Fjölrit RALA - 20.03.1980, Page 109

Fjölrit RALA - 20.03.1980, Page 109
105 Tilraunirnar, sem hér eru til umræöu, ná yfir samtals 146 tilrauna- ár og að baki liggja 130 heildarathuganir. Lengd tilrauna er talin frá upphafi til (og með) síðasta athugunarárs. Gróðurgreining hefur fallið niður af ýmsum orsökum stöku ár og því eru heildarathuganir færri en til- raunaárin. í fyrri hluta ritsins er tilraununum raðað niður eftir gróðurfari. Þeirri röð verður haldið. Her á eftir fylgir tafla um gróðurfar á hverjum stað og meðaláburðarskammt (Tafla l.J Þá er átt við þann áburðarskammt, sem notaður var tvö fyrstu árin og síðan annað hvert ár. Árleg áburðar- gjöf var alltaf 100 kg N og 44 kg P á hektara. Gróðurfars þeirra reita er ekki getið nema frá þriðja ári, en reyndar er þá ekki að finna nema í til- raunaflokki II og III. Hér á eftir fylgja nokkrar töflur um hlut einstakra gróðurflokka í þekju og breytingar á henni við mismunandi meðferð á tilraunatímanum. Samskonar töflur eru settar upp til að sýna fjölda ríkjandi og víkjandi tegunda. Meðalþekja í áburðarlausum reitum fyrstu tvö árin sýnir gróðurfar landsins við upphaf tilraunar á hverjijm stað. Meðalþekja í áburöarlausum reitum frá þriðja ári til loka gefur hugmynd um áhrif friðunar á hvern tegundaflokk og einkunn þó samanburður þessara dálka. Þekja hverrar tegundar fyrstu tvö ár áburðargjafar er meðaltal úr öllum áburðarreitum öðrum en þeim, sem ætlaðir voru til árlegrar áburðar- gjafar framvegis. Þessir dálkar sýna fyrstu viðbrögðin við áburðargjöf og hvort hún er fljótvirk til breytinga á þekju tegundarinnar á hverjum stað eða ekki. Af fáeinum stöðum vantar gróðurgreiningu annað þessara tveggja ára. Næstu tveir dálkar sýna þekju tegundarinnnar að meðaltali allra athugana frá þriðja ári til loka tilraunarinnar, þegar gróðurfar ætti að hafa lagað sig að reglulegri áburðargjöf. Meðaláburðarskammtur, þar sem borið var á annað hvert ár,var minni en á reiti árlegrar áburðargjafar, eins og áður segir. Auk þess eru langfæstar athuganir á bak við miðdálk- inn. Eftirverkunardálkurinn sýnir varla nógu glögglega afturhvarf gróður- fars til fyrra horfs í og með vegna þess, að sumsstaðar breyttist áburð- arlausa landið líka á tilraunatímanum vegna friðunar. Til að gefa hugmynd um frávik þessara reita frá áburðarlausu reitunum er síðasta dálkinum bætt við. Þar má lesa mismun hlutfallslegrar þekju tegundarinnar í eftir- verkunarreitum og áburöarlausu reitunum síðasta ár tilraunarinnar. Þessa tölu verður að taka með varúð, því bak við hana stendur aöeins eitt ár. ÞÓ má hafa hana til hliðsjónar við mat á endingu áburðaráhrifanna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.