Fréttablaðið - 25.11.2020, Side 6

Fréttablaðið - 25.11.2020, Side 6
SKIPULAGSMÁL Strætó- og stofn- leiðir eru í forgangi þegar saltað og sandað er í Garðabæ, Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ekki barst svar frá Seltjarnarnesbæ og Kópa- vogi. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær var mikið um hálkuslys um liðna helgi þegar um 30 manns leit- uðu til bráðamóttöku vegna slíkra slysa. Þá barst blaðinu fjöldi ábend- inga um að misvel væri staðið að söltun og söndun í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Í Reykjavík „er alltaf saltað og sandað á öllum aðalleiðum en tekur lengri tíma að fara yfir allar gang- stéttir og göngustíga“. Um liðna helgi voru stofnleiðir settar í for- gang en ekki var saltað í húsagötum. Í Hafnarfirði var unnið lengur en vanalega vegna mikillar hálku í bænum og aðfaranótt mánudags hófst vinna við hálkuvarnir klukk- an 04.30 og var alla helgina lögð áhersla á varasama staði, aðalgötur og tengingar milli bæjarhluta. Í Mosfellsbæ voru strætóleiðir, stofn- götur og tengigötur saltaðar, „ásamt samgöngu- og öðrum tengistígum innan þéttbýlis Mosfellsbæjar“. Þá var í Garðabæ saltað á öllum strætóleiðum, aðalgötum og brekk- um í húsagötum, bæði á laugardag og sunnudag. „Markmiðið er að stofnbrautir, strætisvagnaleiðir, fjölfarnar safngötur, bílaplön við stofnanir, stofnanalóðir og aðkoma að skólum og leikskólum sé orðin greiðfær fyrir kl. 7.30 að morgni. Í framhaldi er oft farið í húsagötur.“ Kostnaður borgarinnar við snjó- hreinsun og hálkueyðingu eftir veturinn 2018-2019 nam tæpum 694 milljörðum króna en kostnaðurinn er breytilegur milli ára og fer að mestu eftir veðurfari. – bdj Strætó- og stofnleiðir settar í forgang Byrjað verður á því að salta strætó- og stofnleiðir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Aðalfundur Golfklúbbsins Odds 2020 Aðalfundur Golfklúbbsins Odds verður haldinn í golfskálanum í Urriðavatnsdölum fimmtudaginn 3. desember kl. 20:00*. Dagskrá: • Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári. • Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. • Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. • Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna skv. 19. gr. ef ein- hverjar eru. • Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. • Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. Fjárhagsáætlun næsta árs kynnt. • Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. • Kosning þriggja manna í kjörnefnd. • Önnur málefni ef einhver eru. Stjórn Golfklúbbsins Odds. *Tekið verður tillit til þeirra samkomutakmarkana sem í gildi verða þann 3. desember. Við gerum ráð fyrir að fundurinn verði rafrænn og kosning fari fram rafrænt. Til að taka þátt í kosningu þarf að skrá sig á fundinn og allar upplýsingar um hvernig það fer fram verða sendar út í tölvupósti á félagsmenn og einnig verða þær aðgengilegar á heimasíðu GO, oddur.is. Ný tvöföld virkni sem veitir hraða og langvarandi vörn gegn tannkuli. HEILBRIGÐISMÁL Svandís Svavars- dóttir heilbrigðisráðherra segir að skerðing þjónustu við sjúklinga á Landspítalanum komi ekki til greina sem hluti af hagræðingar- aðgerðum. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við blaðið í gær að á næsta ári verði 4,1 milljarði bætt við rekstur spítalans, aðhaldskrafan sé 400 millljónir króna. Það sé verkefni forstjóra spítalans og ráðherra að finna út úr því hvernig takast eigi á við upp- safnaðan halla. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum stendur spítalinn frammi fyrir 4,3 milljarða króna hagræðingarkröfu þegar tekið sé mið af uppsöfnuðum halla síðustu ára. Fresta hafi þurft hluta hagræð- ingaraðgerða í ár vegna COVID-19 faraldursins, en með því að fá lengri tíma til að vinna upp hallann verði hallinn 1,4 milljarðar á næsta ári. