Fréttablaðið - 25.11.2020, Side 26
Jakobsson Capital verðmetur TM á 40,1 krónu á hlut, en markaðs-virðið er 46,2. Vakin er athygli
á því í verðmatinu að TM geti ekki
fært sér í nyt yfirfæranlegt skatta-
tap Lykils, sem sameinað var trygg-
ingafélaginu. Greinandi Jakobsson
Capital hafði reiknað með nær
engri skattgreiðslu á þriðja árs-
fjórðungi.
Við mat greinanda á sameiningu
fyrirtækjanna var meðal annars
horft til umtalsverðs skattalegs
taps Lykils sem „haldið var á lofti
og að fjárfestum sem einn af sölu-
punktunum fyrir ávinningi sam-
einingar.“
Jakobsson Capit al t aldi að
skattalega tapið myndi nýtast allri
samstæðunni. „Það er takmark-
aður ávinningur af takmarkaðri
nýtingu á yfirfæranlegu skatta-
legu tapi,“ segir hann. Fram kemur í
skýringum ársreiknings að félögin
séu ekki samsköttuð.
Jakobsson Capital hafði metið
virði yfirfæranlegs skattalegs taps
á um þrjá milljarða króna ef það
nýttist fyrir alla samstæðuna. Í
verðmatinu segir að erfitt sé að
meta ávinning skattalegs taps
nema í kjölfar útgáfu ársreiknings.
„Gróft mat nú gefur að verðmæti
yfirfæranlegs skattalegs taps sé vel
rúmlega einn milljarður og lækkar
um tæpa tvö milljarða króna,“ segir
greinandi Jakobsson Capital.
Fulltrúar Kviku banka og TM
ræða sameiningu fyrirtækjanna.
„Mikil samlegð er með Kviku og
Lykli en efnahagsreikningur Lykils
hentar Kviku fullkomlega og öfugt.
Vandi Kviku er ofgnótt fjármagns á
breytilegum vöxtum sem félagið á
í vandræðum með að koma í næga
ávöxtun. Lykil skortir fjármögnun
á breytilegum vöxtum en skortir
ekki útlán. Ljóst er að verðmæti TM
eru mun meiri fyrir Kviku en hinn
almenna fjárfesti. Bæði vegna sam-
legðar og hugsanlega vegna yfir-
færanlegs skattalegs taps,“ segir í
verðmatinu. – hvj
Nýtir ekki
skattatap
Lykils
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að að greiða upp eig-endalán sem upphaf lega
var um 12 milljarðar, sem veitt var
til fyrirtækisins í kjölfar fjármála-
hrunsins 2008. Á árinu voru tæpir
sex milljarðar greiddir upp.
Að sögn Ingvars Stefánssonar,
framkvæmdastjóra fjármála, eru
eftirstöðvar eigendalánsins nú lið-
lega 3,6 milljarðar króna, en Ingvar
segir að áætlað sé að eigendalánið
verði greitt upp að fullu á fyrsta
ársfjórðungi næsta árs. „OR hefur
nú góð tækifæri til að endurfjár-
magna skuldir. Vextir eru lágir og
efnahagsreikningur hefur styrkst
mjög á síðustu árum og er eigin-
fjárhlutfall ríf lega 47 prósent í lok
septembermánaðar.“
Að sögn Ingvars skiptir meira
máli hlutfall handbærs fjár frá
rekstri og nettóupphæð skulda.
„Við viljum koma því niður fyrir 5.
En það má segja að OR sé komin á
lygnan sjó núna. Lánveitendur telja
rekstur fyrirtækisins góðan, sem
sést á lækkandi álagi á lánum.“
Tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af
heitavatnssölu jukust um 1,2 millj-
arða á fyrstu níu mánuðum ársins.
