Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 20
Eftir gríðarlegan vöxt í óverðtr yggðum hús-næðislánum banka til heimila að undanförnu, sem nemur liðlega 280 milljörðum á fyrstu tíu mánuðum ársins, er nú svo komið að vægi slíkra óverðtryggðra lána er í fyrsta sinn í sögunni orðið meira en verðtryggðra lána hjá bönkunum. Samkvæmt nýjum hagtölum Seðlabankans um bankakerf ið jukust ný óverðtryggð húsnæðis- lán, að frádregnum uppgreiðslum, um samtals 56 milljarða í síðasta mánuði á sama tíma og heimilin greiddu hins vegar niður verð- tryggð lán sín um rúmlega 10 milljarða. Í kjölfarið er hlutdeild óverð- tryggðra lána hjá íslensku bönkun- um yfir 52 prósent á móti tæplega 48 prósenta hlutdeild verðtryggðra lána en húsnæðislán bankanna til heimila námu samtals um 1.206 milljörðum króna í lok október. Til samanburðar nam hlutdeild óverðtryggðra lána 38 prósentum í byrjun þessa árs og 32 prósentum í ársbyrjun 2019. Valdimar Ármann, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, segir þetta vera „stór tíð- indi fyrir íslenskan lánamarkað og mjög jákvæð“ fyrir peningastefnu Seðlabankans. „Með vaxtalækkunum núna eru ráðstöfunartekjur heimila að aukast þegar skórinn kreppir að, og þegar kemur að því að fram- leiðsluslakinn fer úr hagkerfinu og Seðlabankinn þarf að fara að beita vaxtahækkunum aftur munu þær bíta fastar á heimilin en áður. Að öllu öðru óbreyttu ætti bankinn að þurfa að beita vaxtatækinu af meiri nærgætni í framtíðinni þar sem áhrifin verða mun meiri,“ segir Valdimar. Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, bendir á að bankarnir hafi undanfarin ár verið með allsterka stöðu í óverð- tryggðum íbúðalánum meðan lífeyrissjóðir hafi almennt verið umsvifameiri í verðtr yggðum lánum. Það sem sé hins vegar nýlunda er hraður vöxtur óverð- tryggðra lána á breytilegum vöxt- um hjá bönkunum en slík lán hafa aukist um 270 milljarða frá árs- byrjun á meðan lán með nokkurra ára vaxtabindingu hafa vaxið um 12 milljarða. „ St ý r i v a x t a l æ k k u n S e ðl a - bankans,“ útskýrir Jón Bjarki, „er lykiláhrifaþáttur í þessari þróun. Vaxtakjör lána á breytilegum vöxt- um eru hagstæðari en nokkru sinni fyrr á sama tíma og aukin sam- keppni og breyttur reglurammi hefur auðveldað almenningi að endurfjármagna lán sín. Að sama skapi hefur munur á verðtryggð- um og óverðtryggðum vöxtum minnkað og er talsvert minni þessa dagana en sem nemur væntri verð- bólgu á komandi misserum á nán- ast alla mælikvarða.“ Hann telur aðspurður ek k i ósennilegt að vægi verðtryggðra lána muni halda áfram að minnka jafnt og þétt. „Við gætum þó séð tímabundinn vöxt í þeim á nýjan leik ef aftur skapast aðstæður þar sem verðbólga er lítil á sama tíma og nafnvextir hækka á nýjan leik, ekki ósvipað og var þegar seinasta þensluskeið stóð sem hæst. Ég tel hins vegar að verðbólga eigi eftir að verða stöðugri og nafnvaxtastig í landinu lægra á komandi árum að jafnaði en verið hefur í nútíma hag- sögu landsins,“ segir Jón Bjarki. Valdimar tekur í sama streng. Aukin útgáfa íbúðalána hjá bönk- unum í kjölfar mikilla vaxta- lækkana Seðlabankans – þeir hafa lækkað úr 3 prósentum í 0,75 pró- sent á árinu – sé mjög eðlileg enda eru bankarnir langsamlega sam- keppnishæfastir í veitingu lána með f ljótandi nafnvöxtum. „Að öllum líkindum mun þessi þróun einungis halda áfram,“ útskýrir hann, og segir það vera jákvætt fyrir íslenska hagstjórn. „En næstu skref þurfa svo að þró- ast í framhaldinu sem er að fastir óverðtryggðir vextir geti verið raunhæfur valmöguleiki og tryggja að möguleikar til endurfjármögn- unar séu sveigjanlegir og ódýrir,“ að sögn Valdimars. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka er á sama máli og segir aukið vægi óverðtryggðra lána, einkum og sér í lagi á breytilegum vöxtum, hafa gert peningastefnuna mun virkari hvað varðar áhrif á heimili lands- ins. Þróunin frá áramótum sé skýrt merki um það. „Líklegt er að íbúðamarkaður hefði gefið meira eftir og einka- neysla ekki tekið eins við sér í sumar ef þorri heimila væri enn á fastvaxta verðtryggðum lánum, svo dæmi sé tekið,“ að sögn Jóns Bjarka, en að því leyti sé þessi þróun býsna jákvæð þótt hún hafi vissulega á hinn bóginn gert heim- ilin næmari fyrir hækkun skamm- tímavaxta. „Séu slík lán hins vegar orðin útbreidd í hagkerfinu dregur það á endanum úr líkunum á því að Seðlabankinn þurf i stórtækar breytingar á stýrivöxtum til að ná fram tilætluðum áhrifum á innlenda eftirspurn og sparnað,“ segir hann. hordur@frettabladid.is 