningarlífi, í samræmi við ])á efnislegu og and- legu þróun, sem átt hefur sér stað í rás aldanna. Einstaklingarnir mynda þjóðfé- lagið. Sé það byggt upp og skipu- lagt í samræmi við þarfir og getu einstaklingsins, þá verður aldrei skortur á verkefnum. Þessi verkefni, sem skipulagt þjóðfélag leiðir af sér, eru lífsstörf fyrir þegna þess. Þá hlýtur tiver „sannur maður“ að finna, að það sem þjóðfélagið krefst af honum er, að hann standi dyggilega í þeirri liðsmannsstöðu, sem fallið lie'fur í lians hlut, og að lionum ber að móta hugsun sína eftir þeim kringumstæðum.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.