Fjölrit RALA - 20.03.1980, Síða 98
94
HÁLFFRAMRÆST MÝRI.
(Lambhagi i Skilmannahreppi, Borg.)
Tilraunin hófst 1972 og stóð til 1976 eða í fimm ár. Uppskera og
gróðurfar var mælt öll árin. Tilraunaskipulag var samkvæmt flokki IV
(sjá bls 14).
Tilraunin var á mýrlendi, sem ræst var fram með grunnum opnum
plógstrengjum nokkrum árum áður en tilraunin hófst. Þessir grunnu skurð-
ir gera lítið meira en að fleyta burt yfirborðsvatni.
Gróðurfar einkenndist fyrst og fremst af ýmsum votlendisstörum,
einkum mýrastör og vetrarkvíðastör, mýrafinnungi og elftingum. Hlutdeild
grasa var að meðaltali 24% (sjá nánar bls 11).
Uppskera í óáboma landinu var að jafnaði 6.5 hestburðir á hektara,
mest 10.4, minnst 4.6 .
Áburðarsvörun var fremur lítil í tilrauninni. Uppskeruauki varð
tæpir 10 hestburðir á hektara, þegar best lét, en yfirleitt minni. Hlut-
deild grasa jókst um helming við áburðinn. Uppskera jókst ekki að ráði
éftir áburð umfram 40N-26P, en það var minnsti áburðarskammturinn. Sá
stærsti var 80N-44P-58K. Kalíáburður hafði engin merkjanleg áhrif á upp-
skeru eða gróðurfar.
Áburðardreifing í tvö ár (60N-35P) hafði sáralítil eftirverkunar-
áhrif.
Tilraunin var endurtekin á ófriðuðu sambærilegu landi þessi sömu ár.
Beitin dró heldur úr hlut grasa x ábornu reitunum, miðað við hina tilraun-
ina, en hlutdeild þeirra var í heildina svipuð á óáboma landinu.
Beitarþungi var misjafn milli ára og sveifluðust uppskeruleifarnar á
bilinu frá 1 upp í 10 hestburði á hektara milli ára í ábomu reitunum óháð
því, hvort borið hafði verið á eða ekki. Samsvarandi sveifla, en minni,
kora fram í óábomu reitunum. Beitarfénaður virtist ekki gera mun á reitum
eftir mismunandi áburðargjöf.
Áhrif mismunandi áburðarliða á uppskeru í tilrauninni eru sýnd í
töflu 5 bls. 22.
Á næstu síðum eru línurit, sem sýna uppskeru og gróðurfar.
Línurnar, sem sýna áhrif áburðargjafar annað hvert ár og eftir-
verkun tveggja ára áburðargjafar, eru byggðar á meðaltali allra áburðarliða.
Meðaláburðarskammtur var 60N-35P á hektara.