Fréttablaðið - 25.11.2020, Page 14

Fréttablaðið - 25.11.2020, Page 14
GOLF „Það er ekki hægt að lengja golfvelli endalaust. Það eru færri hlutar leiksins sem skipta máli þessa dagana. Áður fyrr þurfti meira að hugsa út í leikskipulag en öll tölfræði sýnir að ef þér tekst að slá nógu langt og halda þér þokka- lega í leik muntu hafa forskot á and- stæðingana sem slá styttra,“ segir Úlfar Jónsson, sexfaldur Íslands- meistari í höggleik, fyrrverandi landsliðsþjálfari og PGA-kennari, aðspurður út í breytinguna sem hefur átt sér stað í högglengd kylf- inga undanfarna áratugi. Um síðustu helgi tókst lítt þekkt- um heimamanni að slá rúmlega 400 metra högg á Evrópumótaröðinni í Suður-Afríku og eru kylfingar nú til dags að gera lítið úr sögufrægum völlum með högglengd sinni. Fara þarf aftur til ársins 1997 þegar John Daly tókst fyrstum að slá yfir þrjú hundruð jarda að meðaltali með driver af teig í upphafshöggum. Það var fyrsta ár Tiger Woods á mótaröðinni og vakti Woods strax athygli fyrir högglengd sína sem var tæplega 300 jardar að meðal- tali. Í dag eru 110 kylfingar á PGA mótaröðinni sem eru að slá 300 jarda eða lengra að meðaltali með driver af teig og er Bryson DeCham- beau högglengstur með 337,8 jarda að meðaltali. Meðaltalið á móta- röðinni er rétt undir 300 jördum og er Tiger í 204. sæti yfir högglengstu kylfingana með driver með meðal- tal upp á 290 jarda. Það sama á við um LPGA-móta- röðina, sterkustu mótaröð heims í kvennaf lokki. Þegar fyrst var haldið utan um tölfræði um högg- lengd kylfinga á LPGA-mótaröð- inni voru högglengstu kylfingarnir að slá að meðaltali um 265 jarda í upphafshöggunum með driver. Bianca Pagdanganan er högglengsti kylfingurinn á LPGA-mótaröðinni þessa dagana með tæplega 290 jarda í upphafshöggunum. Faðir Pagd- anganan hefur lýst því yfir að hún verði fyrsti kylfingurinn til að kom- ast yfir þrjú hundruð jarda meðal- talið en lengsta upphafshöggið í sögu mótaraðarinnar er 349 jarda högg Lexi Thompson árið 2018. „Þetta er í rauninni bara áfram- hald af því sem gerðist fyrir alda- mót þegar Tiger Woods kom fyrst inn á mótaröðina. Tiger var að slá mun lengra en allir keppinautarnir á þeim tíma og fram að því þurftu kylfingar ekkert endilega að vera högglangir. Eftir að Tiger byrjaði að slá miklu lengra en aðrir fóru mótshaldarar að lengja vellina til að gera þá meira „Tiger proof“ ef svo má segja, svo að hann væri ekki að slá upp að flötinni á öllum holum. “ Eftir erfiða baráttu við meiðsli hefur Tiger tekist að vinna þrjú mót á tveimur árum, þar af einn risatitil, en hann er ekki lengur í sama sér- flokki þegar kemur að högglengd á mótaröðinni. „Tiger hafði rosaleg áhrif á þessa kynslóð sem kom í kjölfarið á honum og eru bestu kylfingar heimsins í dag. Þessir kylfingar sem eru f lestir á bilinu 20-30 ára eru allir í hörkuformi og með allt aðra tæknilega þjálfun en þeir sem eru eldri. Sem dæmi var á mínum unglingsárum þegar ég var að æfa og keppa aldrei minnst á högglengd. Þjálfarar töluðu lítið sem ekkert um um að slá langt heldur einblíndu á að slá beint og ná upp stöðugleika. Í dag er fyrst og fremst lögð áhersla á högglengd og hitt lærist með tím- anum hjá metnaðargjörnum kylf- ingum,“ segir Úlfar, sem er sjálfur golfkennari. „Ef þú ætlar að ná langt, hvort sem það yrði í áhuga- eða atvinnu- mennsku, þá verðurðu að geta slegið langt. Það eu fá dæmi um velgengni til lengri tíma hjá högg- styttri kylfingum þessa dagana. Þeir bestu eru högglangir og vell- irnir eru að lengjast til að auka erf- iðleikastigið,“ segir Úlfar og tekur einn frægasta völl heims sem dæmi. „Það er ekki hægt að lengja gamla völlinn á St. Andrews mikið lengur. Ég held að það hafi verið Gary Player sem sagði að stærstur hluti mótaraðarinnar myndi slá inn á úr upphafshögginu á annarri hverri holu ef veðrið er í lagi. Fyrir vikið verður völlurinn ekki sama áskor- unin lengur. “ Það er sjaldgæft að kylfingar séu að móta eigin sveif lu þessa dagana líkt og Daly gerði á sínum tíma en þó eru dæmi um það. „Það er sjaldgæfara en það eru enn dæmi um að kylfingar fari óhefðbundnari leiðir. Matthew Wolff er með mjög sérstaka sveif lu sem leggur áherslu á mjaðma- hnykk. Hann er sérstaklega þjálf- aður til að vera með mikinn kraft og er með högglengri mönnum mótaraðarinnar.“ Aðspurður hvort það gæti komið til þess að mótaraðirnar setji strangara regluverk þegar kæmi að boltum sagðist Úlfar ekki viss hvaða aðgerða væri hægt að grípa til. „Það er erfitt að segja, golfið er ein af fáum íþróttum sem er ekki með sérstaka keppnisbolta. Þetta er viðkvæmt mál því framleiðend- urnir eru ekkert endilega tilbúnir til þess.