Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 32

Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 32
30 H V ö T En því aðeins getur starf einstak- lingsins borið jákvæðan árangur, bæði í'yrir þjóðfélagið og hann sjálfan, að liann starfi samkvæmt köllun sinni. Og hér liggur kjarni málsins. Hafi þér tekist að finna köllun þína í li'finu, liefurðu þá tima og leyfi tii að leika þér að henni? Hefurðu ekki frekar of lítinn tíma til að sinna þeim skyldum, sem liún óhjákvæmilega leggur þér á herðar? Er líf þitt nógu langt til að þú getir leyft þér að fara taf- samar krókaleiðir, þar, sem hinn heini vegur er til? Það er út frá þessum forsendum að ég leyfi mér að draga hér lítil- lega fram einn þátt úr okkar mjög svo margbrotna lífi. ★ Ef að við getum lotið i auðmýkt og' sannfæringu þeirri staðreynd, að við höfum skyldur að rækja gagn- vart þjóðfélagi voru, menningu þess og þróun, þá hljótum við einnig að hafa óljóst hugboð um, að við rækj- um þær ekki alltaf sem skyldi. Einnig i okkar litla þjóðfélagi eru margir þegnanna, sem meta meira hin ytri veraldargæði en liinn innra auð, og oft týna þeir sjálfum sér, manndómi sinum og heilbrigðri skynsemi í hismi og tómleik hinnar einhliða efnishyggju. Slíka menn má auðvelldlega finna i öllum „stéttum“ þjóðfélagsins, jafnt meðal hinna snauðustu verka- manna og' efnaðra broddborgara. Þetta er svo algengt, að við veitum því varla eftirtekt, og mörgum 'finnst ekkert við slíkt að athuga, en sætta sig við hið „sigilda“ afsökun- arsvar: „Þetta er nú einu sinni svona, og þvi verður ekki breytt.“ En livað segir samvizka þin, eða sefur hún ennþá? Viltu rétt gefa gaum að einu á- þreifanlegasta og jafnframt óhugn- anlegasta átumeini íslenzkrar sið- menningar, — meini, sem nú hef- ur verið innlimað af ráðandi siða- postulum í siðakerfi vort —, og nefnt „drykkj umenning“. Ég ætla ekki að fjölyrða um, livað mér finnst, en láta staðreyndirnar tala sínu máli. í fyrstu ætlar enginn að verð.a svo háður veraldargæðunum, að neitt verði eftir því tekið af „öðr- um“; enginn ætlar að verða of- drykkjumaður, sem liggur ósjálf- bjarga í göturæsinu, þótt honum finnist ekkert athugavért við að taka staup við og við. Vissulega eru þeir margir, sem geta haft áfengi um hönd, án þess að verða ofdrykkjunni að bráð, og o'ft lítur þannig út, að þetta séu hinir „útvöldu“, enda liafa þeir sjálfir lýst því yfir. Margir þessara manna hafa og að verðleikum hlotið lof samborg- ara sinna fyrir vel unnin störf. En vísindin fullyrða, að engir tveir menn séu eins. Og eingöngu með því að líta í kring um sig, er hægt að fá þetta staðfest. Skapgerð manna er mjög misjö'fn, og sálrænir eiginleikar jafnt sem líkamlegir æði marg- brotnir, þótt hægt sé að finna all- marga einstaklinga, sem liafa eitt- hvað sameiginlegt.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.