Fjölrit RALA - 20.03.1980, Side 20

Fjölrit RALA - 20.03.1980, Side 20
16 NIÐURSTÖÐUR Jarðvegur og önnur góðurskilyrði voru rajög breytileg á tilrauna- stöðunum. Tafla 3. sýnir hvaða ár tilraunirnar stóðu, fjölda ára, sem uppskera var mæld, og meðaluppskeru ásamt mestu og minnstu uppskeru í óábornum reitum á tímabilinu. Það kemur fram af töflunni, að mikill uppskerumunur getur komið fram á óábomu reitunum eftir árferði. Við áburðinn breyttist gróðurfar á flestum tilraunastaðanna mikið. Það voru fyrst og fremst grös, sem tóku við sér við áburðargjöfina og varð þekja þeirra víðast hvar yfir 70%, en þekja annarra tegunda minnkaði að sama skapi. Það var helst á lítt grónum melum, í þéttu kvistlendi, á óframræstri mýri og í sumum hálendistilraunanna, sem áburðurinn hafði lítil áhrif á gróðurfar. Á stöku stað voru gróðurfarsbreytingar að mestu um garð gengnar þegar í lok fyrsta sumars, sem borið var á, en yfirleitt tóku breytingar- nar 2-3 ár og í örfáum tilvikum lengri tíma. VÍðast hvar var uppskeruauki af völdum áburðarins fyrst og fremst vegna aukningar grasa. Áburðarsvörun var mjög breytileg eftir þvi, hvers konar gróðurlendi var borið á. Sums staðar gaf áburðurinn nánast engan uppskeruauka, en á öðrimi stöðum mjög mikinn. Mestur uppskeruauki fékkst þegar borið var á zýrt gróðurlendi með hagsbæð rakaskilyrði á láglendi. ÞÓ er erfitt að segja fyrir um, hve mikilli áburðarsvörun megi reikna með við ólíkar aðstæður. Tafla 4 sýnir breytingar á uppskeru í óábornum og ábornum reitxmi á tilraunatímanum. Uppskera á óábornum reitum var yfirleitt meiri frá þriðja ári tilraunar til loka heldur en fyrstu tvö árin. Það bendir til friðunar- áhrifa og ef til vill árferðismunar, enda hófust tilraunirnar flestar í lok kuldaskéiðsins 1965-1970. Landið í mýratilraununum gæti hafa verið að þorna smám saman meðan tilraunirnar stóðu yfir. Tafla 4 sýnir einnig meðaluppskeru í ábomum reitum. Það er að sjálfsögðu breytilegt eftir stöðum, hve fljótt fullur uppskeruauki af völdum áburðar kemur fram, en yfirleitt fékkst lítill uppskeruauki fyrsta árið. Á aðeins tveimur stöðum virðist full áburðarsvörun hafa náðst strax fyrsta árið, sem borið var á. Á um þriðjungi staðanna náði uppskera hámarki á öðru ári, en á flestum staðanna ekki fyrr en á þriðja eða fjórða ári áburðardreif- ingar. Það virðist nokkuð misjafnt eftir aðstæðum, hvort rétt er að bera á ár- lega eða annað hvert ár. ÞÓ bendir ýmislegt til þess, að víðast hvar nýtist best tiltölulega lítið árlegt áburðarmagn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.