Tekjuaukninguna má að einhverju
leyti rekja til gjaldskrárhækkana
í samræmi við verðlagsþróun, en
mikil magnaukning í sölu er megin-
drif kraftur tekjuaukningarinnar,
að sögn Ingvars. „Viðskiptavinum
hefur fjölgað, enda verið mikil upp-
bygging húsnæðis á höfuðborgar-
svæðinu að undanförnu. Kalt veður
á þessu ári er þó meginskýringin á
aukinni eftirspurn,“ segir Ingvar.
Rekstrartekjur OR á fyrstu níu
mánuðum ársins námu um 35
milljörðum króna, sem er um 1,5
milljarða aukning frá sama tíma-
bili í fyrra. Stærsti einstaki við-
skiptavinur OR er álframleiðandinn
Norðurál, en tekjur OR hafa engu
að síður haldist í horfinu á árinu.
„Álverð nú er á svipuðum slóðum og
það var í upphafi árs áður en COVID
hóf innreið sína af fullum krafti. Þó
að það séu sveiflur á álverði er sala
vegna álverðstengdra samninga
aðeins um 12 til 13 prósent af heild-
artekjum okkar, enda með margar
aðrar stoðir í okkar rekstri,“ segir
Ingvar. – thg
OR fyrirhugar að greiða upp eigendalán snemma á næsta ári
Auknar tekjur af heitavatnssölu vega þungt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Va x t a r s j ó ð u r i n n Scottish Equity Part-ners (SEP), sem fjár-festi meðal annars í Skyscanner árið 2007, hefur fjárfest
fyrir á annan milljarð króna í hug-
búnaðarfyrirtækinu Dohop. Fyrir
vikið eignaðist sjóðurinn um 30
prósenta hlut í íslenska fyrirtækinu.
Davíð Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Dohop, segir að horft sé til þess
að nýta fjármagnið til að styðja við
áframhaldandi vöxt og ráða 50-60
starfsmenn á næstu tveimur árum.
Hugbúnaðarþróun félagsins verði
áfram að stórum hluta hérlendis.
Starfsmenn eru nú 45.
Dohop þróar hugbúnað fyrir
f lugfélög. Í grunninn hjálpar hug-
búnaðurinn f lugfélögum að selja
tengif lug á heimasíðum sínum.
Hér á landi er fyrirtækið þekkt
fyrir heimasíðu sína þar sem hægt
er að leita að flugi víða um heim. Á
undanförnum árum hefur áherslan
flust af rekstri heimasíðunnar yfir
í að þróa hugbúnað þar sem fólk
leitar að tengif lugi á heimasíðu
f lugfélaga. Samningur við EasyJet
árið 2017 markaði ákveðin þátta-
skil hvað það varðar.
Þurftu að sýna biðlund
Davíð segir að ferlið við að afla auk-
ins hlutafjár hafi tekið töluverðan
tíma. Starfsmenn Dohop hafi hitt
fulltrúa SEP í október 2019, kaup-
skilmálar verið undirritaðir í des-
ember og ljúka átti við samninginn
í lok mars. Þá hafi COVID-19 breiðst
yfir heimsbyggðina og SEP ákvað
að bíða með fjárfestinguna í ljósi
óvissu í ferðaþjónustu.
„Við reyndum að halda sambandi
við þá og það tókst með herkjum.
Rætt var við starfsmenn SEP á
þriggja til fjögurra vikna fresti. Í
september var svo komið að annað-
hvort yrði að ganga til samninga
eða við myndum leita til annarra
fjárfesta. SEP sýndi því skilning, við
skrifuðum undir annan samning
um helstu kaupskilmála og málinu
lauk tveimur mánuðum seinna,“
segir hann.
Kaupverðið lækkaði
Davíð segir að kaupverðið hafi
lækkað töluvert á milli samninga.
„Það er fullkomlega eðlilegt. Horfur
voru á að Dohop myndi velta 1,2
til 1,5 milljörðum króna í ár. Það
er rúmlega tvöföldun á milli ára.
Veltan nam um 120 milljónum
króna í janúarmánuði en svo kom
kórónafaraldurinn og tekjurnar
fóru langleiðina í núll. Fjárfest-
arnir líta svo á að fólk vilji ferðast á
nýjan leik þegar COVID-19 er á bak
og burt. Þeir horfa til lengri tíma,“
segir hann.