“ kristinnpall@frettabladid.is Högglengd skiptir öllu í dag Úlfar Jónsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi og PGA-kennari segir að áherslubreyting í tækniþjálfun skili aukinni högglengd á sterkustu mótaröðum heims. Ekki sé endalaust hægt að lengja brautirnar. Bianca Pagdanganan er nýliði á LPGA-mótaröðinni. Þessi 23 ára gamli kylfingur er högglengsti kylfingur mótarað- arinnar og er hún strax farin að gera sig líklega á stærstu mótunum á sterkustu mótaröð heims. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Vöðvafjallið Bryson DeChambeu hefur vakið athygli fyrir breytingar á líkama sínum sem hefur aukið högglengdina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FIMLEIKAR Þegar fimm ár eru í að leigusamningi Fylkis við Reykjavík- urborg um afnot af húsnæði í Norð- lingaholti undir starf félagsins, eru viðræður hafnar um hvert næsta skref verður. Á fundi borgarráðs fyrir helgi kom fram að fimleika- hús Fylkis væri eitt þeirra verkefna sem raðaðist hæst í forgangsröðun íþróttamannvirkja í Reykjavíkur- borg. Meðal þess sem rætt var, var möguleikinn á því að húsnæðið í Norðlingaholti yrði stækkað til að auka rýmið og leigusamningurinn framlengdur en Reykjavíkurborg myndi eignast húsið við lok leigu- tímans. Þá verður möguleikinn skoðaður á því að reisa nýtt fim- leikahús á starfssvæði Fylkis í Lautinni í takt við framtíðarsýn félagsins. Aðspurð segir Guðrún Ósk Jak- obsdóttir, formaður stjórnar fim- leikadeildar Fylkis, vera komið upp ákveðið aðstöðuleysi í Norð- lingaholti. „Í upphafi var okkur seld hugmyndin um að við hefðum báðar hæðirnar fyrir okkur, en það eru komnar fleiri deildir inn í húsið. Það átti meðal annars að vera auð- velt aðgengi að stúkum en í dag erum við í raun bara með æfinga- húsnæði. Við erum með mjög góða æfingaaðstöðu en við getum ekki haldið mót eða jafnstórar sýningar og við hefðum óskað okkur. Það er búið að þrengja að okkur að því leyti að það er varla nein aðstaða fyrir þjálfara eða geymsla.“ Fimleikadeild Fylkis taldi mögu- leikann um aðstöðu í Lautinni ekki standa til boða fyrr en nýlega. „Samkvæmt umhverfismati var búið að segja að það yrði ekki raun- sætt að byggja fimleikahús í Laut- inni. Það væri ekki hægt að bæta umferðinni við þetta svæði, en svo var bakkað með þær fullyrðingar og þá kom Lautin aftur inn í myndina,“ sagði Guðrún, þegar hún var spurð út í möguleikann á flutningum nær félagsheimili Fylkis. „Það var búið að vinna margar þarfagreiningar og þar sást að það myndi henta okkur best að komast að í Lautinni. Með því gætum við samræmt betur starf okkar við starf félagsins þó að við séum auðvitað í ákveðnu hlutverki að reyna að þjón- usta Norðlingaholtið vel.“ – kpt Skoða möguleikann á nýju fimleikahúsi í Árbæ Úr sal Fylkis í Árbæ. MYND/AÐSEND NFL Forráðamenn NFL-deildar- innar í amerískum ruðningi til- kynntu í gær hertar aðgerðir til að reyna að hefta frekari útbreiðslu kórónaveirunnar. Nú verður leik- mönnum skylt að bera grímu þegar þeir eru ekki inni á vellinum, en áður þurftu þeir ekki að hafa grím- una uppi þegar þeir voru á hliðarlín- unni. Reglurnar taka gildi á morgun þegar hinir árlegu leikir á þakkar- gjörðarhátíðinni fara fram. Alls greindust 108 leikmenn og þjálfarar með kórónaveirusmit í síðustu tveimur skimunum innan deildarinnar eftir að 146 smit greindust í ellefu skimunum þar áður. Það verða því hertar reglur um hversu margir leikmenn ferðast með liðinu í hvern leik og hversu margir starfsmenn fá aðgengi að liðinu. Fyrr á þessu ári voru þjálfarar sem brutu reglur um grímunotkun sektaðir um hundrað þúsund doll- ara af deildinni, en í nýjustu sótt- varnareglum NFL eru boðaðar hertar refsingar. – kpt. Grímuskylda á hliðarlínunni FÓTBOLTI Titilvörn Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og liðsfélaga í Lyon hefst gegn Juventus í 32 liða úrslit- um Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í útsláttarkeppnina í gær og fara leikirnir fram um miðjan desember. Sara skoraði þriðja mark Lyon og innsiglaði um leið sigur franska félagsins í úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrr á árinu. Með því varð hún fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeildina og fyrsti Íslendingurinn til að skora í úrslita- leiknum. Áhugaverð viðureig n bíður Rosengård með Glódísi Perlu Vig- gósdóttur og stöllur gegn Lanchk- huti frá Georgíu og þá mætast hin norsk-íslenska María Þórisdóttir og Cloé Lacassé sem fékk í fyrra íslenskan ríkisborgararétt í viður- eign Chelsea og Benfica. – kpt. Titilvörn Söru hefst á Ítalíu Sara Björk og samherjar hennar eiga titil að verja. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.