Fjölrit RALA - 20.03.1980, Page 34
30
MOSAÞEMBA MEÐ FLÉTTUM OG SMÁRUNNUM Á HÁLENDI.
(Jökuldalsheiði, N.-MÚl.)
Tilraunin stóð árin 1969-1975 eða í sjö ár, en uppskera var aðeins
mæld þrisvar (1972, 73, 74) og gróðurgreining gerð fjórum sinnum. Tilrauna-
skipulag var samkvæmt flokki II (sjá bls. 13).
Þessi tilraun var hæst áburaðrtilraunanna í um 500m hæð yfir sjávar-
máli. Hún var á nokkuð flötum, grunnum móa. Gróðurfar er fjölbreytt, en
mosar eru ríkjandi með um 50% þekju, fléttur með um 12% og grös með um 2%.
Af einkennandi fylgitegundum má nefna rjúpnalauf, fjalldrapa og grasvíði.
Landið er að mestu gróið (sjá nánar bls. 19).
Landið er mjög uppskerurýrt; uppskera í rauninni varla mælanleg, en
var um 0.2 hestburðir á hektara í óábornu reitunum 1972-74.
Áburðarsvörunin var litil í þessari hálendistilraun. Þekja grasa
jókst í 31-35% í reitum, sem borið var á annað hvert ár, en í 54-80% í
reitum, sem borið var á árlega.
Eftir að gróðurfars breyting af völdum áburðarins hefur átt sér stað,
virðist' að jafnaði ekki mega reikna með nema um 3 hestburða uppskeruauka á
hektara, sé borið á annað hvert ár (85N-38P), en um 9 hestburða uppskeruauka,
sé borið á árlega (100N-44P). Egninn uppskerumunur var merkjanlegur milli
mismunandi áburðarskammta, né heldur var svörun fyrir kalí.
í eftirverkunareitum tveggja ára áburaðrgjafar (85N-38P) var hlutdeild
grasa á fimmta ári orðin um 15%, en var 2% í þeim óábomu. Uppskeruaukinn
mældist þá 2 hestburðir á hektara, en það mun þó vera full mikið vegna sinu-
mengunar i gróðursýnum.
Ekki bar á, að áburðargjöfin veikti gróðurinn, og í eftirverkunarreit-
unum var gróðurinn á fimmta ári kominn í svipað horf og við upp haf tilraunar-
innar.
Meginniðurstaða tilraunarinnar er sú, að tæpast svari kostnaði að
bera á það land, sem hér um ræðir.
Áhrif mismunandi áburðarliða á uppskeru í tilrauninni eru sýnd i töflu
5 bls. 21.
Á næstu síöum eru línurit, sem sýna uppskeru og gróðurfar. Línumar,
sem sýna áhrif áburðargjafar annað hvert ár og eftirverkun tveggja ára áburð-
argjafar, eru byggðar á meðaltali allra áburðarliða. Meöaláburaörskammtur
var 85N-38P á hektara. Línan, sem sýnir áhrif árlegar áburöargjafar, byggir
á sama meðaltali fyrstu tvö árin, en síöan á áburðarliðnum 100N-44P á hektara.