Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 12

Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 12
10 H V ö T liina helgu dómkirkju. Nú á dögum skoða allir þeir, sem fara til Sví- þjóðar þetta fræga guðsliús, ef þeir mögulega geta. Eftir að liafa skoðað liið mikla listaverk, héldum við, „pílagrímar nútímans“, til Uppsala liáskóla. Þar vorum við stutta stund. Mér eru i minni orð þau, er standa yfir dyr- um hátíðasalar háskólans: „TÁNKA FRITT ÁR STORT, MEN TÁNKA RÁTT ÁR STÖRRE“. „Frjáls hugsun er góð,en rétt liugs- un er betri“. Að síðustu skoðuðum við „Upp- sala Slottet“, kastala Gustavs Vasa. Þar gaf að líta ýmsa minjagripi og' mörg og mikil málverk af orustum Gustavs Vasa. Sum okkar voru svo niðursokkin í að skoða þessi málverk, að við misstum af hinu fólkinu, sem hafði meiri áhuga fyrir sjóðheitu kaffinu og gómsætum kökunum, sem beið okkar á Góðtemplaraheimilinu í Uppsölum. Við rötuðum ekki í kaff- ið og urðum að spyrja okkur áfram og komumst því ekki fyrr en e'ftir nokkurt vafstur til staðarins. Kaffið var gott og kökurnar ennþá betri. Að drykkju lokinni var ferðinni haldið áfram með bílum til ákvörð- unarstaðarins. Östhammar. Ivlukkan 6 um kvöldið litum við þennan litla bæ við Eystrasaltið, sem átti að ala okkur í viku. Það var farið með okkur beint til Góðtempl- araheimilisins „Storhrunn“ og þar var okkur skipt niður á heimilin í hænum. Ég fékk herbergi í litlu, snotru liúsi i útjaðri bæjarins ásamt ung- um laglegum Norðmanni, Hans Jacob Vestad. Við höfum rabbað töluvert saman á leiðinni og orðið fremur samrýmdir. Það var lítill tími og tækifæri til að litast um. Það var komin sudda- rigning með þokuslæðingi, og „Tlie welcome party“ átti að liefjast kl. 8,30 um kvöldið að „Storbrunn“. Gunnilla Borgström var fyrsti ræðu- maður kvöldsins. Hún Jiauð okkur velkomin með stuttri ræðu, sem flutt var á ensku, því vart voru önn- ur tungumál leyfð. Næstur talaði K. G. Blomgreen, myndarlegur eldri maður, sem getið liefur sér frægðarorð fyrir 50 ára starf innan Góðtemplarareglunnar í Svíþjóð. Svíakonungur sæmdi þessa baráttuhetju heiðursmerki 1947. Þessi ágæti maður mælti á sænska tungu og 'fræddi okkur um staðinn og uppliaf Jians, íliúa og bar- áttu þeirra: Bindindishreyfingin barst til bæjarins 1882. Þá var fyrsta stúkan þar, „Drotning Ivristina“, stofnuð. Bindindismenn hafa frá upphafi sett svip sinn á bæinn. Þeir liafa hreytt umhverfinu úr frum- skógi í blómlega byggð, og unnið að menningu bæjarins með óþrjótandi elju. „Þetta myndarlega Jiús, sem við nú erum í, var 'fullklárað árið 1935,“ sagði hann ennfremur. Bindindismenn hér eiga og ann- ast rekstur 10 kvikmyndahúsa. Þeir eiga bæjarbókasafnið og hafa yfir- leitt mikil ítök í bænum. Þessi merki maður sagði margt

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.