Fréttablaðið - 25.11.2020, Síða 52
Amerísku tónlistar-ve r ð l au n i n , e ð a A mer ic a n Mu sic Awards, voru haldin með pompi og prakt á mánudaginn í Micro-
soft-höllinni í Los Angeles. Leik-
konan Taraji P. Hensson var kynnir
verðlaunanna í ár. Það voru þau Tay-
lor Swift, the Weeknd, dúóið Dan +
Shay og Justin Bieber sem voru sig-
urvegarar kvöldsins og hlutu þrenn
verðlaun hvert. Roddy Ricch og The
Weeknd hlutu flestar tilnefningar,
eða átta hvor.
Leikarinn Anthony Anderson
vakti lukku með alveg einstaklega
skemmtilega grímu. Engir gestir
voru í salnum og spaugaði You-
Tube-stjarnarn David Dubrovnik
með pappaspjöld af þekktustu
stjörnum heims sem var komið fyrir
í nokkrum sætum.
steingerdur@frettabladid.is
Glamúr og gleði í
Los Angeles
Það var mikið um dýrðir á Bandarísku tónlistarverðlaununum,
eða American Music Awards, sem haldin voru á mánudaginn.
Engir gestir voru í salnum en margar stærstu stjörnur heims tóku
lagið á sviðinu. Taylor Swift, the Weeknd, Dan + Shay og Justin
Bieber voru sigurvegarar kvöldsins og hlutu þrenn verðlaun hvert.
Söngkonan Doja Cat hlaut tvenn
verðlaun, önnur þeirra fyrir að vera
nýliði ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Anthony Anderson sló í gegn með
þessari skemmtilegu grímu.
Ciara kynnti The Weeknd á sviðið, í
sama litrófi og söngvarinn.
Hin eina sanna Paris Hilton lét sig
að sjálfsögðu ekki vanta.
Jennifer Lopez var glæsileg á sviðinu þegar hún tók
lagið með kólumbíska tónlistarmanninum Maluma.
Justin Bieber tók lögin Lonely, Holy og Monster. Það
síðastnefnda er nýtt lag með Justin og Shawn Mendes.
Hin nýbakaða móðir Katy Perry kom og tók eitt lag.
Megan Thee Stallion tók nýja smell-
inn sinn Body, en myndbandið við
lagið hefur vakið usla síðustu daga. Billie Eilish tók lagið Therefore I am með bróður sínum.
The Weeknd heldur áfram með
þemað sem er rauði þráðurinn í
myndböndunum hans síðasta árið,
rauði jakkinn og sárabindið.
2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