Fjölrit RALA - 20.03.1980, Page 108
104
INNGANGUR.
í þessum síðari hluta fjölritsins veróur fjallað um viðbrögð gróð*-
urs í úthaga við áburðargjöf. í fyrri hluta ritsins var hver tilrauna-
staður tekinn fyrir og lýst áhrifum áburðargjafar. Einkum var staðnæmst
við uppskeru og hlutdeild grasa. Hér verður hver einstök tegund gerð að
umtalsefni eftir því sem heimildir leyfa.
Tilraununum er lýst náið í Inngangi ritsins hér að framan. Þar er
gerð grein fyrir áburðarliðum og meðferð. Hér er vísað til þess á bls.
12. Þar er einnig lýst aðferðinni, sem notuð var við mat á gróðurfari
og ekki er ástæða til að endurtaka það hér. ÞÓ er rétt að drepa á ein-
stök atriði: Uppskeruhringir - hálfur fermetri að flatarmáli hver-voru
lagðir eftir vissum reglum í reitina og þekja hverrar tegundar metin innan
þeirra áður en klippt var úr þeim. Fjórir hringir voru metnir í hverjum
reit fyrstu tvö árin, en tveir í hvorum reitshelmingi eftir skiptinguna,
sem gerð var á þriðja ári. Endurtekningar voru tvær í tilraunaflokki I
og II, en þrjár í flokki III og IV.
Ekki var hægt að greina milli áhrifa mismunandi áburðarskammta á
hlut einstakra tegunda í gróðurþekju. Því er miðað við meðaláburðarskammt
hverrar meðferðar. Tölur um áhrif áburðargjafar annað hvert ár og eftir-
verkunar tveggja ára áburðargjafar eru meðaltal fjögurra mismunandi áburð-
arliða í flokki I, II og IV og sjö liða í flokki III. Þetta meðaltal er
því byggt á 8 reitum í flokki I og II, 12 í flokki IV og 21 í flokki III.
Þegar gróðurfar var metið, var fyrst ákvörðuð skipting landsins
innan hringsins í gróið land og ekki gróið. Síðan var þekja einstakra
tegunda metin sem hundraðshlutur gróins lands. Ekki var metið nákvæmar
en fimm af hundraði. Tegundir*sem fundist í hringnum án þess að ná 5%
þekju#töldust hylja 1% hver. Surama hlutfallslegrar þekju þarf því ekki
að vera nákvæmlega 100%, en víkur ekki langt frá því.
Ætla má, að land innan tilraunagirðinga hafi verið friðað að veru-
legu leyti. Hliðinu var lokað, þegar borið var á (oftast í júní) og
ekki opnað aftur fyrr en að loknum slætti (oftast í september). Fé hefur
því verið á gjöf og á túnum fram undir það, að hliðinu var lokað. Á
haustin hefur gróður hins vegar að mestu verið sölnaður, þegar girðingarnar
voru opnaðar aftur.
Teknar eru til meðferðar 28 tilraunir eða allar þær sömu og fjallað
er um í fyrri hluta ritsins að einni undanskilinni. Sú var í Miðhúsum á
Reykjanesi vestra.