Hvöt - 01.02.1949, Síða 40

Hvöt - 01.02.1949, Síða 40
38 H V ö T vilja til þess að orð og athafnir þeirra séu byggðar á bjargföstum grunni. Það má ekki gleymast, að slíkt getur oft og einatt verið æði erfitt, og launin verða stundum ekki annað en aðkast og ónot frá almenningi, sem oft og einalt er tamara að fylgja þeim, sem liæst hrópar, en ekki þeim, sem af rök- um og sannindum talar. Þetta mun oft vera orsökin til þess, að menn hvika frá þessari góðu og göfugu liugsun. En sem betur fer hafa ver- ið og eru vonandi enn uppi þeir menn, sem láta almenningsálitið ekki teyma sig of langt frá þessari braut, þó að samtíðarmenn þeirra beri ekki gæfu til að fylgja þeim. Einnig mun það eiga sinn þátt í því að teyma menn 'frá orðvendni og orðlieldni, að þeim, sem óvand- aðri er að meðulum, virðist o'ft ganga betur á lífsbrautinni. Þessir menn fljóta stundum nokk- uð lengi með því að laga sig sem allra bezt eftir umhverfinu og láta það eitt fjúka, sem bezt á við líð- andi stund og þeim kemur í hag, án tillits til annarra. Þeir munu þó komast að því um síðir, að það er ekki bjarggrunnur undir hugsanakerfi þeirra, og sand- urinn mun skolast burt, fyrr en þá varir. Það var ein af helztu grundvall- ar krö’fum í siðferðislögmáli vik- ingaaldarinnar að vera hreinlynd- ur bæði við vin og óvin sinn. Ósann- indi og udirferli var talið með örg- ustu og auðvirðilegustu löstum. Ef slíkt væri almannarómur enn. er ekki óhugsandi, að menn væru ,17. þing Sambands bindindisfélaga í skólum (S.B.S.) var haldið i Sam- vinnuskólanum i Reykjavik dagana 11. og 12. des. síðastl. Til þings komu 90 fulltrúar frá 13 skólum, 9 í Reykjavík og 4 utan af landi. Á þinginu voru tvö ný bindindis- félög tekin i Sambandið: Bindindis- félag stúdenta frá Háskóla íslands og bindindisfélag Unglingaskóla Stykkishólms. Á þinginu voru rædd mörg mikil- væg hagsmunamál samtakanna m. a. 1. ráðning erindreka fyrir Sam- bandið. 2. breytingar á starfsháttum Sam- handsins, 3. útbreiðslustarfsemi Sambandsins o. fl. Þingið gerði stórfelldar brevting- heldur orðvarari en raun ber vitni um. Rógur og undirferli liafa löngum verið Ijótir lestir, sem fylgt hafa mannkyninu um langan aldur, enda margt illt unnið i þessum heimi, en lítið gott. En þó mun seinlega ganga að útrýma þeim, því að: „Rógurinn er þrautseigur“, segir Jón Thorodd- sen. „Eins og sagir seinar á seigar rætur bíta, allt eins rógur illra má ástir vina slita.“

x

Hvöt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.