Fréttablaðið - 25.11.2020, Síða 1

Fréttablaðið - 25.11.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 5 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Krónan mælir með!Besta uppskeran núna! Þjóðleikhúsið stendur nú fyrir verkefninu Samt koma jólin í aðdraganda jólanna en um er að ræða farandleikhóp sem Örn Árnason leikstýrir. Hópurinn fer á milli staða þar sem fólk býr við einangrun vegna faraldursins og setur upp dagskrá. Sungin eru jólalög úr ýmsum áttum, ýmis jólakvæði f lutt og þá er einnig settur upp leikþáttur með jólaívafi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Kostnaður vegna upp- gjörs á skuldbindingum Íslands vegna Kyoto-samkomulagsins gæti numið innan við 200 milljónum króna frekar en áðurnefndum millj- örðum, ef marka má gengi svokall- aðra CER-eininga sem hægt er að kaupa til að borga fyrir umfram- mengun Íslands 2008 til 2012. Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs stjórnarráðsins, segir að CER-einingar séu jafngildar upp- haflega útgefnum Kyoto-mengun- arkvóta. Ekki er þörf á því að kaupa einingar úr ETS-viðskiptakerfi Evr- ópusambandsins að sögn Halldórs. Verð ETS-eininga liggur í kringum 25 evrur sem stendur, á meðan CER- einingar kosta innan við eina evru. – thg / sjá Markaðinn Kyoto-uppgjör kostar Ísland um 200 milljónir VIÐSKIPTI Landsnet tilkynnti við- skiptavinum sínum í gær að verðskrá til stórnotenda fyrirtækisins muni hækka um 5,5 prósent á næsta ári. Sigurður Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, segir hækkunina „óskiljanlega“. „Tíma- setningin er með ólíkindum.“ Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, tekur í svipaðan streng og segir að hækkunin sýni að breytinga sé þörf á regluverki Landsnets. Þór- dís Kolbrún Reykfjörð iðnaðarráð- herra segir að frumvarp um breyt- ingar á raforkulögum verði lagt fram á vorþingi, en þar verður tekið tillit til yfirstandandi vinnu um tekju- mörk Landsnets og samkeppnis- hæfni flutningskostnaðar raforku. – thg / sjá Markaðinn Segir hækkun á gjaldskrá vera óskiljanlega VIÐSKIPTI Eftir gríðarlegan vöxt í óverðtryggðum húsnæðislánum til heimila er vægi slíkra óverð- tryggðra lána nú í fyrsta sinn í sög- unni orðið meira en verðtryggðra lána hjá bönkunum. Vöxturinn er nánast alfarið í lánum á breytilegum vöxtum, en þau hafa aukist um 270 milljarða frá áramótum. Hlutdeild óverðtryggðra lána er um 52 prósent af íbúðalánasafni þeirra en var til samanburðar 32 prósent í ársbyrjun 2019. Valdimar Ármann, sérfræðingur hjá Arctica Finance, segir þetta vera „stór tíðindi fyrir íslenskan lána- markað og mjög jákvæð“ fyrir pen- ingastefnu Seðlabankans. Hann telur að þessi þróun haldi áfram og vægi verðtryggðra lána minnki. „Með vaxtalækkunum núna eru ráðstöfunartekjur heimila að aukast þegar skórinn kreppir að, og þegar kemur að því að framleiðsluslakinn fer úr hagkerfinu og Seðlabankinn þarf að fara að beita vaxtahækk- unum aftur munu þær bíta fastar á heimilin en áður.“ Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, segir aukið vægi óverðtryggðra lána, einkum á breytilegum vöxtum, hafa gert pen- ingastefnuna mun virkari. „Líklegt er að íbúðamarkaður hefði gefið meira eftir og einka- neysla ekki tekið eins við sér í sumar ef þorri heimila væri enn á fastvaxta verðtryggðum lánum, svo dæmi sé tekið.“ – hae / sjá Markaðinn Verðtryggingin hopar Ný óverðtryggð íbúðalán bankanna hafa aukist um 282 milljarða frá áramótum. Vægi þeirra nú meira en verðtryggðra lána. Gerir peningastefnuna mun virkari. 56 milljarða króna lánuðu bankarnir í ný óverðtryggð íbúðalán í október.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.