Fjölrit RALA - 20.03.1980, Page 111
107
Þar sem talað er um þekju einstakra tegunda í áburðarlausu reitunum,
er jafnan átt við meðaltal allra athugunarára frá upphafi til loka, nema
annars sé getið. Þessi háttur er hafður á við samanburð áburðarreita og
áburðarlausra reita, svo dæmi sé nefntr þvi væntanlega hafa allir liðir
notið svipaðrar friðunar.
Hér á eftir verður fjallað um hvern tegundaflokk og síðan hverja
tegund fyrir sig eftir þvír sem heimildir leyfa. Sömuleiðis verður tekin
fyrir gróðurþekja og fjöldi tegunda á hverjum stað.
ÁHRIF ÁBURÐAR Á GRÓÐURÞEKJU.
Gróðurlaust land v&r metið sér. Það náði 1% yfirborðs á 12 stöðum af
28 í upphafi tilrauna. Á fimm stöðum var ógróið land meira en 10% í byrjun
- mest 64% í Skálholtsvík og 43% í Melgerði. Víðast urðu litlar breytingar
á hluta ógróins lands í óábomum reitum á tilraunatímanum, en á nokkrum
stöðum var hlutur þess allbreytilegur milli ára.
Venjulega greri land fyrirstöðulítið upp við áburðargjöf, og hlutur
ógróins lands var víðast hverfandi, þar sem borið var á annað hvert ár. Á
tveimur eða þremur stöðum var ógróið land meira en 4% þeirra reita. Þeir
voru Skálholtsvík og Vaðlaheiði með 14% lands gróðurlaust og að líkindum
Jökuldalsheiði, en heimildir vantar þaðan. Þar hafði lítt eða ekki bætst
við gróðurþekju fyrstu tvö ár áburðargjafar. Gróðurþekja minnkaði svo
heldur, þegar hætt var að bera á eftirverkunarreitina. Gróðurlaust land
náði þá 25% í Skálholtsvík, 20% á Vaðlaheiði og 10% á Gæshólum. Heimildir
vantar af Jökuldalsheiði. Erfiðara reyndist að loka landi með áburði á
hálendi en láglendi og eins við erfið gróðurskilyrði á láglendi.