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyt- inu mun Landspítalinn fá á móti 1,3 milljarða til samræmis við öldrun þjóðarinnar, auk viðbótarf jár- magns vegna launa- og verðlags- breytinga. Í svari við fyrirspurnum þing- manna Samfylkingarinnar, Við- reisnar og Pírata á Alþingi í gær, sagði Svandís að Landspítalinn hefði verið meðvitaður um hall- ann. Þá sé aðhaldskrafan, 0,5 pró- sent, lögð þvert á allar heilbrigðis- stofnanir landsins. Það hafi legið fyrir frá upphafi faraldursins að allur sá viðbótarkostnaður yrði bættur. Hyggst hún funda með for- svarsmönnum spítalans á næstu dögum. – ab Skerðing þjónustu ekki í farvatninu á Landspítala Svandís ætlar ekki að skerða þjónustu við sjúklinga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LANDHELGISGÆSLAN „Þessi staða er auðvitað grafalvarleg,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslu Íslands, um þá stöðu að frá miðnætti í kvöld verður engin björgunarþyrla Landhelgis- gæslunnar til reiðu í að minnsta kosti tvo sólarhringa. Flugvirkjar hjá Landhelgisgæsl- unni hafa verið í verkfalli frá 5. nóvember. Svokallaðir spilmenn í áhöfnum björgunarþyrla Gæslunn- ar sem eru f lugvirkjar eru þó ekki í verkfalli og hafa þeir getað haldið í notkun einu f lughæfu þyrlunni, TF-GRÓ. Nú er hins vegar komið að reglubundnu viðhaldi á þyrlunni. Það geta spilmennirnir annast en það tekur minnst tvo sólarhinga að ljúka því. „Undanfarnar vikur höfum við haft eina þyrlu til taks, TF-GRÓ. Við höfum lagt allt kapp á það að hún sé útkallshæf og fær til þess að sinna neyðarþjónustu. En nú liggur fyrir að á miðnætti þarf hún að fara í reglubundna skoðun sem tekur að lágmarki tvo daga. Þar af leiðandi verður engin þyrla til taks á meðan,“ útskýrir Ásgeir. Tvær aðrar þyrlur Gæslunnar eru úr leik. TF-EIR er í viðhaldi og hin 34 ára gamla TF-LÍF hefur verið sett á sölu og verður ekki notuð af Gæslunni framar. „Þegar verkfallið skall á þá var TF- EIR í viðhaldi og þessar tæpu þrjár vikur sem verkfallið hefur staðið yfir hefur engin viðhalds vinna getað farið fram á TF-EIR. Upphaf- lega áætlunin var sú að TF-EIR hefði átt að vera tilbúin þegar TF-GRÓ færi í þessa viðhaldsskoðun sem hún er að fara í,“ segir Ásgeir. Ýmislegt getur komið upp á við skoðunina og hún tekið lengri tíma en tvo daga, sem Ásgeir kveðst auð- vitað vonast til að verði ekki. „Auðvitað er það ekki kjörstaða að hafa aðeins eina björgunarþyrlu til taks en það er grafalvarleg staða að hafa enga þyrlu til taks. Og það er sömuleiðis alvarlegt að þessi viðhaldsþörf eykst með hverjum degi og vandamálið stækkar þar af leiðandi,“ segir Ásgeir. Í yfirlýsingu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraf lutninga- manna er skorað á samninganefnd „að leita allra leiða til að ná samn- ingum við f lugvirkja Landhelgis- gæslunnar og koma í veg fyrir graf- alvarlegt ástand sem skapast þegar keðja neyðarþjónustu er rofin“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tekur undir þessar áhyggjur. „Flugvirkjum standa auðvitað til boða sömu launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið og það er miður að ekki hafi náðst að semja,“ segir hún. Áslaug segir valkosti í stöðunni hafa verið rædda í ríkisstjórn í gær. Lög á verkfallið væru ein af leið- unum. Hún átti einnig fund með Georg Lárussyni, forstjóra Land- helgisgæslunnar. „Hann ætlar að skila mér ítarlegri greiningu á lang- tímaaf leiðingum ef þetta stendur lengur yfir,“ segir ráðherrann. Ekki er að vænta aðstoðar á næstu dögum frá Dönum sem hafa lánað Landhelgisgæslunni þyrlur af varðskipum sínum. „Landhelgis- gæslan er með samning við Dani og þyrlur dönsku varðskipanna hafa gjarnan verið til taks fyrir Land- helgisgæsluna ef eftir því hefur verið leitað, en sá möguleiki er ekki fyrir hendi nú þar sem danskt varð- skip er ekki í nágrenni við Ísland,“ segir Ásgeir Erlendsson. gar@frettabladid.is einarthor@frettabladid.is Björgunarþyrluleysi er nú sagt óumflýjanlegt Engin björgunarþyrla verður til taks á Íslandi í minnst tvo daga jafnvel þótt ríkið næði samningi við flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Dönsk varðskip eru ekki við Ísland og ekki í boði að nýta þyrlusamning Gæslunnar við Dani. TF-GRÓ er eina björgunarþyrlan sem er til taks fyrir Gæsluna en hún fer í viðhald í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Flugvirkjum standa auðvitað til boða sömu launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið. Áslaug Arna Sigurbjörns­ dóttir dómsmála­ ráðherra 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.