282 milljarða hafa bankarnir lánað í ný óverðtryggð hús- næðislán á árinu. MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is 800 700 600 500 400 300 200 100 ✿ Óverðtryggð íbúðalán fara fram úr verðtryggðum í milljörðum króna n Verðtryggð lán n Óverðtryggð lán ja n. 17 fe b. 17 m ar .1 7 ap r.1 7 m aí .1 7 jú n. 17 jú l.1 7 ág ú. 17 se p. 17 ok t.1 7 nó v. 17 de s. 17 ja n. 18 fe b. 18 m ar .1 8 ap r.1 8 m aí .1 8 jú n. 18 jú l.1 8 ág ú. 18 se p. 18 ok t.1 8 nó v. 18 de s. 18 ja n. 19 fe b. 19 m ar .1 9 ap r.1 9 m aí .1 9 jú n. 19 jú l.1 9 ág ú. 19 se p. 19 ok t.1 9 nó v. 19 de s. 19 ja n. 20 fe b. 20 m ar .2 0 ap r.2 0 m aí .2 0 jú n. 20 jú l.2 0 ág ú. 20 se p. 20 ok t.2 0 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 Í ma. kr. -10.000 ✿ Ný íbúðalán á árinu 2020 jan. feb. mar. apr. maí. jún. júl. ágú. sep. okt. Þarna eru menn að nálgast verkefnið á rangan hátt. Það er mikill þrýstingur á bæjaryfir- völd að fá ljósleiðara enda er hraði nettenginga eitt af þeim málum sem brenna hvað mest á lands- byggðinni,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, í samtali við Markaðinn. Þar, eins og víðar á landsbyggðinni, hefur lagning ljós- leiðara verið bundin við dreif býlið á meðan þéttbýlið situr uppi með kopartengingar. „Það að búa ekki við þessa þjónustu er ólíðandi og hamlandi. Nútímatækni skiptir jafnmiklu máli í þéttbýli á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu,“ bætir hann við. Drög að markaðsgreiningu Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) eru nú til umsagnar, en í þeim tekur stofnunin þá afstöðu að enn þá sé til staðar staðganga milli kopar- og ljósleiðaraneta. Staðganga þýðir að verð þjónustunnar sé sá þáttur sem ræður mestu um val neytenda á internetþjónustuveitanda. Næst á eftir komi gæði þjónustu þjónustu- veitandans og í þriðja sæti sé hraði. Þetta bendir til þess að mismunandi möguleikar á hraða í kopar- og ljós- leiðaratengingum sé ekki mjög afgerandi þáttur þegar kemur að vali neytenda. Með því að skilgreina ljósleið- ara- og kopartengingar þannig að staðganga sé þeirra á milli, verður markaðsstaða Mílu, sem á og rekur helstu fjarskiptainnviði landsins, sterkari í augum PFS. Haft var eftir Jóni Ríkharði Kristjánssyni, fram- kvæmdastjóra Mílu, í Markaðinum í síðustu viku að PFS gæti þannig réttlætt frekari kvaðir Mílu sem bitna á lagningu ljósleiðara á lands- byggðinni. „Afstaða stofnunarinnar vekur óhjákvæmilega upp tvær spurn- ingar. Annars vegar hvort ljósleið- aravæðing sé óþörf þar sem kopar- tengingar eru fyrir. Og hins vegar hvort hægt sé að leysa internetmál þéttbýlisstaða úti á landi með lægra verði til endanotenda á tengingum yfir kopar. Að mati Mílu er þetta ekki í neinu samræmi við áherslur sveitarstjórna, stefnu stjórnvalda, markaðssetningu fjarskiptafélaga og vilja neytenda,“ sagði Jón Rík- harður. Þegar skipt var um vatnslagnir í einni götu í Ólafsvík í fyrra, nýtti Míla tækifærið og lagði ljósleiðara í götuna. Kristinn bæjarstjóri bendir á að allir íbúar í götunni hafi valið ljósleiðara fram yfir koparteng- ingu/ljósnet. „Hvers vegna velur fólk ljósleiðar- ann? Vegna þess að hraðinn skiptir mestu máli og þau tækifæri sem honum fylgja, en fáir spá í hvort þeir þurfi að borga nokkrum hundrað- köllum meira til fjarskiptafyrir- tækja. Þess vegna eru íbúar eins og í Snæfellsbæ að kalla eftir því að fá ljósleiðara inn til sín,“ segir Krist- inn. – þfh Fáir vilja fórna hröðu neti fyrir nokkra hundraðkalla Það að búa ekki við þessa þjónustu er ólíðandi og hamlandi. Nútímatækni skiptir jafn- miklu máli í þéttbýli á landsbyggðinni og á höfuð- borgarsvæðinu. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæ- fellsbæjar Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 P R E N T U N .IS Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Jólakökur,Smákökur,Stórar piparkökurtil að skreyta,PipakökuhúsO.m.fl. JÓLIN ERU HJÁ OKKUR... ......................................... www.bjornsbakari.is Óverðtryggð lán taka fram úr í fyrsta sinn Ný óverðtryggð íbúðalán bankanna 56 milljarðar í október og er vægi þeirra nú meira en verðtryggðra lána. Sérfræðingar telja að hlutur verðtryggingar muni minnka frekar og Seðlabankinn verði að beita vaxtatækinu af meiri nærgætni. Aukið vægi óverð- tryggðra lána, einkum á breytilegum vöxtum, hefur gert peninga- stefnuna mun virkari hvað varðar áhrif á heimili landsins. Jón Bjarki Bents- son, aðlhagfræð- ingur Íslandsbanka 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.