Flestir starfsmenn fyrirtækisins
fóru á hlutabótaleiðina í vor, enda
félagið nánast tekjulaust, en komu
að fullu til baka 1. september. „Við
tókum slaginn: Það er nóg af tæki-
færum og til að vinna að þeim þurf-
um við á öllu okkar fólki að halda.
Jafnvel þótt tekjurnar hafi þurrkast
út er tækifærið sem við stöndum
frammi fyrir stærra en áður. Eftir-
spurnin eftir hugbúnaðinum hefur
aukist. Við hjálpum f lugfélögum
að selja tengiflug og þau vilja nýta
COVID til að endurskipuleggja inn-
viði og auka hagkvæmni þeirra. Við
vorum að ljúka við fjórða samning-
inn við nýjan viðskiptavin frá því
að COVID-19 hófst. En tekjumód-
elið okkar er með þeim hætti að við
fáum einkum greitt þegar ferða-
menn bóka flug,“ segir Davíð.
Fengu fjármögnun í sumar
Dohop af laði 200 milljóna króna
fjármögnunar í sumar með breyt-
anlegu skuldabréf i. Núverandi
hluthafar og nýir stóðu að fjár-
mögnuninni. Skuldabréfinu var
breytt í hlutafé samhliða því að
SEP lagði hugbúnaðarfyrirtækinu
til hlutafé.
Fyrir hlutafjáraukninguna var
enginn einn hluthafi áberandi stór.
Stærsti hluthafinn, Vivaldi Ísland,
sem er í eigu Jóns S. von Tetzchner,
átti 15 prósenta hlut og Frosti Sigur-
jónsson, fyrrverandi þingmaður,
átti rúmlega níu prósenta hlut.
„Okkur vantaði einmitt öflugan
kjölfestufjárfesti sem er áhugasam-
ur um reksturinn og hefur skoðanir
á því sem er gert,“ segir Davíð.
Nú verða þau tímamót í sögu
Dohop að meirihluti stjórnar-
manna verður erlendur. Við kaup
SEP sest Stuart Paterson í stjórn
félagsins. Í vor kom Maxwell Jon
Reilly, sem starfað hefur sem ráð-
gjafi í f lugiðnaði í 30 ár, í stjórn en
árið 2018 tók Andrew Middleton,
Commercial Director hjá easyJet,
sæti í stjórn.
Vinna með EasyJet
Fram kom í Markaðnum sumarið
2018 að breska lággjaldaflugfélagið
hefði lánað Dohop 2,25 milljónir
evra. Hægt væri að breyta láninu
í hlut í Dohop við lok lánstímans.
Flugfélagið aðstoðar viðskiptavini
við að finna tengif lug í gegnum
önnur f lugfélög. Tæknin er knúin
af Dohop.
Breska ráðgjafarfyrirtækið Strata
Partners í London aðstoðaði Dohop
við að fjármagna reksturinn. „Þeir
bentu okkur á lista af 70 mögu-
legum sjóðum og kynntu okkur
meðal annars fyrir SEP. Það er afar
verðmætt,“ segir hann.
Skoskur sjóður fjárfestir í
Dohop fyrir á annan milljarð
Scottish Equity Partners eignast um 30 prósenta hlut. Hugbúnaðarfyrirtækið horfir til þess að ráða 50
til 60 starfsmenn á næstu tveimur árum. Sóttu 200 milljóna króna fjármögnun í sumar. Fyrstu drög að
samningi lágu fyrir COVID-19 en heimsfaraldurinn gerði það að verkum að slá þurfti viðræðum á frest.
Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Jafnvel þótt tekj-
urnar hafi þurrkast
út er tækifærið sem við
stöndum frammi fyrir
stærra en áður.
Davíð Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Dohop
47%
er núverandi eiginfjárhlut-
fall Orkuveitu Reykjavíkur.
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN