Fréttablaðið - 25.11.2020, Síða 48
Til þessa hefur vef list ekki fengið þann með-byr innan íslenskra sjónlista sem hún sann-arlega verðskuldar. Ef til vill líður hún enn
fyrir það fálæti sem henni var sýnt
við uppgang nútímalegrar málara-
og höggmyndalistar á fyrstu ára-
tugum aldarinnar. Þá var hún nánast
afskrifuð sem eftirhreyta forneskju-
legrar handverkshefðar sem ekki
samræmdist listsýn nýfrjálsrar og
framsækinnar þjóðar. Hins vegar sáu
þjóðræknar hannyrðakonur á borð
við Halldóru Bjarnadóttur til þess
að veflistin liði ekki undir lok – og
raunar gott betur. Ýmislegt það sem
íslenskir listvefarar aðhöfðust síðar
meir má rekja þráðbeint til rann-
sókna þessara merku forvera þeirra
á eiginleikum íslensku ullarinnar.
Myndlistarvæðing hannyrða-
hefðarinnar á Íslandi hefst varla
fyrr en upp úr síðari heimsstyrjöld,
þegar þær Vigdís Kristjánsdóttir og
Ásgerður Búadóttir ganga til liðs við
listvefnaðinn. Tvennt er það aðallega
sem skýrir þá ákvörðun. Á árunum
milli stríða voru listfengar konur
á Norðurlöndum í auknum mæli
farnar að vefa stór verk, frásagnar-
leg eða táknræn, til brúks í opin-
berum byggingum. Þetta var veflist
sem krafðist jafnréttis á við mynd-
listina, sem sé listvefnaður. Tíðindi
af honum bárust Íslendingum síðan
með tímaritum og heimkomnum
námsmönnum. Hitt er það einnig
að framsæknasti myndlistarskóli
á Vesturlöndum, Bauhaus, hafði þá
lagt grunn að módernískum list-
vefnaði, og þegar hann var lagður
niður af nasistum árið 1933, dreifðist
ný kynslóð framsækinna listvefara
víða um lönd. Ásgerður, sem gift var
Birni Th. Björnssyni listfræðingi, gat
trauðla farið á mis við þessa arfleifð
Bauhaus-skólans.
Sem fullþroska listvefarar einsettu
þær Vigdís og Ásgerður sér að sýna
verk sín með myndlistarmönnum
á jafningjagrundvelli. Ásgerður var
öllu einarðari í þeirri afstöðu sinni
en Vigdís, tregðaðist til dæmis við
að taka þátt í samsýningum á allra-
handa nytjavefnaði og sérstökum
„kvennasýningum“ sem algengar
voru á áttunda og níunda áratugn-
um. Þó dróst hún stundum á að taka
þátt í slíkum sýningum fyrir vináttu-
tengsl. Vigdís var öllu hægferðugri og
hefðbundnari í listvefnaði sínum,
en tengir þó með ýmsum hætti við
myndlist samtímamanna sinna, til
dæmis frjálsu abstraktlistina.
Samþætting vefjar og listar
En Ásgerður á ótvírætt mestan
þátt í myndlistarvæðingu veflistar
á Íslandi. Svipmikil verk hennar,
með sínum sterku láréttu og lóð-
réttu áherslum og ríkulegri áferð
kallast á við málverkin og skúlp-
túra strangflatarlistamannanna á
sjötta og sjöunda áratugnum. Og
gefa þeim í raun ekkert eftir. Í fram-
haldinu seilist Ásgerður enn víðar
í verkum sínum og þá aðallega til
nýrrar, og gjarnan táknsækinnar,
sýnar á íslenska náttúru. Meðal
listrænna „af komenda“ hennar
eru tvær kynslóðir listvefara sem
ýmist héldu áfram að virkja stóra
og einfalda f leti, eða kappkostuðu
að stunda tilraunir með áferð og
þræði, nema hvort tveggja væri.
Þar á ég annars vegar við listamenn
á borð við Auði Vésteinsdóttur og
Ólöfu Einarsdóttur.
Á síðustu árum hefur orðið margs
konar og árangursrík samþætting
listvefnaðar og annarra myndlistar-
miðla, samanber verk Önnu Líndal,
Hildar Bjarnadóttur, Örnu Óttars-
dóttur, Guðrúnar Gunnarsdóttur,
Hrafnhildar Arnardóttur og Loja
Höskuldssonar. Öll er sú samskipta-
saga, bæði aðdragandi hennar og
framvinda, áhugaverð – og óskrifuð
að mestu.
Því vakti það nokkra tilhlökkun
í maí síðastliðnum, þegar spurðist
að stór sýning á íslenskum list-
vefnaði stæði fyrir dyrum í Lista-
safni Íslands. Hins vegar runnu á
menn tvær grímur þegar í ljós kom
að umrædd sýning ætti ekki að
rekja sögu listvefnaðar á Íslandi,
heldur hverfast um verk og arfleifð
Ásgerðar Búadóttur og listvefnað í
eigu safnsins. Þá stóð einmitt yfir í
Listasafni Reykjavíkur stærsta sýn-
ing sem haldin hefur verið á verkum
Ásgerðar, raunar afmælissýning,
með tilheyrandi málþingi um lífs-
starf hennar og þýðingu fyrir bæði
samtímamenn og eftirkomendur.
Samlegðaráhrifa gætir ekki í
litlum myndlistarheimi okkar. Hér
hefði Listasafninu verið í lófa lagið
að staldra við og endurskoða upp-
legg fyrirhugaðrar sýningar sinnar.
Þar sem safnið á í rauninni ekki
ýkja mikið af listvefnaði, hefði það
hvort sem er þurft að fá fjölda verka
að láni, bæði frá söfnum og einkaað-
ilum. Því ekki að nota tækifærið og
sýna verk Ásgerðar Búadóttur í hinu
stóra samhengi íslensks listvefnað-
ar og myndlistar honum tengdrar?
Til að rýma til fyrir sýningu af þeirri
stærðargráðu hefði safnið einungis
þurft að taka niður stóra innsetn-
ingu Katrínar Sigurðardóttur og
franska sýndarveruleikasýningu,
sem báðar eru komnar fram yfir
síðasta söludag. Slík yfirlitssýning
hefði verið afskaplega þarft verk
og þakklátt, ekki síst ef henni hefði
fylgt vegleg skrá með myndum og
faglegri úttekt.
Sérkennilegur gerningur
Því miður kaus Listasafnið að halda
sig við upprunaleg áform. Það
verður að segjast eins og er, að sýn-
ing þess, „Listþræðir“ sem hleypt
var af stokkunum 12. september
síðastliðinn, er hvorki veigamikil
árétting á þýðingu Ásgerðar fyrir
textílsamfélagið, til þess eru sýnd
verk hennar of fá (5) og einsleit,
né marktækt yfirlit listvefnaðar á
landinu. Þar sem ekki er hróf lað
við sýningarsölum sem fyrir eru,
eru veruleg þrengsli sýningunni
einnig til vansa. Út af fyrir sig hefði
mátt bjarga yfirlitinu með því að
taka með þá listamenn, sem ásamt
Ásgerði og Vigdísi leika stærstu
hlutverk í þróunarsögu þessarar
listgreinar, nefnilega þær Júlíönu
Sveinsdóttur og Barböru Árnason.
Satt best að segja trúði ég því vart
fyrr en ég tók á því, að verið væri að
hengja upp samsýningu á íslensk-
um listvefnaði, án þess að gera ráð
fyrir þessum tveimur listamönnum.
Ástæða þessa gernings virðist vera
sérkennileg tímalína sem sýningar-
stjórar gefa sér. Útgangspunktur
hennar er dvöl Ásgerðar í Dönsku
listaakademíunni 1946-49; og ein-
göngu vegna þess að hún var líka
á akademíunni um þetta leyti, fær
Vigdís Kristjánsdóttir, mun eldri
listakona, að f ljóta með. Og þar
sem Júlíana og Barbara tilheyra
eldri kynslóð en Ásgerður, er þeim
sleppt. En Danska akademían er hér
algert aukaatriði. Hvorug þeirra,
Ásgerður og Vigdís, urðu að listvef-
urum á þeirri stofnun. Glíma Vig-
dísar við listvef hófst nokkru áður
en hún innritaðist á akademíuna,
bæði hér á landi og í Noregi, og
Ásgerður hóf ekki að vefa fyrr en
eftir námið við akademíuna.
Það sem skiptir hér mestu máli og
einfaldar aðkomu að þessari þróun-
arsögu sem hér er til umræðu, er að
þessir fjórir frumkvöðlar, Júlíana,
Vigdís, Barbara og Ásgerður, eru
allar upp á sitt besta sem listvefarar
á árunum 1950-70 – og Ásgerður
auðvitað nokkru lengur. Því er
óþarfi að búa til skil sem ekki eru
fyrir hendi.
Upplegg og tilhögun þessarar
sýningar í Listasafninu eru því
hvort tveggja meingölluð um margt.
Og þegar maður horfir á stórfalleg
og áferðarrík verkin sem þar hanga
uppi, saknar maður þess sárlega að
geta ekki haft þau með sér heim í
vandaðri bók og lesið sér til um
höfunda þeirra. Full ástæða er til að
hvetja alla sem ekki hafa séð þessa
sýningu til að bregða sér út fyrir
dyr að berja hana augum niðri við
Tjörn.
OG ÞEGAR MAÐUR
HORFIR Á STÓRFALLEG
OG ÁFERÐARRÍK VERKIN SEM
ÞAR HANGA UPPI, SAKNAR
MAÐUR ÞESS SÁRLEGA AÐ GETA
EKKI HAFT ÞAU MEÐ SÉR HEIM Í
VANDAÐRI BÓK OG LESIÐ SÉR
TIL UM HÖFUNDA ÞEIRRA.
Áhugaverð þroskasaga þráðar og lita
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur skrifar um veflist sem hann segir ekki hafa fengið þann meðbyr innan
íslenskra sjónlista sem hún verðskuldar. Hann fjallar einnig um sýningu Listasafns Íslands á listvefnaði.
Skarðatungl eftir Ásgerði Búadóttur frá árinu 1976. MYND/AÐSEND
Tásluóperan,
verk eftir
Örnu Óttars
dóttur frá
árinu 2018.
MYND/AÐSEND
2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð